Innlent

Tveimur erlendum ferðamönnum bjargað úr sjálfheldu í klettabelti við Fláajökul

Gissur Sigurðsson skrifar
Ekkert amaði að mönnunum nema hvað þeir voru blautir og kaldir.
Ekkert amaði að mönnunum nema hvað þeir voru blautir og kaldir. vísir/stefán
Björgunarsveitarmenn frá Höfn í Hornafirði björguðu tveimur erlendum ferðamönnum úr sjálfheldu í klettabelti við Fláajökul á Mýrum, í grennd við Höfn í gærkvöldi.

Þeir lentu í ógöngum  eftir að skyggja tók í gærkvöldi og hringdu eftir hjálp. Ferðamennirnir gátu gefið upp nákvæma GPS staðsetningu og fóru níu björgunarmenn á vettvang. 

Greiðlega gekk að komast að örðum  manninum og hjálpa honum niður, en hinn var á klettasyllu í 300 metra hæð og komst hvergi.

Einn björgunarmannanna seig niður að honum og tókst á koma á hann sigbelti og línu og gat hann upp úr því fikrað sig niður í fylgd björgunarmanna og komst niður á láglendi rétt fyrir miðnætti.

Ekkert amaði að mönnunum nema hvað þeir voru blautir og kaldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×