Innlent

Nýtt tjald á leiðinni upp

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Tryggvi
Verið er að setja upp nýtt tjald við Háskóla Íslands, fyrir Októberfest Stúdentaráðs háskólans sem hefst í kvöld. Um er að ræða sirkustjald Sirkuss Íslands. 

Stórt tjald sem búið var að setja upp fauk í fyrrinótt og tókst að útvega nýtt tjald í gær. Þó stóð til að dagskrá Októberfest færi af stað klukkan sjö í kvöld, en dagskránni hefur verið frestað til níu.

Svæðið mun þó opna fyrir gestum klukkan hálf níu.

Þá er verið að skoða tryggingarmál varðandi það tjón sem varð í fyrrinótt. Meðal annars urðu skemmdir á bíl Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur. Tryggvi Másson, hagsmuna-og lánasjóðsfulltrúi SHÍ, segir að það muni koma í ljós eftir helgi.

Nú í ár verður notast við þrjú tjöld í stað tveggja eins og áður. Tryggvi segir hátíðina hafa stækkað með hverju ári.


Tengdar fréttir

Staðráðin í að redda nýju tjaldi fyrir Októberfest

Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) hefst á morgun en babb kom í bátinn í nótt þegar risatjald sem sett hafði verið upp tókst á loft í storminum sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×