Leigusalar fela myglusvepp Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2015 07:00 Hólmsteinn segir kröfurnar um leiguhúsnæði vera margfalt minni á Íslandi en í nágrannalöndunum. vísir/vilhelm Fjölmargir leigjendur sem hafa lent í myglusvepp í leiguíbúð sinni hafa þá sögu að segja að leigusali geri ekkert í málinu og að réttindi þeirra séu lítil sem engin. Einnig að leigusalar haldi áfram að leigja út íbúðina, eftir að fyrri leigjendur segja upp leigunni vegna vandans, án þess að bregðast við sveppnum eða láta nýja leigjendur vita af honum. Fréttablaðið hefur talað við nokkra leigjendur sem hafa þessa sögu að segja og eru hluti af fimm hundruð manna hópi þolenda myglusvepps á Facebook. Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna, staðfestir að þessi staða leigjenda sé mjög algeng og að hann hafi margar dæmisögur á borði sínu. Hann segir vissulega standa í leigulögum að leiguíbúðir skuli vera í góðu ástandi en að það skorti allt eftirlit. „Leigjendur eiga að geta leitað til byggingafulltrúa viðkomandi sveitarfélags eða heilbrigðiseftirlitsins en það hefur verið mikil tregða þar til að koma og taka út íbúðir. Menn hafa vísað þessu frá sér og bent á meindýraeyði.“Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri LeigjendasamtakannaEf húsnæðið er dæmt óíbúðarhæft eða tafarlausra úrbóta krafist af eftirlitinu þá skal leigusali skaffa leigutaka sambærilegt húsnæði á meðan úrbótum stendur. „Það er mjög sjaldgæft að þetta fari þann veg,“ segir Hólmsteinn. „Þar af leiðandi er leigutaki réttindalaus og þarf að yfirgefa íbúðina, oft með þriggja mánaða uppsagnarfresti þrátt fyrir að alvarleg veikindi hrjái hann vegna íbúðarinnar. Mörg dæmi eru um að leigusali sparsli svo veggi, pússi og máli og leigi næstu manneskju án þess að láta vita af myglusveppnum.“ Hólmsteinn segir að eftirlit þyrfti að vera reglugerðarbundið og úttektarskylda á íbúðum í útleigu. „Við höfum talað fyrir því í mörg ár. Það vantar leiguvakt sem myndi sinna þessu hlutverki – sem kæmi málum í farveg og gæt fylgst með ástandi leigumarkaðarins.“ Ekki eru margir sem höfða einkamál vegna þessara mála enda kostar það háar fjárhæðir. Hólmsteinn segir vanta opinbert vald sem hægt væri að leita til. „Það er hægt að leita til kærunefndar húsnæðismála en í svona sveppamálum er sönnunarbyrðin ansi stór og dýrt að kalla til sérfræðinga. Jafnvel þótt niðurstaðan yrði jákvæð fyrir leigutaka þá er það ekki bindandi álit.“ Hólmsteinn segir þetta afar útbreitt vandamál á Íslandi og ef sömu kröfur giltu hér og í Noregi og Svíþjóð til að mynda þá þyrfti að loka um það bil þriðjungi leigumarkaðarins. „Heilsufarslega er þetta gríðarlega alvarlegt mál en það er einhver afneitun í gangi. Hér á landi hefur aldrei þótt tiltökumál þótt það sé fúkkalykt í húsnæði en staðreyndin er sú að fúkkalykt er ávísun á að það sé raki einhvers staðar.“ Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fjölmargir leigjendur sem hafa lent í myglusvepp í leiguíbúð sinni hafa þá sögu að segja að leigusali geri ekkert í málinu og að réttindi þeirra séu lítil sem engin. Einnig að leigusalar haldi áfram að leigja út íbúðina, eftir að fyrri leigjendur segja upp leigunni vegna vandans, án þess að bregðast við sveppnum eða láta nýja leigjendur vita af honum. Fréttablaðið hefur talað við nokkra leigjendur sem hafa þessa sögu að segja og eru hluti af fimm hundruð manna hópi þolenda myglusvepps á Facebook. Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna, staðfestir að þessi staða leigjenda sé mjög algeng og að hann hafi margar dæmisögur á borði sínu. Hann segir vissulega standa í leigulögum að leiguíbúðir skuli vera í góðu ástandi en að það skorti allt eftirlit. „Leigjendur eiga að geta leitað til byggingafulltrúa viðkomandi sveitarfélags eða heilbrigðiseftirlitsins en það hefur verið mikil tregða þar til að koma og taka út íbúðir. Menn hafa vísað þessu frá sér og bent á meindýraeyði.“Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri LeigjendasamtakannaEf húsnæðið er dæmt óíbúðarhæft eða tafarlausra úrbóta krafist af eftirlitinu þá skal leigusali skaffa leigutaka sambærilegt húsnæði á meðan úrbótum stendur. „Það er mjög sjaldgæft að þetta fari þann veg,“ segir Hólmsteinn. „Þar af leiðandi er leigutaki réttindalaus og þarf að yfirgefa íbúðina, oft með þriggja mánaða uppsagnarfresti þrátt fyrir að alvarleg veikindi hrjái hann vegna íbúðarinnar. Mörg dæmi eru um að leigusali sparsli svo veggi, pússi og máli og leigi næstu manneskju án þess að láta vita af myglusveppnum.“ Hólmsteinn segir að eftirlit þyrfti að vera reglugerðarbundið og úttektarskylda á íbúðum í útleigu. „Við höfum talað fyrir því í mörg ár. Það vantar leiguvakt sem myndi sinna þessu hlutverki – sem kæmi málum í farveg og gæt fylgst með ástandi leigumarkaðarins.“ Ekki eru margir sem höfða einkamál vegna þessara mála enda kostar það háar fjárhæðir. Hólmsteinn segir vanta opinbert vald sem hægt væri að leita til. „Það er hægt að leita til kærunefndar húsnæðismála en í svona sveppamálum er sönnunarbyrðin ansi stór og dýrt að kalla til sérfræðinga. Jafnvel þótt niðurstaðan yrði jákvæð fyrir leigutaka þá er það ekki bindandi álit.“ Hólmsteinn segir þetta afar útbreitt vandamál á Íslandi og ef sömu kröfur giltu hér og í Noregi og Svíþjóð til að mynda þá þyrfti að loka um það bil þriðjungi leigumarkaðarins. „Heilsufarslega er þetta gríðarlega alvarlegt mál en það er einhver afneitun í gangi. Hér á landi hefur aldrei þótt tiltökumál þótt það sé fúkkalykt í húsnæði en staðreyndin er sú að fúkkalykt er ávísun á að það sé raki einhvers staðar.“
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira