„Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2015 12:00 Lögreglumenn mega skv. lögum ekki blanda sér í vinnudeilur með beinum hætti. Vísir/Pjetur Urgur er í félagsmönnum SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssamband lögreglumanna vegna kjaraviðræðna sinna við ríkið. Ekkert gengur í viðræðunum og hafa félögin boðað til baráttufundar á morgun. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að töluvert beri á milli samningsaðila og að félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna væru líklega á leiðinni í verkfall, hefðu þeir verkfallsrétt.Í frétt á vef SFR segir að félagsmenn séu óánægðir og reiðir með síðustu viðbrögð samninganefndar ríkisins en fundi deiluaðila í húsi ríkissáttasemjara var slitið í síðustu viku. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að svo virðist sem samninganefnd ríkisins hafi ekki umboð frá ríkisstjórninni til að semja við stéttarfélögin. „Ef að samninganefnd ríkisins fær umboð til þess frá ríkisstjórninni að opna á umræður um framsettar launakröfur félaganna er ekki loku fyrir það skotið að það sé hægt að semja. Samninganefndin virðist hinsvegar hreinlega ekki hafa það umboð í höndunum. Það er talsvert sem ber í milli og við erum augljóslega að horfa á samninga sem ríkisvaldið hefur gert við aðrar stéttir opinberra starfsmanna.“Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/VilhelmVilji hinni stéttarfélagnna til að láta hart mæta hörðu Snorri segir að líklegt sé að félagsmenn stéttarfélaganna fari í verkfallsaðgerðir en félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna verði að láta sér nægja að styðja þær aðgerðir með fundum, ræðum og blaðagreinum enda sé ólöglegt fyrir lögreglumenn að blanda sér með beinum hætti í vinnudeilur. Snorri telur þó líklegt að lögreglumenn væru á leiðinni í verkfall, mættu þeir það. „Mér segir svo hugur að vilji félagsmanna hinna stéttarfélaganna sé að láta hart mæta hörðu og þá mætti þá alveg ímynda sér að þeir muni jafnvel kjósa um verkfall. Ég leyfi mér að fullyrða að ef við hefðum verkfallsheimildir stæði vilji meirihluta félagsmanna til einhverja slíkra aðgerða. Það eina sem við getum gert er að halda fundi, skrifa og tala. Okkur er óheimilt samkvæmt lögum að blanda okkur með beinum hætti í vinnudeilur. Það er svo margt sem fylgir verkfallsréttinum eins og t.d. heimildir til að boða yfirvinnubann en við getum ekki gert neitt slíkt eða fleira í þeim dúr. Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir.“Enginn vilji hjá stjórnvöldum Er Snorri gagnrýninn á yfirvöld og segir að ítrekar tilraunir sínar til þess að ræða þessi mál við yfirvöld hafi ekki skilað neinu. Ef ekki eigi að leyfa verkfall lögreglumanna þurfi þá að koma til móts við þá en síðasta tilboð ríkisins hafi ekki verið mikið betra en fyrsta tilboðið sem fékk ekki góðan hljómgrunn meðal félagsmanna. „Ég hef margoft rætt þetta við stjórnvöld. Ég hef rætt þetta fram og aftur við við síðustu ríkisstjórn og þarsíðustu ríkisstjórn, þingmenn núverandi ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Ég leyfi mér að efast um að núverandi stjórnaflokkar séu til viðræðu um að afnema verkfallsréttinn, það voru þessir sömu flokkar sem voru við völd árið 1986 sem afnámu hann. Á móti verða þeir þá að vera tilbúnir að taka tillit til þess hve staða stéttarinnar er og veita okkur mannsæmandi laun fyrir þá vinnu sem við vinnum. Það virðist ekki vera neinn vilji og það sem maður segir hverfur bara einhvernveginn í tómið.“ Baráttufundur SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landsambands lögreglumanna fer fram á morgun, 15.september, í Háskólabíói. Hefst fundurinn kl. 17.00 Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Urgur er í félagsmönnum SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssamband lögreglumanna vegna kjaraviðræðna sinna við ríkið. Ekkert gengur í viðræðunum og hafa félögin boðað til baráttufundar á morgun. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að töluvert beri á milli samningsaðila og að félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna væru líklega á leiðinni í verkfall, hefðu þeir verkfallsrétt.Í frétt á vef SFR segir að félagsmenn séu óánægðir og reiðir með síðustu viðbrögð samninganefndar ríkisins en fundi deiluaðila í húsi ríkissáttasemjara var slitið í síðustu viku. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að svo virðist sem samninganefnd ríkisins hafi ekki umboð frá ríkisstjórninni til að semja við stéttarfélögin. „Ef að samninganefnd ríkisins fær umboð til þess frá ríkisstjórninni að opna á umræður um framsettar launakröfur félaganna er ekki loku fyrir það skotið að það sé hægt að semja. Samninganefndin virðist hinsvegar hreinlega ekki hafa það umboð í höndunum. Það er talsvert sem ber í milli og við erum augljóslega að horfa á samninga sem ríkisvaldið hefur gert við aðrar stéttir opinberra starfsmanna.“Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/VilhelmVilji hinni stéttarfélagnna til að láta hart mæta hörðu Snorri segir að líklegt sé að félagsmenn stéttarfélaganna fari í verkfallsaðgerðir en félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna verði að láta sér nægja að styðja þær aðgerðir með fundum, ræðum og blaðagreinum enda sé ólöglegt fyrir lögreglumenn að blanda sér með beinum hætti í vinnudeilur. Snorri telur þó líklegt að lögreglumenn væru á leiðinni í verkfall, mættu þeir það. „Mér segir svo hugur að vilji félagsmanna hinna stéttarfélaganna sé að láta hart mæta hörðu og þá mætti þá alveg ímynda sér að þeir muni jafnvel kjósa um verkfall. Ég leyfi mér að fullyrða að ef við hefðum verkfallsheimildir stæði vilji meirihluta félagsmanna til einhverja slíkra aðgerða. Það eina sem við getum gert er að halda fundi, skrifa og tala. Okkur er óheimilt samkvæmt lögum að blanda okkur með beinum hætti í vinnudeilur. Það er svo margt sem fylgir verkfallsréttinum eins og t.d. heimildir til að boða yfirvinnubann en við getum ekki gert neitt slíkt eða fleira í þeim dúr. Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir.“Enginn vilji hjá stjórnvöldum Er Snorri gagnrýninn á yfirvöld og segir að ítrekar tilraunir sínar til þess að ræða þessi mál við yfirvöld hafi ekki skilað neinu. Ef ekki eigi að leyfa verkfall lögreglumanna þurfi þá að koma til móts við þá en síðasta tilboð ríkisins hafi ekki verið mikið betra en fyrsta tilboðið sem fékk ekki góðan hljómgrunn meðal félagsmanna. „Ég hef margoft rætt þetta við stjórnvöld. Ég hef rætt þetta fram og aftur við við síðustu ríkisstjórn og þarsíðustu ríkisstjórn, þingmenn núverandi ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Ég leyfi mér að efast um að núverandi stjórnaflokkar séu til viðræðu um að afnema verkfallsréttinn, það voru þessir sömu flokkar sem voru við völd árið 1986 sem afnámu hann. Á móti verða þeir þá að vera tilbúnir að taka tillit til þess hve staða stéttarinnar er og veita okkur mannsæmandi laun fyrir þá vinnu sem við vinnum. Það virðist ekki vera neinn vilji og það sem maður segir hverfur bara einhvernveginn í tómið.“ Baráttufundur SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landsambands lögreglumanna fer fram á morgun, 15.september, í Háskólabíói. Hefst fundurinn kl. 17.00
Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira