Ungverski tökumaðurinn: Segist hafa verið hrædd og verið að verja sig Atli ísleifsson skrifar 11. september 2015 07:43 Petra László segir eitthvað hafa "brostið innra með sér“ þegar flóttamennirnir ruddust framhjá röð lögreglumanna. Ungverski tökumaðurinn Petra László sem náðist á mynd þar sem hún sparkaði til og brá fæti fyrir flóttamenn við Röszke fyrr í vikunni hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum. Hún segir eitthvað hafa „brostið innra með sér“ þegar flóttamennirnir ruddust framhjá röð lögreglumanna. László var rekin frá stöðinni N1TV eftir að myndir af atvikunum birtust á netinu. Í bréfi til blaðsins Magyar Nemzet segist László hafa verið í áfalli frá því á þriðjudaginn. Hún segist sjálf ekki vera „miskunnarlaus rasisti“ og ekki trúa að hún hafi gert það sem hún gerði. Hún hafi einfaldlega verið gripin hræðslu þegar flóttamennirnir ruddust framhjá lögreglu. „Verið var að taka upp, fleiri hundruð flóttamanna ruddust framhjá lögreglu, og einn þeirra hljóp í áttina að mér og ég varð hrædd. Síðan brast eitthvað innra með mér. Ég hélt að verið væri að ráðast á mig og ég varð að verja mig. Það getur reynst erfitt að taka góðar ákvarðanir þegar fólk er gripið hræðslu,“ segir László. Hún segist reiðubúin að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Hún sé þó ekki miskunnarlaus, rasisti eða tökumaður sem sparki í börn. „Ég á ekki skilið að verða fyrir þessum pólitísku nornaveiðum sem beinast nú gegn mér, eða að verða úthúðuð eða fá líflátshótanir. Ég er einungis atvinnulaus móðir lítilla barna sem tók ranga ákvörðun. Ég biðst innilegrar afsökunar.“ László var rekin frá N1TV eftir að þýski blaðamaðurinn Stephan Richter birti myndskeið af gjörðum hennar í ungverska bænum Röszke við serbnesku landamærin. N1TV er með tengsl við hægriflokkinn Jobbik. Ungverskir saksóknarar segja að mál verði höfðað gegn László.Lage in #Roeszke #Hungary weiter schlimm - Polizei überfordert - Flüchtlinge durchbrechen Polizeikette - Verletzte! pic.twitter.com/GlMGqGwABb— Stephan Richter (@RichterSteph) September 8, 2015 The most shameful moment a journalist has done to #refugees during this refugee wave...#refugeeswelcome pic.twitter.com/FGAIsQy6k6— Balazs Csekö (@balazscseko) September 8, 2015 Tengdar fréttir Ungverskur tökumaður rekinn eftir að hafa brugðið fæti fyrir flóttamenn Atvikið átti sér stað í búðum flóttamanna í Roszke, skammt frá serbnesku landamærunum. 9. september 2015 07:54 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Ungverski tökumaðurinn Petra László sem náðist á mynd þar sem hún sparkaði til og brá fæti fyrir flóttamenn við Röszke fyrr í vikunni hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum. Hún segir eitthvað hafa „brostið innra með sér“ þegar flóttamennirnir ruddust framhjá röð lögreglumanna. László var rekin frá stöðinni N1TV eftir að myndir af atvikunum birtust á netinu. Í bréfi til blaðsins Magyar Nemzet segist László hafa verið í áfalli frá því á þriðjudaginn. Hún segist sjálf ekki vera „miskunnarlaus rasisti“ og ekki trúa að hún hafi gert það sem hún gerði. Hún hafi einfaldlega verið gripin hræðslu þegar flóttamennirnir ruddust framhjá lögreglu. „Verið var að taka upp, fleiri hundruð flóttamanna ruddust framhjá lögreglu, og einn þeirra hljóp í áttina að mér og ég varð hrædd. Síðan brast eitthvað innra með mér. Ég hélt að verið væri að ráðast á mig og ég varð að verja mig. Það getur reynst erfitt að taka góðar ákvarðanir þegar fólk er gripið hræðslu,“ segir László. Hún segist reiðubúin að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Hún sé þó ekki miskunnarlaus, rasisti eða tökumaður sem sparki í börn. „Ég á ekki skilið að verða fyrir þessum pólitísku nornaveiðum sem beinast nú gegn mér, eða að verða úthúðuð eða fá líflátshótanir. Ég er einungis atvinnulaus móðir lítilla barna sem tók ranga ákvörðun. Ég biðst innilegrar afsökunar.“ László var rekin frá N1TV eftir að þýski blaðamaðurinn Stephan Richter birti myndskeið af gjörðum hennar í ungverska bænum Röszke við serbnesku landamærin. N1TV er með tengsl við hægriflokkinn Jobbik. Ungverskir saksóknarar segja að mál verði höfðað gegn László.Lage in #Roeszke #Hungary weiter schlimm - Polizei überfordert - Flüchtlinge durchbrechen Polizeikette - Verletzte! pic.twitter.com/GlMGqGwABb— Stephan Richter (@RichterSteph) September 8, 2015 The most shameful moment a journalist has done to #refugees during this refugee wave...#refugeeswelcome pic.twitter.com/FGAIsQy6k6— Balazs Csekö (@balazscseko) September 8, 2015
Tengdar fréttir Ungverskur tökumaður rekinn eftir að hafa brugðið fæti fyrir flóttamenn Atvikið átti sér stað í búðum flóttamanna í Roszke, skammt frá serbnesku landamærunum. 9. september 2015 07:54 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Ungverskur tökumaður rekinn eftir að hafa brugðið fæti fyrir flóttamenn Atvikið átti sér stað í búðum flóttamanna í Roszke, skammt frá serbnesku landamærunum. 9. september 2015 07:54