Viðskipti innlent

Wow ætlar að tvöfalda sætaframboð í Ameríkuflugi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skúli Mogensen segir að Wow ætli að tvöfalda sætaframboð sitt í Ameríkuflugi.
Skúli Mogensen segir að Wow ætli að tvöfalda sætaframboð sitt í Ameríkuflugi.
Síðan WOW air hóf áætlunarflug til Boston hefur fjöldi farþega frá Boston til Íslands aukist um 130% en þá eru ekki meðtaldir tengifarþegar sem halda áfram með vélum félagsins til áfangastaða í Evrópu.

Á sama tíma hafa fargjöld almennt lækkað á flugleiðinni um 30% síðan WOW air hóf flug til Boston, að því er fram kemur í tilkynningu frá Wow air. Það sem af er ári er heildarfjöldi farþega með flugfélaginu frá Bandaríkjunum 72 þúsund farþegar. Miðað við tölur um meðalkortaveltu ferðamanna þá má ætla að þessi aukning hafi skilað nærri 1 milljarði íslenskra króna í þjóðarbúið á þeim stutta tíma sem félagið hefur flogið til Boston.

„Það er frábært að geta haldið áfram að lækka flugverð eins og raun ber vitni líka til Norður-Ameríku eins og við höfum þegar gert til áfangastaða okkar í Evrópu. Það er augljóst hvað samkeppni er mikilvæg og skilar sér beint til neytenda. Byggt á þessum góðu viðtökum mun WOW air rúmlega tvöfalda sætaframboð sitt til og frá Norður-Ameríku á næsta ári með tilkomu nýrra áfangastaða“ segir Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri flugfélagsins í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×