Handbolti

Árni Bragi með tíu mörk í sigri Aftureldingar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Árni Bragi skoraði tíu mörk fyrir Aftureldingu í kvöld.
Árni Bragi skoraði tíu mörk fyrir Aftureldingu í kvöld. vísir/stefán
Afturelding fer vel af stað í Olís-deild karla en Mosfellingar unnu þriggja marka sigur, 24-21, á nýliðum Gróttu á heimavelli í kvöld.

Árni Bragi Eyjólfsson átti stórleik í liði Aftureldingar og skoraði 10 mörk, þar af þrjú úr vítaköstum.

Afturelding, silfurliðið frá síðasta tímabili, var alltaf með undirtökin í leiknum; komst fljótlega í 6-1 og eftir 20 mínútna leik var munurinn sex mörk, 9-3.

Gróttumenn náðu aðeins að laga stöðuna á síðustu 10 mínútunum en staðan í hálfleik var 12-8, Aftureldingu í vil.

Mosfellingar gerðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og náðu aftur sex marka forskoti, 14-8.

Munurinn var 3-5 mörk það sem eftir lifði leiks og Afturelding vann að lokum þriggja marka sigur, 24-21.

Árni Bragi var sem áður sagði markahæstur í liði Aftureldingar með 10 mörk en Pétur Júníusson kom næstur með fimm.

Finnur Ingi Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Gróttu og Viggó Kristjánsson fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×