Marple-málið: Dómstólar eiga ekki að taka þátt í að sefa reiði almennings Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. september 2015 19:30 Úr dómsal við málsmeðferð Marple-málsins. Vísir/GVA „Það er ekki of seint fyrir ákæruvaldið að láta málið gegn skjólstæðingi mínum niður falla. Það verður of seint þegar það er dómtekið,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, í munnlegum málflutningi í málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Guðný Arna, sem er fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, er ákærð fyrir sex milljarða fjárdrátt í félagi við Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra bankans, og umboðssvik sem nema tveimur milljörðum til viðbótar. Guðný Arna hefur neitað allri sök í málinu. „Guðný hefur haldið í sama framburð frá upphafi. Hún þekkti ekki til Marple og það eru engin gögn sem benda til þess að svo hafi ekki verið. Saknæmisskilyrði fjárdráttarákvæðisins og ákvæðisins um umboðssvik fela bæði í sér almennan ásetning og aukinn auðgunarásetning. Þú þarft að vita hvert peningarnir eru að renna. Hvernig í ósköpunum er það mögulegt ef þú þekkir ekki félagið sem féð rennur til?“ spurði Sigurður.Verið að draga blásaklausamanneskju fyrir dóm Verjandinn sagði óumdeilt í málinu að fjármunafærslurnar tvær, sem ákært er fyrir í fyrri tveimur ákæruliðunum, hafi verið framkvæmdar af undirmönnum Guðnýjar samkvæmt tilmælum hennar. Hún hafi fengið sín fyrirmæli frá sínum yfirmanni, Hreiðari Má Sigurðssyni, og hann hafi aldrei neitað því að hafa gefið fyrirmælin. Máli sínu til stuðnings las Sigurður upp úr bréfi sem Hreiðar Már sendi sérstökum saksóknara tíu mánuðum áður en ákæra í máli því sem nú er til meðferðar var gefin út. Þar ritar Hreiðar að Guðný Arna hafi hvorki haft ákvörðunarvald um viðskiptin né hafi hún komið að þeim í reynd. Hún hafi aðeins fylgt fyrirmælum undirritaðs, Hreiðars Más. Einnig benti Sigurður á tölvupóst frá Bjarka Diego, fyrrverandi útlánastjóra Kaupþings samstæðunnar, sem hann taldi sýna svart á hvítu að sennilega hefði Marple aldrei verið í eigu Skúla Þorvaldssonar. Póstur þessi varð ekki partur af málinu fyrr en á fimmtudeginum fyrir sléttri viku og hefur harðlega verið sett út á þá háttan mála af hálfu verjenda málsins. „Hér er verið að þvæla algjörlega saklausum einstaklingi í gegnum málahöld og ég skil ekki hvers vegna. Mér dettur helst í hug að það hafi verið gert þar sem innri endurskoðandi bankans sakaði fólk um einhverja bókhaldsfimleika sem á auðvitað ekki við nokkur rök að styðjast,“ sagði Sigurður.„Myndirðu skilja eftir rafræna slóð er þú ert að hylja brot?“ Ákæruvaldið hefur ítrekað bent á að gögn tengd annars vegar kaup- og söluréttarsamningi frá október 2007 og hins vegar framvirkum gjaldmiðlasamningi í maí 2008 séu ekki nægilega nákvæm. Sigurður benti á að staðlarnir sem bókhaldsgögn þyrftu að uppfylla varðandi innri og ytri endurskoðun væru ekki þeir sömu. „Að auki er til fjöldi tölvupósta tengdum þessum færslum sem Guðný Arna sendi á fólk sem starfaði í kringum sig. Ef þú hefðir framið lögbrot og værir að reyna að fela það, mundirðu þá skilja eftir þig rafræna slóð um allan banka? Það lá engin leynd yfir þessum færslum,“ staðhæfði Sigurður. „Það er hreinlega ekkert í þessu máli. Það er ekkert vitni sem getur borið um að skjólstæðingur minn hafi haft auðgunarásetning um að valda Kaupþingi verulegu tjóni. Þetta mál er svo einfalt að það þarf hreinlega ekki að hafa fleiri orð um það. Það er ekki hægt að refsa henni nema viðhafa einherja stórkostlega lagalega loftfimleika,“ sagði Sigurður sem flutti mál sitt blaðlaust og spígsporaði fyrir framan pontuna.Rannsókn málsins og dráttur þess næg refsing Eftir að hafa sagt að það væri ekkert meira um málið að segja talaði Sigurður í um tuttugu mínútur. Hann benti á að í bókhaldi Kaupþings mætti greinilega sjá að hægt væri að rekja færslurnar til yfirstjórnarsafnsins og að hægt væri að rekja þær til samninga sem hafi verið gerðir. Slíkt ætti að vera fullnægjandi. „Ef það fer svo ólíklega, ég hreinlega get ekki hugsað þá hugsun til enda, að dómurinn telji Guðnýju Örnu seka þá er ekki nokkur glóra í því að setja hana í fangelsi í fjögur eða fimm ár eins og ákærandinn virðist óska,“ sagði Sigurður og var mikið niðri fyrir. Rannsókn málsins hafi hafist í apríl 2010 og síðan þá hafi skjólstæðingur hennar haft málið vomandi yfir sér auk þess að sími hennar hafi verið hleraður. Að hafa málið hangandi yfir sér í fimm ár væri eitt og sér alveg næg refsing. Það væri ansi þungur baggi að bera ofan á það að missa vinnuna, þurfa að flytja úr landi og vera eltur þangað af fyrri vinnuveitanda til að fá fullnustu á kröfu sem slitastjórnin veit fullkomlega að hún getur ekki borgað.Ekkert tjón varð og skaðabótakrafan því marklaus „Það er búið að berstrípa skjólstæðing minn í nafni réttlætisins. Réttlætis sem hófst með setningu laga um sérstakan saksóknara,“ sagði Sigurður. Þau lög sagði hann eingöngu vera til þess að hengja bankamenn til þerris til að sefa reiðina sem átti sér stað á Austurvelli í kjölfar hrunsins. „Dómstólar eiga ekki að taka þátt í svona dellu. Þeir eiga að vernda borgarann fyrir ofvaldi ríkis og framkvæmdavalds. Nú þegar er búið að þurrka menn nóg til að sefa almenning. Allt hefur verið gert til að gera þeim lífið ömurlegt,“ sagði Sigurður. Að endingu sagði hann að um skaðabótakröfu Kaupþings á hendur skjólstæðings síns þyrfti ekki að fjalla. Það væri alveg kýrskýrt að ekkert tjón hefði orðið og ef að svo væri væri engin orsakatengsl að finna á milli háttsemi Guðnýjar Örnu og tjónsins. Tengdar fréttir Marple-málið: Peningarnir fóru úr hægri vasanum í þann vinstri Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði "hróplegt ósamræmi“ í málatilbúnaði sérstaks saksóknara. 10. september 2015 18:00 Marple-málið: Frammíköll verjenda í vitnaleiðslum Séu sakborningar teknir með í reikninginn voru vel á þriðja tug manns yfirheyrðir í dómsal vegna málsins. 9. september 2015 13:46 Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Það er ekki of seint fyrir ákæruvaldið að láta málið gegn skjólstæðingi mínum niður falla. Það verður of seint þegar það er dómtekið,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, í munnlegum málflutningi í málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Guðný Arna, sem er fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, er ákærð fyrir sex milljarða fjárdrátt í félagi við Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra bankans, og umboðssvik sem nema tveimur milljörðum til viðbótar. Guðný Arna hefur neitað allri sök í málinu. „Guðný hefur haldið í sama framburð frá upphafi. Hún þekkti ekki til Marple og það eru engin gögn sem benda til þess að svo hafi ekki verið. Saknæmisskilyrði fjárdráttarákvæðisins og ákvæðisins um umboðssvik fela bæði í sér almennan ásetning og aukinn auðgunarásetning. Þú þarft að vita hvert peningarnir eru að renna. Hvernig í ósköpunum er það mögulegt ef þú þekkir ekki félagið sem féð rennur til?“ spurði Sigurður.Verið að draga blásaklausamanneskju fyrir dóm Verjandinn sagði óumdeilt í málinu að fjármunafærslurnar tvær, sem ákært er fyrir í fyrri tveimur ákæruliðunum, hafi verið framkvæmdar af undirmönnum Guðnýjar samkvæmt tilmælum hennar. Hún hafi fengið sín fyrirmæli frá sínum yfirmanni, Hreiðari Má Sigurðssyni, og hann hafi aldrei neitað því að hafa gefið fyrirmælin. Máli sínu til stuðnings las Sigurður upp úr bréfi sem Hreiðar Már sendi sérstökum saksóknara tíu mánuðum áður en ákæra í máli því sem nú er til meðferðar var gefin út. Þar ritar Hreiðar að Guðný Arna hafi hvorki haft ákvörðunarvald um viðskiptin né hafi hún komið að þeim í reynd. Hún hafi aðeins fylgt fyrirmælum undirritaðs, Hreiðars Más. Einnig benti Sigurður á tölvupóst frá Bjarka Diego, fyrrverandi útlánastjóra Kaupþings samstæðunnar, sem hann taldi sýna svart á hvítu að sennilega hefði Marple aldrei verið í eigu Skúla Þorvaldssonar. Póstur þessi varð ekki partur af málinu fyrr en á fimmtudeginum fyrir sléttri viku og hefur harðlega verið sett út á þá háttan mála af hálfu verjenda málsins. „Hér er verið að þvæla algjörlega saklausum einstaklingi í gegnum málahöld og ég skil ekki hvers vegna. Mér dettur helst í hug að það hafi verið gert þar sem innri endurskoðandi bankans sakaði fólk um einhverja bókhaldsfimleika sem á auðvitað ekki við nokkur rök að styðjast,“ sagði Sigurður.„Myndirðu skilja eftir rafræna slóð er þú ert að hylja brot?“ Ákæruvaldið hefur ítrekað bent á að gögn tengd annars vegar kaup- og söluréttarsamningi frá október 2007 og hins vegar framvirkum gjaldmiðlasamningi í maí 2008 séu ekki nægilega nákvæm. Sigurður benti á að staðlarnir sem bókhaldsgögn þyrftu að uppfylla varðandi innri og ytri endurskoðun væru ekki þeir sömu. „Að auki er til fjöldi tölvupósta tengdum þessum færslum sem Guðný Arna sendi á fólk sem starfaði í kringum sig. Ef þú hefðir framið lögbrot og værir að reyna að fela það, mundirðu þá skilja eftir þig rafræna slóð um allan banka? Það lá engin leynd yfir þessum færslum,“ staðhæfði Sigurður. „Það er hreinlega ekkert í þessu máli. Það er ekkert vitni sem getur borið um að skjólstæðingur minn hafi haft auðgunarásetning um að valda Kaupþingi verulegu tjóni. Þetta mál er svo einfalt að það þarf hreinlega ekki að hafa fleiri orð um það. Það er ekki hægt að refsa henni nema viðhafa einherja stórkostlega lagalega loftfimleika,“ sagði Sigurður sem flutti mál sitt blaðlaust og spígsporaði fyrir framan pontuna.Rannsókn málsins og dráttur þess næg refsing Eftir að hafa sagt að það væri ekkert meira um málið að segja talaði Sigurður í um tuttugu mínútur. Hann benti á að í bókhaldi Kaupþings mætti greinilega sjá að hægt væri að rekja færslurnar til yfirstjórnarsafnsins og að hægt væri að rekja þær til samninga sem hafi verið gerðir. Slíkt ætti að vera fullnægjandi. „Ef það fer svo ólíklega, ég hreinlega get ekki hugsað þá hugsun til enda, að dómurinn telji Guðnýju Örnu seka þá er ekki nokkur glóra í því að setja hana í fangelsi í fjögur eða fimm ár eins og ákærandinn virðist óska,“ sagði Sigurður og var mikið niðri fyrir. Rannsókn málsins hafi hafist í apríl 2010 og síðan þá hafi skjólstæðingur hennar haft málið vomandi yfir sér auk þess að sími hennar hafi verið hleraður. Að hafa málið hangandi yfir sér í fimm ár væri eitt og sér alveg næg refsing. Það væri ansi þungur baggi að bera ofan á það að missa vinnuna, þurfa að flytja úr landi og vera eltur þangað af fyrri vinnuveitanda til að fá fullnustu á kröfu sem slitastjórnin veit fullkomlega að hún getur ekki borgað.Ekkert tjón varð og skaðabótakrafan því marklaus „Það er búið að berstrípa skjólstæðing minn í nafni réttlætisins. Réttlætis sem hófst með setningu laga um sérstakan saksóknara,“ sagði Sigurður. Þau lög sagði hann eingöngu vera til þess að hengja bankamenn til þerris til að sefa reiðina sem átti sér stað á Austurvelli í kjölfar hrunsins. „Dómstólar eiga ekki að taka þátt í svona dellu. Þeir eiga að vernda borgarann fyrir ofvaldi ríkis og framkvæmdavalds. Nú þegar er búið að þurrka menn nóg til að sefa almenning. Allt hefur verið gert til að gera þeim lífið ömurlegt,“ sagði Sigurður. Að endingu sagði hann að um skaðabótakröfu Kaupþings á hendur skjólstæðings síns þyrfti ekki að fjalla. Það væri alveg kýrskýrt að ekkert tjón hefði orðið og ef að svo væri væri engin orsakatengsl að finna á milli háttsemi Guðnýjar Örnu og tjónsins.
Tengdar fréttir Marple-málið: Peningarnir fóru úr hægri vasanum í þann vinstri Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði "hróplegt ósamræmi“ í málatilbúnaði sérstaks saksóknara. 10. september 2015 18:00 Marple-málið: Frammíköll verjenda í vitnaleiðslum Séu sakborningar teknir með í reikninginn voru vel á þriðja tug manns yfirheyrðir í dómsal vegna málsins. 9. september 2015 13:46 Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Marple-málið: Peningarnir fóru úr hægri vasanum í þann vinstri Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði "hróplegt ósamræmi“ í málatilbúnaði sérstaks saksóknara. 10. september 2015 18:00
Marple-málið: Frammíköll verjenda í vitnaleiðslum Séu sakborningar teknir með í reikninginn voru vel á þriðja tug manns yfirheyrðir í dómsal vegna málsins. 9. september 2015 13:46
Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19