Ungverski tökumaðurinn: Segist hafa verið hrædd og verið að verja sig Atli ísleifsson skrifar 11. september 2015 07:43 Petra László segir eitthvað hafa "brostið innra með sér“ þegar flóttamennirnir ruddust framhjá röð lögreglumanna. Ungverski tökumaðurinn Petra László sem náðist á mynd þar sem hún sparkaði til og brá fæti fyrir flóttamenn við Röszke fyrr í vikunni hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum. Hún segir eitthvað hafa „brostið innra með sér“ þegar flóttamennirnir ruddust framhjá röð lögreglumanna. László var rekin frá stöðinni N1TV eftir að myndir af atvikunum birtust á netinu. Í bréfi til blaðsins Magyar Nemzet segist László hafa verið í áfalli frá því á þriðjudaginn. Hún segist sjálf ekki vera „miskunnarlaus rasisti“ og ekki trúa að hún hafi gert það sem hún gerði. Hún hafi einfaldlega verið gripin hræðslu þegar flóttamennirnir ruddust framhjá lögreglu. „Verið var að taka upp, fleiri hundruð flóttamanna ruddust framhjá lögreglu, og einn þeirra hljóp í áttina að mér og ég varð hrædd. Síðan brast eitthvað innra með mér. Ég hélt að verið væri að ráðast á mig og ég varð að verja mig. Það getur reynst erfitt að taka góðar ákvarðanir þegar fólk er gripið hræðslu,“ segir László. Hún segist reiðubúin að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Hún sé þó ekki miskunnarlaus, rasisti eða tökumaður sem sparki í börn. „Ég á ekki skilið að verða fyrir þessum pólitísku nornaveiðum sem beinast nú gegn mér, eða að verða úthúðuð eða fá líflátshótanir. Ég er einungis atvinnulaus móðir lítilla barna sem tók ranga ákvörðun. Ég biðst innilegrar afsökunar.“ László var rekin frá N1TV eftir að þýski blaðamaðurinn Stephan Richter birti myndskeið af gjörðum hennar í ungverska bænum Röszke við serbnesku landamærin. N1TV er með tengsl við hægriflokkinn Jobbik. Ungverskir saksóknarar segja að mál verði höfðað gegn László.Lage in #Roeszke #Hungary weiter schlimm - Polizei überfordert - Flüchtlinge durchbrechen Polizeikette - Verletzte! pic.twitter.com/GlMGqGwABb— Stephan Richter (@RichterSteph) September 8, 2015 The most shameful moment a journalist has done to #refugees during this refugee wave...#refugeeswelcome pic.twitter.com/FGAIsQy6k6— Balazs Csekö (@balazscseko) September 8, 2015 Tengdar fréttir Ungverskur tökumaður rekinn eftir að hafa brugðið fæti fyrir flóttamenn Atvikið átti sér stað í búðum flóttamanna í Roszke, skammt frá serbnesku landamærunum. 9. september 2015 07:54 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Ungverski tökumaðurinn Petra László sem náðist á mynd þar sem hún sparkaði til og brá fæti fyrir flóttamenn við Röszke fyrr í vikunni hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum. Hún segir eitthvað hafa „brostið innra með sér“ þegar flóttamennirnir ruddust framhjá röð lögreglumanna. László var rekin frá stöðinni N1TV eftir að myndir af atvikunum birtust á netinu. Í bréfi til blaðsins Magyar Nemzet segist László hafa verið í áfalli frá því á þriðjudaginn. Hún segist sjálf ekki vera „miskunnarlaus rasisti“ og ekki trúa að hún hafi gert það sem hún gerði. Hún hafi einfaldlega verið gripin hræðslu þegar flóttamennirnir ruddust framhjá lögreglu. „Verið var að taka upp, fleiri hundruð flóttamanna ruddust framhjá lögreglu, og einn þeirra hljóp í áttina að mér og ég varð hrædd. Síðan brast eitthvað innra með mér. Ég hélt að verið væri að ráðast á mig og ég varð að verja mig. Það getur reynst erfitt að taka góðar ákvarðanir þegar fólk er gripið hræðslu,“ segir László. Hún segist reiðubúin að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Hún sé þó ekki miskunnarlaus, rasisti eða tökumaður sem sparki í börn. „Ég á ekki skilið að verða fyrir þessum pólitísku nornaveiðum sem beinast nú gegn mér, eða að verða úthúðuð eða fá líflátshótanir. Ég er einungis atvinnulaus móðir lítilla barna sem tók ranga ákvörðun. Ég biðst innilegrar afsökunar.“ László var rekin frá N1TV eftir að þýski blaðamaðurinn Stephan Richter birti myndskeið af gjörðum hennar í ungverska bænum Röszke við serbnesku landamærin. N1TV er með tengsl við hægriflokkinn Jobbik. Ungverskir saksóknarar segja að mál verði höfðað gegn László.Lage in #Roeszke #Hungary weiter schlimm - Polizei überfordert - Flüchtlinge durchbrechen Polizeikette - Verletzte! pic.twitter.com/GlMGqGwABb— Stephan Richter (@RichterSteph) September 8, 2015 The most shameful moment a journalist has done to #refugees during this refugee wave...#refugeeswelcome pic.twitter.com/FGAIsQy6k6— Balazs Csekö (@balazscseko) September 8, 2015
Tengdar fréttir Ungverskur tökumaður rekinn eftir að hafa brugðið fæti fyrir flóttamenn Atvikið átti sér stað í búðum flóttamanna í Roszke, skammt frá serbnesku landamærunum. 9. september 2015 07:54 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Ungverskur tökumaður rekinn eftir að hafa brugðið fæti fyrir flóttamenn Atvikið átti sér stað í búðum flóttamanna í Roszke, skammt frá serbnesku landamærunum. 9. september 2015 07:54