Vísað burt af Hlemmi eftir tugi ára Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. september 2015 07:00 Ágústa Sigurðardóttir er ein þeirra sem missa starf sitt. Hún vinnur í sjoppunni og segir hana hluta af menningu borgarinnar. vísir/stefán Rekstraraðilum til tuga ára verður vísað burt af Hlemmi nú fyrir áramót en til stendur að efla þar mannlíf með fjölbreyttari starfsemi. Hlemmi verður lokað í vetur og farþegar og gestir munu ekki eiga þar skjól í vondum veðrum. Sigvaldi Karlsson hefur rekið sjoppuna á Hlemmi í rúmlega tuttugu og eitt ár. Hann hefur sagt upp starfsfólki sínu og segist ekki fá svör frá borginni um það hvort hann fái að selja veitingar á nýju Hlemmtorgi. „Það er búið að segja upp leigunni og ég er búinn að segja upp öllu mínu starfsfólki, það kemur ekki til vinnu eftir 1. nóvember. Ég vil vita hvort ég má leigja hér áfram eftir breytingarnar. Ég hef beðið um svör en engin fengið. Þá er ég ósáttur við að veitingaleyfið mitt sé boðið út án þess að það sé talað við mig.“ Hann segist hafa fengið nýjar upplýsingar í gær. Tafir á framkvæmdum valda því að hann fær að vera lengur. Mánuð í senn þar til framkvæmdir hefjast. „Ef ég fengi frest í þrjá mánuði, þá gæti ég kannski unnið með það en eins og staðan er í dag, þarf ég að vera með allar hillur hálftómar vegna óvissunnar.“Hlemmi verður lokað í vetur á meðan framkvæmdir standa yfir.vísir/stefánÁgústa Sigurðardóttir er ein þeirra sem hefur verið sagt upp störfum þann 1. nóvember. „Ég á eftir að sakna Hlemms, yfirmaðurinn er náttúrulega frábær. Það væri mikill missir að þessari sjoppu, sumu má bara ekki breyta, þetta er hluti af menningu okkar.“ Gunnlaugur Jósefsson stendur vaktina við Passamyndir sem hafa starfað á Hlemmi í þrjátíu og fimm ár. Hann segir margt hafa breyst á Hlemmi sem þurfi úrbætur. „Það er oft löng röð af fólki að bíða eftir upplýsingum. Þetta fólk fær enga þjónustu og endar í einhverjum blindgötum. Það er mikið af ferðamönnum sem biður um að fá að fara á klósettið. Klósettin úti eru alltaf að bila og fólk er að gera í buxurnar. Ég held að almenningur sé ekki alveg búinn að átta sig á því að hann verður rekinn út á gangstéttarbrún eftir sex vikur. Þá verður lokað hér. Fólk þarf bara að bíða undir þakkantinum sem míglekur.“ Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis -og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar mikla vinnu í gangi með skipulag með Hlemm og hvernig gera megi það að hlýlegra og mannvænna torgi. „Það er gríðarleg uppbygging í allra næsta nágrenni, þetta er heitur reitur.“ Hann segir Reykjavíkurborg ekki aðila að því að ljúka samstarfi við rekstraraðila á Hlemmi. „Strætó er með þetta hús í leigu af borginni. Þeim leigusamningi lýkur 1.nóvember. Verkefni strætó er að koma þeim skilaboð til sinna leigutaka um það að þessu samstarfi sé lokið. Borgin er ekki aðili að því verkefni.“ Hugmyndir Sjávarklasans þóttu bestar um mannvænna Hlemmtorg. Hjálmar segir rétt að Hlemmi verði lokað á meðan framkvæmdir standi yfir og þá þurfi að finna aðstöðu fyrir strætisvagnastjóra og farþega. Það sé í höndum Strætó.“ Tengdar fréttir Vill fá matarmarkað á Hlemm Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir hugmyndaríkum rekstraraðilum 15. júní 2015 07:00 Reykjavík mun taka miklum breytingum næstu árin Í Reykjavík verða byggðar um 4 - 6.000 nýjar íbúðir á næstu 4 - 5 árum. Framkvæmdir við sumar þeirra eru þegar hafnar meðan aðrar eru á teikniborðinu. 12. nóvember 2014 11:50 Vilja nýtt hótel við Hlemm og veitingar í aðfluttu húsi Samkvæmt tillögu að breytingu á deiliskipulagi á bankareitnum við Laugaveg 120 er gert ráð fyrir hótelbyggingu meðfram Rauðarárstíg, Stórholti og Þverholti. Skipulagsfulltrúi ekki með áhyggjur af bílastæðaskorti. 2. febrúar 2015 07:00 Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Rekstraraðilum til tuga ára verður vísað burt af Hlemmi nú fyrir áramót en til stendur að efla þar mannlíf með fjölbreyttari starfsemi. Hlemmi verður lokað í vetur og farþegar og gestir munu ekki eiga þar skjól í vondum veðrum. Sigvaldi Karlsson hefur rekið sjoppuna á Hlemmi í rúmlega tuttugu og eitt ár. Hann hefur sagt upp starfsfólki sínu og segist ekki fá svör frá borginni um það hvort hann fái að selja veitingar á nýju Hlemmtorgi. „Það er búið að segja upp leigunni og ég er búinn að segja upp öllu mínu starfsfólki, það kemur ekki til vinnu eftir 1. nóvember. Ég vil vita hvort ég má leigja hér áfram eftir breytingarnar. Ég hef beðið um svör en engin fengið. Þá er ég ósáttur við að veitingaleyfið mitt sé boðið út án þess að það sé talað við mig.“ Hann segist hafa fengið nýjar upplýsingar í gær. Tafir á framkvæmdum valda því að hann fær að vera lengur. Mánuð í senn þar til framkvæmdir hefjast. „Ef ég fengi frest í þrjá mánuði, þá gæti ég kannski unnið með það en eins og staðan er í dag, þarf ég að vera með allar hillur hálftómar vegna óvissunnar.“Hlemmi verður lokað í vetur á meðan framkvæmdir standa yfir.vísir/stefánÁgústa Sigurðardóttir er ein þeirra sem hefur verið sagt upp störfum þann 1. nóvember. „Ég á eftir að sakna Hlemms, yfirmaðurinn er náttúrulega frábær. Það væri mikill missir að þessari sjoppu, sumu má bara ekki breyta, þetta er hluti af menningu okkar.“ Gunnlaugur Jósefsson stendur vaktina við Passamyndir sem hafa starfað á Hlemmi í þrjátíu og fimm ár. Hann segir margt hafa breyst á Hlemmi sem þurfi úrbætur. „Það er oft löng röð af fólki að bíða eftir upplýsingum. Þetta fólk fær enga þjónustu og endar í einhverjum blindgötum. Það er mikið af ferðamönnum sem biður um að fá að fara á klósettið. Klósettin úti eru alltaf að bila og fólk er að gera í buxurnar. Ég held að almenningur sé ekki alveg búinn að átta sig á því að hann verður rekinn út á gangstéttarbrún eftir sex vikur. Þá verður lokað hér. Fólk þarf bara að bíða undir þakkantinum sem míglekur.“ Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis -og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar mikla vinnu í gangi með skipulag með Hlemm og hvernig gera megi það að hlýlegra og mannvænna torgi. „Það er gríðarleg uppbygging í allra næsta nágrenni, þetta er heitur reitur.“ Hann segir Reykjavíkurborg ekki aðila að því að ljúka samstarfi við rekstraraðila á Hlemmi. „Strætó er með þetta hús í leigu af borginni. Þeim leigusamningi lýkur 1.nóvember. Verkefni strætó er að koma þeim skilaboð til sinna leigutaka um það að þessu samstarfi sé lokið. Borgin er ekki aðili að því verkefni.“ Hugmyndir Sjávarklasans þóttu bestar um mannvænna Hlemmtorg. Hjálmar segir rétt að Hlemmi verði lokað á meðan framkvæmdir standi yfir og þá þurfi að finna aðstöðu fyrir strætisvagnastjóra og farþega. Það sé í höndum Strætó.“
Tengdar fréttir Vill fá matarmarkað á Hlemm Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir hugmyndaríkum rekstraraðilum 15. júní 2015 07:00 Reykjavík mun taka miklum breytingum næstu árin Í Reykjavík verða byggðar um 4 - 6.000 nýjar íbúðir á næstu 4 - 5 árum. Framkvæmdir við sumar þeirra eru þegar hafnar meðan aðrar eru á teikniborðinu. 12. nóvember 2014 11:50 Vilja nýtt hótel við Hlemm og veitingar í aðfluttu húsi Samkvæmt tillögu að breytingu á deiliskipulagi á bankareitnum við Laugaveg 120 er gert ráð fyrir hótelbyggingu meðfram Rauðarárstíg, Stórholti og Þverholti. Skipulagsfulltrúi ekki með áhyggjur af bílastæðaskorti. 2. febrúar 2015 07:00 Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Vill fá matarmarkað á Hlemm Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir hugmyndaríkum rekstraraðilum 15. júní 2015 07:00
Reykjavík mun taka miklum breytingum næstu árin Í Reykjavík verða byggðar um 4 - 6.000 nýjar íbúðir á næstu 4 - 5 árum. Framkvæmdir við sumar þeirra eru þegar hafnar meðan aðrar eru á teikniborðinu. 12. nóvember 2014 11:50
Vilja nýtt hótel við Hlemm og veitingar í aðfluttu húsi Samkvæmt tillögu að breytingu á deiliskipulagi á bankareitnum við Laugaveg 120 er gert ráð fyrir hótelbyggingu meðfram Rauðarárstíg, Stórholti og Þverholti. Skipulagsfulltrúi ekki með áhyggjur af bílastæðaskorti. 2. febrúar 2015 07:00
Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00