Innlent

Björgunarsveitir sóttu einn fótbrotinn og annan örmagna

Bjarki Ármannsson skrifar
Björgunarsveitir frá Blönduósi og Skagaströnd sóttu á tíunda tímanum í gærkvöldi mann sem fótbrotnaði við neðri brúna yfir Laxá í Refasveit.
Björgunarsveitir frá Blönduósi og Skagaströnd sóttu á tíunda tímanum í gærkvöldi mann sem fótbrotnaði við neðri brúna yfir Laxá í Refasveit.
Björgunarsveitir frá Blönduósi og Skagaströnd sóttu á tíunda tímanum í gærkvöldi mann sem fótbrotnaði við neðri brúna yfir Laxá í Refasveit. Bera þurfti manninn þangað sem sjúkrabíll beið hans til að flytja hann undir læknishendur. Gekk verkið vel og var maðurinn kominn í bílinn rétt fyrir klukkan tíu.

Þá aðstoðuðu sveitir á Austurlandi í nótt gangnamann sem hringdi í Neyðarlínu um klukkan eitt og óskaði eftir aðstoð þar sem hann var örmagna. Var maðurinn þá staddur við leitir í grennd við Hjaltastaðakirkju á Héraði. Maðurinn var fluttur með fjórhjóli að bíl björgunarsveitar sem beið í Dölum og þaðan að Hjaltastað þar sem sjúkrabíll beið hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×