Tillaga um flutning gæslunnar á Suðurnes flutt á nýjan leik Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. september 2015 13:52 TF-GNÁ gæti verið á leið á Suðurnesin. vísir/vilhelm Þingmenn allra flokka nema Pírata standa að baki þingsályktunartillögu þess efnis að starfssemi Landhelgisgæslu Íslands verði flutt að öllu leiti til Reykjanesbæjar. Tillagan er ekki ný af nálinni en hún hefur verið flutt á fjórum af síðustu sex þingum. Er Ögmundur Jónasson var innanríkisráðherra lét hann Deloitte kanna kostnaðinn við mögulegan flutning. Var niðurstaðan sú að færslan myndi kosta ríkið um 692 milljónir aukalega á ári auk þess að kostnaður við breytingar á Njarðvíkurhöfn myndi nema kvartmilljarði. Hinn aukni rekstrarkostnaður fælist í ferðakostnaði starfsmanna, viðverkuvaktarfyrirkomulagi og nauðsynlegri fjölgun starfsmanna áhafna þyrlnanna.Silja Dögg Gunnarsdóttirvísir/pjeturÍ greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni nú er tekið fram að niðurstöður úttektar Deloitte séu afar umdeildar og er bent á að hún horfi eingöng til fjárhagslegra áhrifa sem séu oft á tíðum háð ákveðinni óvissu. Að auki væri rétt að líta til annarra þátta sem ávinnast til dæmis á sviði öryggismála. Flutningsmenn telja að á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sé til staðar heppileg aðstaða fyrir starfsemi gæslunnar til framtíðar. Þar megi finna húsnæði, flugbrautir, góða hafnaraðstöðu og stoðkerfi sem fullnægi þörfum stofnunarinnar að öllu leiti. Sem stendur sé starfsemi hennar dreifð í leiguhúsnæði á mörgum stöðum, þar með talið á varnarsvæðinu á Ásbrú. Stækkunarmöguleikar séu ekki til staðar á þeim stöðum sem hún sé nú og það sé í alla staði íhentugt. „Með flutningi Landhelgisgæslunnar á Suðurnes mundi ríkisvaldið gera Landhelgisgæsluna að enn öflugri stofnun til hagsbóta fyrir landsmenn alla, aðstaðan fyrir starfsemina yrði mun betri og tryggð til framtíðar og síðast en ekki síst mundi flutningurinn styðja við atvinnuppbyggingu á svæðinu öllu,“ segir í niðurlagi greinargerðarinnar. Þingsályktunartillagan er í talsverði andstöðu við tillögur Norðvestannefndarinnar svokölluðu sem mæltist til þess fyrir áramót að yfir hundrað opinber störf, þar á meðal hluti Landhelgisgæslunnar, yrðu flutt í Skagafjörð.Fyrsti flutningsmaður er Silja Dögg Gunnarsdóttir en einnig standa að tillögunni Páll Valur Björnsson, Páll Jóhann Pálson, Haraldur Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Ásmundur Friðriksson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Þingmenn allra flokka nema Pírata standa að baki þingsályktunartillögu þess efnis að starfssemi Landhelgisgæslu Íslands verði flutt að öllu leiti til Reykjanesbæjar. Tillagan er ekki ný af nálinni en hún hefur verið flutt á fjórum af síðustu sex þingum. Er Ögmundur Jónasson var innanríkisráðherra lét hann Deloitte kanna kostnaðinn við mögulegan flutning. Var niðurstaðan sú að færslan myndi kosta ríkið um 692 milljónir aukalega á ári auk þess að kostnaður við breytingar á Njarðvíkurhöfn myndi nema kvartmilljarði. Hinn aukni rekstrarkostnaður fælist í ferðakostnaði starfsmanna, viðverkuvaktarfyrirkomulagi og nauðsynlegri fjölgun starfsmanna áhafna þyrlnanna.Silja Dögg Gunnarsdóttirvísir/pjeturÍ greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni nú er tekið fram að niðurstöður úttektar Deloitte séu afar umdeildar og er bent á að hún horfi eingöng til fjárhagslegra áhrifa sem séu oft á tíðum háð ákveðinni óvissu. Að auki væri rétt að líta til annarra þátta sem ávinnast til dæmis á sviði öryggismála. Flutningsmenn telja að á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sé til staðar heppileg aðstaða fyrir starfsemi gæslunnar til framtíðar. Þar megi finna húsnæði, flugbrautir, góða hafnaraðstöðu og stoðkerfi sem fullnægi þörfum stofnunarinnar að öllu leiti. Sem stendur sé starfsemi hennar dreifð í leiguhúsnæði á mörgum stöðum, þar með talið á varnarsvæðinu á Ásbrú. Stækkunarmöguleikar séu ekki til staðar á þeim stöðum sem hún sé nú og það sé í alla staði íhentugt. „Með flutningi Landhelgisgæslunnar á Suðurnes mundi ríkisvaldið gera Landhelgisgæsluna að enn öflugri stofnun til hagsbóta fyrir landsmenn alla, aðstaðan fyrir starfsemina yrði mun betri og tryggð til framtíðar og síðast en ekki síst mundi flutningurinn styðja við atvinnuppbyggingu á svæðinu öllu,“ segir í niðurlagi greinargerðarinnar. Þingsályktunartillagan er í talsverði andstöðu við tillögur Norðvestannefndarinnar svokölluðu sem mæltist til þess fyrir áramót að yfir hundrað opinber störf, þar á meðal hluti Landhelgisgæslunnar, yrðu flutt í Skagafjörð.Fyrsti flutningsmaður er Silja Dögg Gunnarsdóttir en einnig standa að tillögunni Páll Valur Björnsson, Páll Jóhann Pálson, Haraldur Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Ásmundur Friðriksson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira