Innlent

Sækja hrakinn göngumann skammt frá Landmannalaugum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og mun flytja björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu á staðinn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og mun flytja björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu á staðinn. Vísir/Vilhelm
Uppfært klukkan 14:00: Björgunarsveitir fylgja nú göngumanni með ofkælingu í Landmannalaugar. Fyrstu fregnir af vettvangi voru ekki nákvæmar; konan og maðurinn voru bæði ein á ferð og kom konan að manninum sem var mjög hrakinn og kaldur. Hringdi hún í Neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð.

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um hádegisbil í dag til að sækja manninn.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var jafnframt kölluð út og mun flytja björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu á staðinn. Þá eru landverðir í Landmannalaugum, sem eru björgunarsveitakonur, einnig á leið á staðinn.

Nær látlaust hefur rignt á Laugaveginum síðastliðna þrjá sólarhringa samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þá hefur svæðið ekki farið varhluta af þeim tveimur lægðum sem gengið hafa yfir landið seinustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×