Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. september 2015 09:50 Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. Þá ráða fjölskyldurnar ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof. Þær Bergljót Klara og Elen eignuðust báðar sitt fyrsta barn í júlí. Bergljót Klara var í fullu starfi áður en hún fór í orlof en var áður í hlutastarfi með skóla. Hún fær því um 85 þúsund krónur útborgaðar frá fæðingarorlofssjóði. Það dugir ekki til að vera á leigumarkaði. „Ég er bara heppin að geta búið heima hjá foreldrum mínum og borgað þeim sem sagt heim í staðinn fyrir að leigja íbúð,“ segir Bergljót Klara. Elen var í 80 prósent vinnu áður en hún eignaðist dóttur sína og fær 123 þúsund á mánuði frá fæðingarorlofssjóði. Báðar segja konurnar að fjölskyldurnar ráði ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof en tölur frá fæðingarorlofssjóði sýna að feður taki síður fæðingarorlof nú en fyrir hrun. Bergljót segist vita til þess að konur fari á bakvið kerfið til tekjuöflunar á orlofstímanum og til að vera lengur með barninu. „Mér var bent á af hverju ég ætti ekki frekar bara að skrá mig á atvinnuleysisbætur í staðinn fyrir að vera í fæðingarorlofi. Það eru lágmarkstekjur, 180 þúsund, sem er um 100 þúsund meira en maður fær frá fæðingarorlofssjóði. Það er sorglegt að maður þurfi að hugsa svona þegar maður á að vera að njóta tímans með nýja einstaklingnum.“ Ekki er gert ráð fyrir aukum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs en hann var í fyrra rekinn með halla og stefnir í að svo verði einnig í ár. Fæðingarorlof er töluvert styttra hér á landi en á hinum norðurlöndunum, þar sem það er að minnsta kosti 12 mánuðir. „Ég hefði viljað vera flutt áður en hún kom,“ segir Elen og bætir við að það standi til að flytja úr landi. Þá segir Bergljót Klara það ekkert sérstaklega hvetjandi að eignast barn hér á landi. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. Þá ráða fjölskyldurnar ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof. Þær Bergljót Klara og Elen eignuðust báðar sitt fyrsta barn í júlí. Bergljót Klara var í fullu starfi áður en hún fór í orlof en var áður í hlutastarfi með skóla. Hún fær því um 85 þúsund krónur útborgaðar frá fæðingarorlofssjóði. Það dugir ekki til að vera á leigumarkaði. „Ég er bara heppin að geta búið heima hjá foreldrum mínum og borgað þeim sem sagt heim í staðinn fyrir að leigja íbúð,“ segir Bergljót Klara. Elen var í 80 prósent vinnu áður en hún eignaðist dóttur sína og fær 123 þúsund á mánuði frá fæðingarorlofssjóði. Báðar segja konurnar að fjölskyldurnar ráði ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof en tölur frá fæðingarorlofssjóði sýna að feður taki síður fæðingarorlof nú en fyrir hrun. Bergljót segist vita til þess að konur fari á bakvið kerfið til tekjuöflunar á orlofstímanum og til að vera lengur með barninu. „Mér var bent á af hverju ég ætti ekki frekar bara að skrá mig á atvinnuleysisbætur í staðinn fyrir að vera í fæðingarorlofi. Það eru lágmarkstekjur, 180 þúsund, sem er um 100 þúsund meira en maður fær frá fæðingarorlofssjóði. Það er sorglegt að maður þurfi að hugsa svona þegar maður á að vera að njóta tímans með nýja einstaklingnum.“ Ekki er gert ráð fyrir aukum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs en hann var í fyrra rekinn með halla og stefnir í að svo verði einnig í ár. Fæðingarorlof er töluvert styttra hér á landi en á hinum norðurlöndunum, þar sem það er að minnsta kosti 12 mánuðir. „Ég hefði viljað vera flutt áður en hún kom,“ segir Elen og bætir við að það standi til að flytja úr landi. Þá segir Bergljót Klara það ekkert sérstaklega hvetjandi að eignast barn hér á landi.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira