Óska aftur eftir skýrslu ráðherra um kvikmyndaiðnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2015 20:33 Game of Thrones var tekið upp á Íslandi eins og frægt er. Vísir/VG Ellefu þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks- og framsóknarflokk hafa aftur óskað eftir því að iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggi fram skýrslu um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Sömu þingmenn lögðu fram sömu beiðni á Alþingi þann 8. desember sl. og var hún samþykkt í það skiptið. Skýrslan á að skoða sérstaklega bein og afleidd hagræn áhrif sem kvikmyndagerð hefur á þau svæði og héruð þar sem upptökur fara fram. Segir einnig að sóknartækifærin í þessum málaflokki séu umtalsverð. Guðlaugur Þór Þórðarsson er fyrsti flutningsmaður beiðninnar og segir að tilefni sé til þess að ferðamannaiðnaðurinn njóti góðs af þeirri öflugu kvikmyndagerð sem eigi sér stað á Íslandi og nýta þurfi tækifærin sem sannarlega séu til staðar. „Mér finnst að við ættum að nýta þetta mun betur. Þetta snýst um að nýta tækifærin sem eru í fanginu á okkur. Ég nefni sem dæmi minn gamla heimabæ, Borgarnes. Þar væri hægt að nýta Geirabakarí betur enda var það áberandi í The Secret Life of Walter Mitty.“Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vill að fetað sé í fótspor Nýja-Sjálands Guðlaugur segir að Íslandi eigi til að mynda að horfa til Nýja-Sjálands sem hafi farið í mikið átak til þess að kynna landið sem ferðamannastað og þar hafi kvikmyndagerð spilað lykilhlutverk í kjölfar þess að myndirnar um Hringadróttinssögu voru teknar þar upp. Hægt væri að nýta kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi til þess að dreifa ferðamannastraumnum víðar en á Suðvesturhorninu með því að hvetja framleiðendur til þess að taka upp á stöðum úti á landi sem síðar gætu orðið að vinsælum ferðamannastöðum en í greinargerðinni sem fylgir skýrslubeiðninni segir að erlendar rannsóknir sýni að gera megi ráð fyrir 4-10% aukningu á ferðamannastraumi fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra átti að skila skýrslu í síðasta lagi í mars sl. en Guðlaugur Þór gerir ráð fyrir því að skýrslan sé í vinnslu og að að iðnaðar og viðskiptaráðherra muni skila skýrslunni á yfirstandandi tímabili. Alþingi Game of Thrones Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Ellefu þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks- og framsóknarflokk hafa aftur óskað eftir því að iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggi fram skýrslu um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Sömu þingmenn lögðu fram sömu beiðni á Alþingi þann 8. desember sl. og var hún samþykkt í það skiptið. Skýrslan á að skoða sérstaklega bein og afleidd hagræn áhrif sem kvikmyndagerð hefur á þau svæði og héruð þar sem upptökur fara fram. Segir einnig að sóknartækifærin í þessum málaflokki séu umtalsverð. Guðlaugur Þór Þórðarsson er fyrsti flutningsmaður beiðninnar og segir að tilefni sé til þess að ferðamannaiðnaðurinn njóti góðs af þeirri öflugu kvikmyndagerð sem eigi sér stað á Íslandi og nýta þurfi tækifærin sem sannarlega séu til staðar. „Mér finnst að við ættum að nýta þetta mun betur. Þetta snýst um að nýta tækifærin sem eru í fanginu á okkur. Ég nefni sem dæmi minn gamla heimabæ, Borgarnes. Þar væri hægt að nýta Geirabakarí betur enda var það áberandi í The Secret Life of Walter Mitty.“Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vill að fetað sé í fótspor Nýja-Sjálands Guðlaugur segir að Íslandi eigi til að mynda að horfa til Nýja-Sjálands sem hafi farið í mikið átak til þess að kynna landið sem ferðamannastað og þar hafi kvikmyndagerð spilað lykilhlutverk í kjölfar þess að myndirnar um Hringadróttinssögu voru teknar þar upp. Hægt væri að nýta kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi til þess að dreifa ferðamannastraumnum víðar en á Suðvesturhorninu með því að hvetja framleiðendur til þess að taka upp á stöðum úti á landi sem síðar gætu orðið að vinsælum ferðamannastöðum en í greinargerðinni sem fylgir skýrslubeiðninni segir að erlendar rannsóknir sýni að gera megi ráð fyrir 4-10% aukningu á ferðamannastraumi fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra átti að skila skýrslu í síðasta lagi í mars sl. en Guðlaugur Þór gerir ráð fyrir því að skýrslan sé í vinnslu og að að iðnaðar og viðskiptaráðherra muni skila skýrslunni á yfirstandandi tímabili.
Alþingi Game of Thrones Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira