Forsætisráðherra ítrekaði gagnrýni sína á Landsbankann úr ræðustól Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2015 16:39 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, út í afstöðu hans til þess að ríkið selji hlut sinn í Landsbankanum á næsta ári. Slíkt er lagt til í fjárlagafrumvarpi næsta árs en Katrín setti fyrirspurnina í samhengi við samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins frá því í vor um að Landsbankinn skyldi ekki seldur heldur ætti hann að starfa sem samfélagsbanki. „Þess vegna kom það mér á óvart að í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því að hlutur í Landsbankanum yrði seldur og þar sér ekki stað þessar samþykktar Framsóknarflokksins,“ sagði Katrín. Hún spurði því hvort að Framsóknarflokkurinn væri því einhuga á bakvið þau áform um að selja hlut í Landsbankanum. Sigmundur Davíð sagði að heimild til að selja hlut í Landsbankanum hefðu verið á fjárlögum samfellt undanfarin 5-6 ár. Því væri ekki verið að setja fram neitt nýtt í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Spurningin væri hins vegar hvenær væri rétt að nýta þessa heimild en forsætisráðherra sagði ekki sína skoðun á því. Hann ítrekaði hins vegar gagnrýni sína á Landsbankann: „Ég hef gagnrýnt það að mér hefur ekki þótt Landsbankinn sinna hlutverki sínu sem banki í eigu almennings. Get ég þar nefnt hluti eins og áform um byggingu nýrra höfuðstöðva og það að bankinn ætti að vera meira leiðandi í að bæta þjónustu fyrir viðskiptavini, til dæmis með betri kjörum.“ Þá viðraði Sigmundur Davíð jafnframt þá skoðun sína að bankinn ætti að vera bakhjarl fyrir sparisjóðina í landinu. Tengdar fréttir Hluti Landsbankans einkavæddur á næsta ári Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. 2. september 2015 12:00 Telur það ekki samrýmast þjóðarhagsmunum að selja erlendum aðilum bankana "Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruð milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu.“ 9. júní 2015 22:18 Sveinn Andri segir hugmyndir Frosta um Landsbankann galnar Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir hugmyndir Frosta Sigurjónssonar þingmanns framsóknarflokksins um að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka galnar og merki um pólitíska geðveiki og fortíðarþráhyggju. 13. apríl 2015 11:49 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, út í afstöðu hans til þess að ríkið selji hlut sinn í Landsbankanum á næsta ári. Slíkt er lagt til í fjárlagafrumvarpi næsta árs en Katrín setti fyrirspurnina í samhengi við samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins frá því í vor um að Landsbankinn skyldi ekki seldur heldur ætti hann að starfa sem samfélagsbanki. „Þess vegna kom það mér á óvart að í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir því að hlutur í Landsbankanum yrði seldur og þar sér ekki stað þessar samþykktar Framsóknarflokksins,“ sagði Katrín. Hún spurði því hvort að Framsóknarflokkurinn væri því einhuga á bakvið þau áform um að selja hlut í Landsbankanum. Sigmundur Davíð sagði að heimild til að selja hlut í Landsbankanum hefðu verið á fjárlögum samfellt undanfarin 5-6 ár. Því væri ekki verið að setja fram neitt nýtt í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Spurningin væri hins vegar hvenær væri rétt að nýta þessa heimild en forsætisráðherra sagði ekki sína skoðun á því. Hann ítrekaði hins vegar gagnrýni sína á Landsbankann: „Ég hef gagnrýnt það að mér hefur ekki þótt Landsbankinn sinna hlutverki sínu sem banki í eigu almennings. Get ég þar nefnt hluti eins og áform um byggingu nýrra höfuðstöðva og það að bankinn ætti að vera meira leiðandi í að bæta þjónustu fyrir viðskiptavini, til dæmis með betri kjörum.“ Þá viðraði Sigmundur Davíð jafnframt þá skoðun sína að bankinn ætti að vera bakhjarl fyrir sparisjóðina í landinu.
Tengdar fréttir Hluti Landsbankans einkavæddur á næsta ári Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. 2. september 2015 12:00 Telur það ekki samrýmast þjóðarhagsmunum að selja erlendum aðilum bankana "Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruð milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu.“ 9. júní 2015 22:18 Sveinn Andri segir hugmyndir Frosta um Landsbankann galnar Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir hugmyndir Frosta Sigurjónssonar þingmanns framsóknarflokksins um að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka galnar og merki um pólitíska geðveiki og fortíðarþráhyggju. 13. apríl 2015 11:49 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Hluti Landsbankans einkavæddur á næsta ári Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hafin verði vinna við skráningu Landsbankans á markað í vetur og að hlutur í bankanum verði einkavæddur á næsta ári. 2. september 2015 12:00
Telur það ekki samrýmast þjóðarhagsmunum að selja erlendum aðilum bankana "Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruð milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu.“ 9. júní 2015 22:18
Sveinn Andri segir hugmyndir Frosta um Landsbankann galnar Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir hugmyndir Frosta Sigurjónssonar þingmanns framsóknarflokksins um að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka galnar og merki um pólitíska geðveiki og fortíðarþráhyggju. 13. apríl 2015 11:49