SFR vill sömu launahækkanir og hjúkrunarfræðingar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. september 2015 13:55 Frá fundi samninganefnda þriggja stærstu félaga BSRB (SFR, SLFÍ, og LL) og samninganefndar ríkisins hjá ríkissáttasemjara í seinustu viku. Fundurinn var árangurslaus. Vísir/Gva Félagsmenn í SFR, stéttarfélagi í almannaþjónustu, sætta sig ekki við minni launahækkanir en úrskurðir gerðardóms fólu í sér. Framkvæmdastjóri félagsins segir þá til í verkfallsaðgerðir og á von á að atkvæðagreiðsla um það fari fram á næstunni. SFR, Stéttarfélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands og Landssamband lögreglumanna hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Kjarasamingar þeirra hafa verið lausir síðan í maí og í júní var deilunni vísað til Ríkissáttasemjara. Ekkert þokast hins vegar í samkomulagsátt og hafa sjö fundur verið haldnir hjá Ríkissáttasemjara og ber enn mjög mikið á milli deiluaðila. Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að samninganefnd þeirra vilji fá sambærilegar launahækkanir úrskurðir gerðardóms nú í ágúst fólu í sér. „Gerðardómur er ákveðin fyrirmynd að þeim samningum sem að eftir á að gera á vettvangi ríkisins, það er alveg klárt mál. Ríkið samdi fyrir 8 mánuðum um launahækkanir til ákveðinna stétta á bilinu 27-30%. Gerðardómur hann kemst að þeirri niðurstöðu að hjúkrunarfræðingar að þeir eigi að fá 30% á þessu samningstímabili en svo segir ríkið við okkur sko nei, nei þið eigið bara að fá 17, kannski 20%. Það bara er ekki til umræðu og þessi fyrirliting sem kemur fram í afstöðu ríkisins til þessara starfsmannahópa með þessari afstöðu hún er raunverulega ekki líðandi,“ segir Þórarinn. Þórinn segir að baráttufundur félagsmanna verði haldinn í Háskólabíói klukkan fimm á morgun. Trúnaðarmannaráð SFR fundar svo á miðvikudaginn og þar verður tekin ákvörðun um hvort að farið verði í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. „Fólk er bara núna tilbúið til að fara í baráttu. Okkar kannanir sýna það að það er 85-90% stuðningur við það að fara bara í átök og reyna að koma vitinu fyrir ríkisvaldið,“ segir Þórinn Eyfjörð. Tengdar fréttir Næsta skref er að kanna baklandið og aðgerðir Ríkisvaldið sagt efna til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna. Mikið ber í milli í viðræðum við samninganefnd ríkisins. Úrslitafundur á morgun. 8. september 2015 07:00 Eina lausnin fram undan eru aðgerðir segir fólkið í SFR Rætt var um kjaramál og stöðu mála í samningaviðræðum SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu og ríkisins á fjölmennum fundi trúnaðarmannaráðs SFR í gærkvöldi. 11. september 2015 07:00 „Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00 Árangurslaus samningafundur Fundi SFR, SLFÍ OG LL með samninganefnd ríkisins lauk í dag og ekki var boðað til nýs fundar. 9. september 2015 15:44 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Félagsmenn í SFR, stéttarfélagi í almannaþjónustu, sætta sig ekki við minni launahækkanir en úrskurðir gerðardóms fólu í sér. Framkvæmdastjóri félagsins segir þá til í verkfallsaðgerðir og á von á að atkvæðagreiðsla um það fari fram á næstunni. SFR, Stéttarfélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands og Landssamband lögreglumanna hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Kjarasamingar þeirra hafa verið lausir síðan í maí og í júní var deilunni vísað til Ríkissáttasemjara. Ekkert þokast hins vegar í samkomulagsátt og hafa sjö fundur verið haldnir hjá Ríkissáttasemjara og ber enn mjög mikið á milli deiluaðila. Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að samninganefnd þeirra vilji fá sambærilegar launahækkanir úrskurðir gerðardóms nú í ágúst fólu í sér. „Gerðardómur er ákveðin fyrirmynd að þeim samningum sem að eftir á að gera á vettvangi ríkisins, það er alveg klárt mál. Ríkið samdi fyrir 8 mánuðum um launahækkanir til ákveðinna stétta á bilinu 27-30%. Gerðardómur hann kemst að þeirri niðurstöðu að hjúkrunarfræðingar að þeir eigi að fá 30% á þessu samningstímabili en svo segir ríkið við okkur sko nei, nei þið eigið bara að fá 17, kannski 20%. Það bara er ekki til umræðu og þessi fyrirliting sem kemur fram í afstöðu ríkisins til þessara starfsmannahópa með þessari afstöðu hún er raunverulega ekki líðandi,“ segir Þórarinn. Þórinn segir að baráttufundur félagsmanna verði haldinn í Háskólabíói klukkan fimm á morgun. Trúnaðarmannaráð SFR fundar svo á miðvikudaginn og þar verður tekin ákvörðun um hvort að farið verði í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. „Fólk er bara núna tilbúið til að fara í baráttu. Okkar kannanir sýna það að það er 85-90% stuðningur við það að fara bara í átök og reyna að koma vitinu fyrir ríkisvaldið,“ segir Þórinn Eyfjörð.
Tengdar fréttir Næsta skref er að kanna baklandið og aðgerðir Ríkisvaldið sagt efna til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna. Mikið ber í milli í viðræðum við samninganefnd ríkisins. Úrslitafundur á morgun. 8. september 2015 07:00 Eina lausnin fram undan eru aðgerðir segir fólkið í SFR Rætt var um kjaramál og stöðu mála í samningaviðræðum SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu og ríkisins á fjölmennum fundi trúnaðarmannaráðs SFR í gærkvöldi. 11. september 2015 07:00 „Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00 Árangurslaus samningafundur Fundi SFR, SLFÍ OG LL með samninganefnd ríkisins lauk í dag og ekki var boðað til nýs fundar. 9. september 2015 15:44 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Næsta skref er að kanna baklandið og aðgerðir Ríkisvaldið sagt efna til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna. Mikið ber í milli í viðræðum við samninganefnd ríkisins. Úrslitafundur á morgun. 8. september 2015 07:00
Eina lausnin fram undan eru aðgerðir segir fólkið í SFR Rætt var um kjaramál og stöðu mála í samningaviðræðum SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu og ríkisins á fjölmennum fundi trúnaðarmannaráðs SFR í gærkvöldi. 11. september 2015 07:00
„Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00
Árangurslaus samningafundur Fundi SFR, SLFÍ OG LL með samninganefnd ríkisins lauk í dag og ekki var boðað til nýs fundar. 9. september 2015 15:44