Marple-málið: „Málatilbúnaður saksóknara stangast á mili mála“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. september 2015 08:00 Marple-málið heldur áfram. Vísir/GVA „Samningarnir sem gerðir voru í máli þessu gátu bæði leitt af sér tap og hagnað,“ sagði Kristín Edwald verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, í munnlegum málflutningi í Marple-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hún lýsti skjólstæðing sinn saklausan af þeirri háttsemi sem hann er ákærður fyrir en Magnúsi er gert að sök að vera hlutdeildarmaður í fjársvikum og að hafa tekið þátt í umboðssvikum. Krafðist Kristín sýknudóms fyrir hans hönd. Skjólstæðingur sinn hafi aðeins komið fram fyrir hönd Marple Holding í málinu og hann hefði ómögulega getað vitað hvað færi fram innan veggja Kaupþings á Íslandi. „Ég tek undir ábendingu Harðar Felix [verjanda Hreiðars Más] varðandi framburð skjólstæðings míns,“ sagði Kristín. Ákæruvaldið hefur gert úr því að framburður Magnúsar og Hreiðars hafi tekið breytingum eftir því sem á rannsókn málsins leið. „Þú þarft ráðrúm til að rifja upp málið og kynna þér skjöl því tengd. Það gerist ekki nema að fletta upp í dagbókum og velta málinu fyrir sér. Það hvernig minnið virkar útskýrir best framburðinn í upphafi. Þetta sannaðist best í vitnaleiðslunum þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins áttu í erfiðleikum með að rifja upp atriði tengd rannsókninni og könnuðust jafn vel ekki við skjöl sem tengdust málinu,“ sagði Kristín.Enginn fjárdráttur átti sér stað Því var mótmælt að fyrir hendi væru skilyrði til að sakfella fyrir fjárdrátt en saksóknari telur að einhliða færslur hafi verði færðar í búning tvíhliða samnings með því að útbúa skjölin á þann veg eftir á. „Til að skjólstæðingur minn geti gerst sekur um hlutdeild í fjárdrætti verður að vera hægt að sakfella aðra fyrir fjárdrátt. Sú staða er ekki upp á teningnum í þessu máli. Það er ekki hægt að reka málið á þeim grundvelli að bókhaldsgögnum sé ábótavant og verður ákæruvaldið að bera hallann af því,“ sagði Kristín. Hún velti einnig upp 143. gr. sakamálalaga en þar segir að sé maður saksóttur fyrir fleiri en eitt brot skuli gera það í einu máli, eftir því sem unnt er. Á tímabili hafi fjögur mál verið rekin gegn skjólstæðingi sínum á sama tíma sem tafið hafi afgreiðslu mála mikið. Til að mynda hafi Marple-málið frestast þar sem stóra markaðsmisnotkunarmálið var flutt í vor en aðalmeðferð þess tók fimm vikur.Meðferðin farin að bitna harkalega á skjólstæðingi henna „Þetta hefur einnig gert það að verkum að málatilbúnaður saksóknarans stangast á við sjálfan sig milli mála. Í máli því sem rekið var í vor var Magnúsi gert að sök að hafa reynt að keyra verð á hlutabréfum bankans upp þar sem hagsmunir hans hafi verið að bankinn stæði sem best á pappírunum. Mánuðum síðar er hann sakaður um að hjálpa við það að stela átta milljörðum af sama banka. Þetta hefði mátt koma í veg fyrir með að reka málin saman,“ sagði Kristín. Magnús hefur þegar hafið afplánun fyrir dóm sem hann hlaut í Al-Thani málinu. Þar sem markaðsmisnotkunarmálið var flutt eftir að hann hóf afplánun var hann vistaður í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á meðan aðalmeðferð þess máls stóð yfir. „Þegar ég var í laganámi starfaði ég sem sumarstarfsmaður hjá Fangelsismálastofnun og strax þá var nefnd á vegum Evrópuráðsins byrjuð að benda á að aðbúnaður þar væri óboðlegur. Hann er í raun ekki mönnum bjóðandi. Skjólstæðingur minn þurfti að dvelja þar þar sem yfirvöld gátu ekki boðið upp á mannsæmandi aðstæður sökum máls sem vel hefði verið hægt að flytja samhliða öðru máli. Sem betur fer er þar þó gott starfsfólk,“ sagði Kristín. „Meðferðin er farin að bitna harkalega á honum.“Leiðrétt 10.44. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að Kristín Edwald hefði verið sumarstarfsmaður í Hegningarhúsinu. Það er rangt. Hið rétta er að hún starfaði hjá Fangelsismálastofnun. Þetta hefur verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á rangfærslunni. Tengdar fréttir Marple-málið: Dómstólar eiga ekki að taka þátt í að sefa reiði almennings Sigurður G. Guðjónsson segir helsta tilgang sérstaks saksóknara vera að „hengja bankamenn til þerris“ til friða fólkið sem mótmælti á Austurvelli í árslok 2008. 10. september 2015 19:30 Marple-málið: Peningarnir fóru úr hægri vasanum í þann vinstri Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði "hróplegt ósamræmi“ í málatilbúnaði sérstaks saksóknara. 10. september 2015 18:00 Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
„Samningarnir sem gerðir voru í máli þessu gátu bæði leitt af sér tap og hagnað,“ sagði Kristín Edwald verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, í munnlegum málflutningi í Marple-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hún lýsti skjólstæðing sinn saklausan af þeirri háttsemi sem hann er ákærður fyrir en Magnúsi er gert að sök að vera hlutdeildarmaður í fjársvikum og að hafa tekið þátt í umboðssvikum. Krafðist Kristín sýknudóms fyrir hans hönd. Skjólstæðingur sinn hafi aðeins komið fram fyrir hönd Marple Holding í málinu og hann hefði ómögulega getað vitað hvað færi fram innan veggja Kaupþings á Íslandi. „Ég tek undir ábendingu Harðar Felix [verjanda Hreiðars Más] varðandi framburð skjólstæðings míns,“ sagði Kristín. Ákæruvaldið hefur gert úr því að framburður Magnúsar og Hreiðars hafi tekið breytingum eftir því sem á rannsókn málsins leið. „Þú þarft ráðrúm til að rifja upp málið og kynna þér skjöl því tengd. Það gerist ekki nema að fletta upp í dagbókum og velta málinu fyrir sér. Það hvernig minnið virkar útskýrir best framburðinn í upphafi. Þetta sannaðist best í vitnaleiðslunum þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins áttu í erfiðleikum með að rifja upp atriði tengd rannsókninni og könnuðust jafn vel ekki við skjöl sem tengdust málinu,“ sagði Kristín.Enginn fjárdráttur átti sér stað Því var mótmælt að fyrir hendi væru skilyrði til að sakfella fyrir fjárdrátt en saksóknari telur að einhliða færslur hafi verði færðar í búning tvíhliða samnings með því að útbúa skjölin á þann veg eftir á. „Til að skjólstæðingur minn geti gerst sekur um hlutdeild í fjárdrætti verður að vera hægt að sakfella aðra fyrir fjárdrátt. Sú staða er ekki upp á teningnum í þessu máli. Það er ekki hægt að reka málið á þeim grundvelli að bókhaldsgögnum sé ábótavant og verður ákæruvaldið að bera hallann af því,“ sagði Kristín. Hún velti einnig upp 143. gr. sakamálalaga en þar segir að sé maður saksóttur fyrir fleiri en eitt brot skuli gera það í einu máli, eftir því sem unnt er. Á tímabili hafi fjögur mál verið rekin gegn skjólstæðingi sínum á sama tíma sem tafið hafi afgreiðslu mála mikið. Til að mynda hafi Marple-málið frestast þar sem stóra markaðsmisnotkunarmálið var flutt í vor en aðalmeðferð þess tók fimm vikur.Meðferðin farin að bitna harkalega á skjólstæðingi henna „Þetta hefur einnig gert það að verkum að málatilbúnaður saksóknarans stangast á við sjálfan sig milli mála. Í máli því sem rekið var í vor var Magnúsi gert að sök að hafa reynt að keyra verð á hlutabréfum bankans upp þar sem hagsmunir hans hafi verið að bankinn stæði sem best á pappírunum. Mánuðum síðar er hann sakaður um að hjálpa við það að stela átta milljörðum af sama banka. Þetta hefði mátt koma í veg fyrir með að reka málin saman,“ sagði Kristín. Magnús hefur þegar hafið afplánun fyrir dóm sem hann hlaut í Al-Thani málinu. Þar sem markaðsmisnotkunarmálið var flutt eftir að hann hóf afplánun var hann vistaður í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á meðan aðalmeðferð þess máls stóð yfir. „Þegar ég var í laganámi starfaði ég sem sumarstarfsmaður hjá Fangelsismálastofnun og strax þá var nefnd á vegum Evrópuráðsins byrjuð að benda á að aðbúnaður þar væri óboðlegur. Hann er í raun ekki mönnum bjóðandi. Skjólstæðingur minn þurfti að dvelja þar þar sem yfirvöld gátu ekki boðið upp á mannsæmandi aðstæður sökum máls sem vel hefði verið hægt að flytja samhliða öðru máli. Sem betur fer er þar þó gott starfsfólk,“ sagði Kristín. „Meðferðin er farin að bitna harkalega á honum.“Leiðrétt 10.44. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að Kristín Edwald hefði verið sumarstarfsmaður í Hegningarhúsinu. Það er rangt. Hið rétta er að hún starfaði hjá Fangelsismálastofnun. Þetta hefur verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á rangfærslunni.
Tengdar fréttir Marple-málið: Dómstólar eiga ekki að taka þátt í að sefa reiði almennings Sigurður G. Guðjónsson segir helsta tilgang sérstaks saksóknara vera að „hengja bankamenn til þerris“ til friða fólkið sem mótmælti á Austurvelli í árslok 2008. 10. september 2015 19:30 Marple-málið: Peningarnir fóru úr hægri vasanum í þann vinstri Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði "hróplegt ósamræmi“ í málatilbúnaði sérstaks saksóknara. 10. september 2015 18:00 Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Marple-málið: Dómstólar eiga ekki að taka þátt í að sefa reiði almennings Sigurður G. Guðjónsson segir helsta tilgang sérstaks saksóknara vera að „hengja bankamenn til þerris“ til friða fólkið sem mótmælti á Austurvelli í árslok 2008. 10. september 2015 19:30
Marple-málið: Peningarnir fóru úr hægri vasanum í þann vinstri Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði "hróplegt ósamræmi“ í málatilbúnaði sérstaks saksóknara. 10. september 2015 18:00
Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19