Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 12:00 Píratar mælast aftur út af þingi og Samfylkingin bætir vð sig í fyrsta sinn í hálft ár. Samfylkingin fengi 16 þingmenn yrði þetta niðurstaða kosninganna. Vísir Samfylkingin bætir við sig tæpum þremur prósentustigum á einni viku samkvæmt nýrri viðhorfskönnun Maskínu. Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur bæta hvor um sig við sig einu prósentustigi. Sósíalistar tapa fylgi en haldast inni á þingi. Samfylkingin mælist nú með 22,7 prósenta fylgi en mældist í síðustu könnun Maskínu með 20,1 prósent og bætir töluvert við sig. Eftir að hafa verið á niðurleið í könnunum síðan í maí bætir flokkurinn í fyrsta sinn við sig milli kannana og mælist nú með sama fylgi og 18. október. Könnunin var gerð dagana 15. til 20. nóvember og tóku 1.400 þátt. Brotthvarf Þórðar Snæs gæti verið vinsælt Þórður Snær Júlíusson frambjóðandi Samfylkingarinnar tilkynnti á laugardag að hann ætli ekki að taka þingsæti hljóti hann kjör í komandi þingkosningum, vegna gamalla bloggskrifa hans sem vöktu reiði margra. „Það kann vel að vera að þetta skýri eitthvað. Það var farið að tala um að konur hefðu snúið baki við flokknum út af þessu en það segir, niðurbrotið í þessari könnun, að það séu hlutfallslega fleiri konur en kallar sem ætli að kjósa flokkinn,“ segir Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri en tæp 23 prósent kvenna sem svara könnuninni ætla að kjósa flokkinn. Viðreisn er enn á flugi og bætir við sig heilu prósentustigi milli kannana, fer úr 19,9 prósentum í 20,9. Enn er marktækur munur á henni og Sjálfstæðisflokki, sem bætir við sig 1,2 prósentum og er nú í 14,6. „Mér finnst þegar ég horfi á þetta að Viðreisn sé að ná stöðugleika einhvers staðar í kringum 20 prósent. Um og rétt undir því. Þetta hljóta að vera jákvæð tíðindi fyrir Viðreisn. Þegar við horfum á Sjálfstæðisflokkinn er hann, horfandi á þessa könnun og þær sem á undan hafa komið, er hann ekki að ná spyrnu upp á við og virðist ekki ætla að ná mikið meira en 14 prósent.“ Gengur hvorki né rekur hjá VG Litlar eða engar breytingar eru á fylgi Miðflokks, Flokks fólksins, Vinstri grænna, Lýðræðisflokks og Ábyrgrar Framtíðar. „VG, þau virðast bara vera frosin föst í kring um 3 - 3,5 prósentin og það virðist ekkert benda til að þau nái 5prósentum. Þó þau næðu manni inn á einum stað.“ Framsókn missir nokkuð fylgi, fer úr 7,3 prósentum í 5,9 milli vikna og eftir stórt stökk í síðustu viku tapa Sósíalistar rúmu prósentustigi - fara úr 6,3 prósentum í 5. Maskína „Framsókn er enn á lífi í þessari könnun ef við horfum á fimm prósentin. En þeir eru ekki að bæta við sig, þeir eru frekar að missa miðað við síðustu kannanir. Það er ekert jákvætt að frétta upp úr þessu fyrir Framsóknarmenn,“ segir Grétar Þór. Hann segir ekki endilega að góðar mælingar síðustu viku hjá Sósíalistum hafi verið afbrigði, enda hafi þeir mælst um sex prósentin í könnunum Prósents og Gallup líka. „Það dregur mjög nærri kosningum og miðað við þetta eru þeir ekki alveg að halda því. Þeir eru á fimm prósentunum, þannig að þeir eru hvergi nærri öruggir.“ Samfylking og Viðreisn nálægt meirihluta Píratar detta út af þingi samkvæmt könnuninni, fara úr 5,1 prósenti í 4,3. Grétar bendir á að þeir hafi oft mælst með meira fylgi en skilar sér upp úr kjörkössunum. „Þannig að það er spurning hvort það sé ekki smá ástæða til að hafa áhyggjur, hvort þeir þurfi ekki að fara að spýta í lófana ef ekki á að fara illa,“ segir Grétar. Miðað við þingstyrk á landsvísu myndi Samfylkingin fá 16 þingsæti, Viðreisn 15, Sjálfstæðisflokkurinn tíu, Miðflokkur níu, Flokkur fólksins 6, Framsóknarflokkurinn fjóra og Sósíalistaflokkurinn þrjá. „Það er orðið ansi nálægt því að Samfylking og Viðreisn nái meiri hluta þingsæta. Þau eru með 31 þingsæti saman þannig að þau þurfa þá einn partner í viðbót, ennþá allavega, til að geta myndað ríkisstjórn,“ segir Grétar. Það sé alls ekki útilokað að VG og Píratar fái kjördæmakjörna þingmenn, sem myndi breyta reikningsdæminu talsvert. „Ef Píratar líka kæmust inn með 5 prósentin og fengju þrjá jöfnunarmenn, þá er spurning hvort flokkarnir sem eru sterkir á landsbyggðinni fái einn mann gefins jafnvel á kostnað Samfylkingar eða Viðreisnar. Við sáum það í kosningunum 2013 hvernig það getur farið.“ Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir í um tvær vikur. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður heimsótti Holtagarða í kvöldfréttunum en þar er utankjörfundaratkvæðagreiðsla haldin fyrir höfuðborgarsvæðið. 20. nóvember 2024 23:01 Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56 Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Enn dalar fylgi Samfylkingarinnar samkvæmt niðurstöðum nýrrar kosningaspár úr smiðju Metils. Þær benda einnig til þess að hvorki Píratar, Sósíalistar né Vinstri græn nái manni inn á þing í komandi kosningum. 16. nóvember 2024 17:33 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Samfylkingin mælist nú með 22,7 prósenta fylgi en mældist í síðustu könnun Maskínu með 20,1 prósent og bætir töluvert við sig. Eftir að hafa verið á niðurleið í könnunum síðan í maí bætir flokkurinn í fyrsta sinn við sig milli kannana og mælist nú með sama fylgi og 18. október. Könnunin var gerð dagana 15. til 20. nóvember og tóku 1.400 þátt. Brotthvarf Þórðar Snæs gæti verið vinsælt Þórður Snær Júlíusson frambjóðandi Samfylkingarinnar tilkynnti á laugardag að hann ætli ekki að taka þingsæti hljóti hann kjör í komandi þingkosningum, vegna gamalla bloggskrifa hans sem vöktu reiði margra. „Það kann vel að vera að þetta skýri eitthvað. Það var farið að tala um að konur hefðu snúið baki við flokknum út af þessu en það segir, niðurbrotið í þessari könnun, að það séu hlutfallslega fleiri konur en kallar sem ætli að kjósa flokkinn,“ segir Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri en tæp 23 prósent kvenna sem svara könnuninni ætla að kjósa flokkinn. Viðreisn er enn á flugi og bætir við sig heilu prósentustigi milli kannana, fer úr 19,9 prósentum í 20,9. Enn er marktækur munur á henni og Sjálfstæðisflokki, sem bætir við sig 1,2 prósentum og er nú í 14,6. „Mér finnst þegar ég horfi á þetta að Viðreisn sé að ná stöðugleika einhvers staðar í kringum 20 prósent. Um og rétt undir því. Þetta hljóta að vera jákvæð tíðindi fyrir Viðreisn. Þegar við horfum á Sjálfstæðisflokkinn er hann, horfandi á þessa könnun og þær sem á undan hafa komið, er hann ekki að ná spyrnu upp á við og virðist ekki ætla að ná mikið meira en 14 prósent.“ Gengur hvorki né rekur hjá VG Litlar eða engar breytingar eru á fylgi Miðflokks, Flokks fólksins, Vinstri grænna, Lýðræðisflokks og Ábyrgrar Framtíðar. „VG, þau virðast bara vera frosin föst í kring um 3 - 3,5 prósentin og það virðist ekkert benda til að þau nái 5prósentum. Þó þau næðu manni inn á einum stað.“ Framsókn missir nokkuð fylgi, fer úr 7,3 prósentum í 5,9 milli vikna og eftir stórt stökk í síðustu viku tapa Sósíalistar rúmu prósentustigi - fara úr 6,3 prósentum í 5. Maskína „Framsókn er enn á lífi í þessari könnun ef við horfum á fimm prósentin. En þeir eru ekki að bæta við sig, þeir eru frekar að missa miðað við síðustu kannanir. Það er ekert jákvætt að frétta upp úr þessu fyrir Framsóknarmenn,“ segir Grétar Þór. Hann segir ekki endilega að góðar mælingar síðustu viku hjá Sósíalistum hafi verið afbrigði, enda hafi þeir mælst um sex prósentin í könnunum Prósents og Gallup líka. „Það dregur mjög nærri kosningum og miðað við þetta eru þeir ekki alveg að halda því. Þeir eru á fimm prósentunum, þannig að þeir eru hvergi nærri öruggir.“ Samfylking og Viðreisn nálægt meirihluta Píratar detta út af þingi samkvæmt könnuninni, fara úr 5,1 prósenti í 4,3. Grétar bendir á að þeir hafi oft mælst með meira fylgi en skilar sér upp úr kjörkössunum. „Þannig að það er spurning hvort það sé ekki smá ástæða til að hafa áhyggjur, hvort þeir þurfi ekki að fara að spýta í lófana ef ekki á að fara illa,“ segir Grétar. Miðað við þingstyrk á landsvísu myndi Samfylkingin fá 16 þingsæti, Viðreisn 15, Sjálfstæðisflokkurinn tíu, Miðflokkur níu, Flokkur fólksins 6, Framsóknarflokkurinn fjóra og Sósíalistaflokkurinn þrjá. „Það er orðið ansi nálægt því að Samfylking og Viðreisn nái meiri hluta þingsæta. Þau eru með 31 þingsæti saman þannig að þau þurfa þá einn partner í viðbót, ennþá allavega, til að geta myndað ríkisstjórn,“ segir Grétar. Það sé alls ekki útilokað að VG og Píratar fái kjördæmakjörna þingmenn, sem myndi breyta reikningsdæminu talsvert. „Ef Píratar líka kæmust inn með 5 prósentin og fengju þrjá jöfnunarmenn, þá er spurning hvort flokkarnir sem eru sterkir á landsbyggðinni fái einn mann gefins jafnvel á kostnað Samfylkingar eða Viðreisnar. Við sáum það í kosningunum 2013 hvernig það getur farið.“
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir í um tvær vikur. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður heimsótti Holtagarða í kvöldfréttunum en þar er utankjörfundaratkvæðagreiðsla haldin fyrir höfuðborgarsvæðið. 20. nóvember 2024 23:01 Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56 Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Enn dalar fylgi Samfylkingarinnar samkvæmt niðurstöðum nýrrar kosningaspár úr smiðju Metils. Þær benda einnig til þess að hvorki Píratar, Sósíalistar né Vinstri græn nái manni inn á þing í komandi kosningum. 16. nóvember 2024 17:33 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir í um tvær vikur. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður heimsótti Holtagarða í kvöldfréttunum en þar er utankjörfundaratkvæðagreiðsla haldin fyrir höfuðborgarsvæðið. 20. nóvember 2024 23:01
Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Enn dalar fylgi Samfylkingarinnar samkvæmt niðurstöðum nýrrar kosningaspár úr smiðju Metils. Þær benda einnig til þess að hvorki Píratar, Sósíalistar né Vinstri græn nái manni inn á þing í komandi kosningum. 16. nóvember 2024 17:33