Myndirnar í aðalverðlaunaflokki RIFF Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 10. september 2015 07:30 Þrestir Rúnars Rúnarssona keppir í aðalverðlaunaflokki hátíðarinnar í ár. Vísir/Vilhelm Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst með pompi og prakt þann 24. þessa mánaðar. Í dag er tilkynnt um hvaða myndir eru í aðalverðlaunaflokki hátíðarinnar, Vitranir. Verkin sem valin eru í flokkinn eiga það sameiginlegt að ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð en þær eiga það að auki sameiginlegt að vera fyrsta eða annað verk leikstjóranna. Alls keppa tólf nýir leikstjórar um aðalverðlaunin, hinn Gullna lunda, og eru allar myndirnar sýndar í fyrsta sinn á Norðurlöndum á hátíðinni. Meðal þeirra mynda sem keppa er Krisha eftir bandaríska leikstjórann Trey Edward Shults. Myndin fjallar um Krisha, sem snýr aftur til fjölskyldu sinnar eftir langvarandi baráttu við Bakkus og afleiðingarnar sem endurkoma hennar hefur á fjölskylduna. Myndin vann til dómnefndar- og áhorfendaverðlauna á South by Southwest-hátíðinni í ár. Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson verður frumsýnd á Íslandi á hátíðinni í ár og tekur einnig þátt í keppnisflokknum. Rúnar er ekki ókunnur flokknum en hann hlaut Gullna lundann árið 2011 fyrir myndina Eldfjall. Einnig verður kanadíska myndin Sleeping Giant eftir Andrew Cividino sýnd. Hún segir frá unglingspilti sem kynnist tveimur frændum í sumarfríi en þegar hann kemst að sársaukafullu leyndarmáli reynir á vinskapinn. Myndin var valin besta verk upprennandi leikstjóra á kvikmyndahátíðinni í München. Að loknum sýningum á myndunum munu leikstjórarnir sitja fyrir svörum. Formaður dómnefndar í ár er Frederik Boyer, sem starfar sem listsrænn stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar í Tribeca og Les Arcs í Frakklandi, Agnes Johansen kvikmyndaframleiðandi, Laufey Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Kvikmyndamiðstöðvar, Dagmar Borelle og Paola Corvino.Hér má sjá þær myndir sem keppa um Gullna lundann:As I Open My Eyes / À peine j'ouvre les yeux - Leyla Bouzid FRA/TUN/BEL/ARETúnis, sumarið 2010, skömmu fyrir byltinguna. Farah er 18 ára. Hún er nýútskrifuð og fjölskyldan vonast til að hún fari í læknanám. Farah er ekki jafnviss; hún syngur í pólitískri rokkhljómsveit, elskar lífið og að detta í það. Hún kannar ástina og stórborgina að næturlagi, allt í óþökk móður sinnar sem gjörþekkir Túnis og hættur hennar.Babai – Visar Morina KOS/DEU Nori er útsjónarsamur tíu ára drengur sem framfleytir sér með því að selja vindlinga á götum Kósóvó ásamt föður sínum Gesim. Hart er í ári og þegar feðgarnir hafa ekki í nein hús að venda heldur Gesim til Þýskalands í von um betra líf. Nori er staðráðinn í að fylgja föður sínum og heldur einn síns liðs í hættuför gegnum Evrópu í leit að honum. Barash - Michal Vinik ISR Þegar ný stelpa með öðruvísi hágreiðslu byrjar í skólanum breytist líf Na’ama Barash. Hún er 17 ára og grútleiðist úthverfalífið með fjölskyldu sinni. Nýja stelpan kynnir hana aftur á móti fyrir spennandi heimi fíkniefna, lesbía og kynlífs. Skyndilega er lífið spennandi og allar hugmyndir hennar um heiminn gætu breyst.Krisha – Trey Edwars Shults USA Krisha snýr aftur til fjölskyldu sinnar eftir langa baráttu við fíkn. Það sem hefst sem fallegur vitnisburður um vilja og getu fjölskyldunnar til að fyrirgefa snýst fljótt upp í andhverfu sína þegar gömul sár rifna upp og gremja brýst upp á yfirborðið. Vann bæði dómnefndar- og áhorfendaverðlaun á South by Southwest hátíðinni 2015. Mediterranea - Jonas Carpignano ITA/FRA/USA/DEU/QAT Tveir vinir ferðast frá Burkina Faso til Ítalíu í leit að betra lífi. En líf innflytjandans er erfiðara en þeir bjuggust við. Ayiva aðlagast vel og er boðinn velkominn á heimili vinnuveitanda síns. Abas þarf hins vegar að glima við mun erfiðari aðstæður. Myndin hlaut ‘One Future’ verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í München.Motherland / Ana Yurdu - Senem Tüzen TUR/GRC Þegar Nesrin snýr aftur í þorp foreldra sinna til að ljúka við skáldsöguna sína og uppfylla drauminn um að verða rithöfundur bankar íhaldssöm móðir hennar óvænt upp á og neitar að fara. Mæðgurnar neyðast því til að horfast í augu við myrkrið í sálu hvorrar annarrar. Myndin hlaut verðlaun í Istanbúl og Thessaloniki meðan hún var enn á þróunarstigi.Sleeping Giant – Andrew Cividino CANSumarfríið verður heldur líflegra þegar táningurinn Adam vingast við frændurna Riley og Nate sem sukka og stökkva fram af klettum. Þegar upp kemst um sársaukafullt leyndarmál reynir mjög á vinskapinn og drengirnir verða aldrei samir. Valin besta myndin eftir upprennandi leikstjóra á kvikmyndahátíðinni í München.Slow West - John McClean GBR/NZLJay er ungur Skoti sem ferðast þvert yfir Bandaríkin í leit að Rose, konunni sem hann elskar. Á ferð sinni kynnist hann útlaganum Silas sem slæst í för með honum sem leiðsögumaður. Jay veit ekki að Rose er eftirlýst og fé sett til höfuðs henni, lífs eða liðinni. Myndin vann dómnefndarverðlaunin á Sundance kvikmyndahátíðinni 2015.Þrestir – Rúnar Rúnarsson ICE/DEN/CROÞrestir er dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Síðasta mynd Rúnars, Eldfjall, vann til 18 stórverðlauna um heim allan og þar á meðal hlaut hún Gullna lundann á RIFF árið 2011.The Here After / Efterskalv - Magnus von Horn SWE/POLJohn snýr aftur á heimili föður síns eftir dvöl í fangelsi fyrir ástríðuglæp sem hann framdi sem bráðlátur unglingur. Nú vill hann snúa baki við fortíðinni og reyna að aðlagast að nýju samfélaginu sem hann kvaddi með svo afdrifaríkum hætti nokkrum árum fyrr. En það eru ekki allir jafn tilbúnir til að fyrirgefa. We Monsters / Wir Monster - Sebastian Ko GERSkömmu eftir að Paul og Christine skilja gera þau sér grein fyrir áhrifunum á unglingsdóttur þeirra Söruh. Hún verður óstýrilát og vís til alls, meðal annars að myrða bestu vinkonu sína. Þau reyna að vernda dóttur sína með því að hylma yfir glæp hennar. Þannig sameinast fjölskyldan á ný en sektarkennd, lygar og launráð varða veg þeirra til glötunar. Wednesday May 9 / Chaharshanbeh, 19 Ordibehesht - Vahid Jalilvand IRA Óvenjuleg auglýsing í dagblaði í Tehran stefnir saman aragrúa fólks sem telur að auglýsingin sé lausn vandamála sinna. Lögreglan tekur við að dreifa mannfjöldanum og ná stjórn á stöðunni. En tvær konur í hópnum ætla ekki að gefast upp. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst með pompi og prakt þann 24. þessa mánaðar. Í dag er tilkynnt um hvaða myndir eru í aðalverðlaunaflokki hátíðarinnar, Vitranir. Verkin sem valin eru í flokkinn eiga það sameiginlegt að ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð en þær eiga það að auki sameiginlegt að vera fyrsta eða annað verk leikstjóranna. Alls keppa tólf nýir leikstjórar um aðalverðlaunin, hinn Gullna lunda, og eru allar myndirnar sýndar í fyrsta sinn á Norðurlöndum á hátíðinni. Meðal þeirra mynda sem keppa er Krisha eftir bandaríska leikstjórann Trey Edward Shults. Myndin fjallar um Krisha, sem snýr aftur til fjölskyldu sinnar eftir langvarandi baráttu við Bakkus og afleiðingarnar sem endurkoma hennar hefur á fjölskylduna. Myndin vann til dómnefndar- og áhorfendaverðlauna á South by Southwest-hátíðinni í ár. Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson verður frumsýnd á Íslandi á hátíðinni í ár og tekur einnig þátt í keppnisflokknum. Rúnar er ekki ókunnur flokknum en hann hlaut Gullna lundann árið 2011 fyrir myndina Eldfjall. Einnig verður kanadíska myndin Sleeping Giant eftir Andrew Cividino sýnd. Hún segir frá unglingspilti sem kynnist tveimur frændum í sumarfríi en þegar hann kemst að sársaukafullu leyndarmáli reynir á vinskapinn. Myndin var valin besta verk upprennandi leikstjóra á kvikmyndahátíðinni í München. Að loknum sýningum á myndunum munu leikstjórarnir sitja fyrir svörum. Formaður dómnefndar í ár er Frederik Boyer, sem starfar sem listsrænn stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar í Tribeca og Les Arcs í Frakklandi, Agnes Johansen kvikmyndaframleiðandi, Laufey Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Kvikmyndamiðstöðvar, Dagmar Borelle og Paola Corvino.Hér má sjá þær myndir sem keppa um Gullna lundann:As I Open My Eyes / À peine j'ouvre les yeux - Leyla Bouzid FRA/TUN/BEL/ARETúnis, sumarið 2010, skömmu fyrir byltinguna. Farah er 18 ára. Hún er nýútskrifuð og fjölskyldan vonast til að hún fari í læknanám. Farah er ekki jafnviss; hún syngur í pólitískri rokkhljómsveit, elskar lífið og að detta í það. Hún kannar ástina og stórborgina að næturlagi, allt í óþökk móður sinnar sem gjörþekkir Túnis og hættur hennar.Babai – Visar Morina KOS/DEU Nori er útsjónarsamur tíu ára drengur sem framfleytir sér með því að selja vindlinga á götum Kósóvó ásamt föður sínum Gesim. Hart er í ári og þegar feðgarnir hafa ekki í nein hús að venda heldur Gesim til Þýskalands í von um betra líf. Nori er staðráðinn í að fylgja föður sínum og heldur einn síns liðs í hættuför gegnum Evrópu í leit að honum. Barash - Michal Vinik ISR Þegar ný stelpa með öðruvísi hágreiðslu byrjar í skólanum breytist líf Na’ama Barash. Hún er 17 ára og grútleiðist úthverfalífið með fjölskyldu sinni. Nýja stelpan kynnir hana aftur á móti fyrir spennandi heimi fíkniefna, lesbía og kynlífs. Skyndilega er lífið spennandi og allar hugmyndir hennar um heiminn gætu breyst.Krisha – Trey Edwars Shults USA Krisha snýr aftur til fjölskyldu sinnar eftir langa baráttu við fíkn. Það sem hefst sem fallegur vitnisburður um vilja og getu fjölskyldunnar til að fyrirgefa snýst fljótt upp í andhverfu sína þegar gömul sár rifna upp og gremja brýst upp á yfirborðið. Vann bæði dómnefndar- og áhorfendaverðlaun á South by Southwest hátíðinni 2015. Mediterranea - Jonas Carpignano ITA/FRA/USA/DEU/QAT Tveir vinir ferðast frá Burkina Faso til Ítalíu í leit að betra lífi. En líf innflytjandans er erfiðara en þeir bjuggust við. Ayiva aðlagast vel og er boðinn velkominn á heimili vinnuveitanda síns. Abas þarf hins vegar að glima við mun erfiðari aðstæður. Myndin hlaut ‘One Future’ verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í München.Motherland / Ana Yurdu - Senem Tüzen TUR/GRC Þegar Nesrin snýr aftur í þorp foreldra sinna til að ljúka við skáldsöguna sína og uppfylla drauminn um að verða rithöfundur bankar íhaldssöm móðir hennar óvænt upp á og neitar að fara. Mæðgurnar neyðast því til að horfast í augu við myrkrið í sálu hvorrar annarrar. Myndin hlaut verðlaun í Istanbúl og Thessaloniki meðan hún var enn á þróunarstigi.Sleeping Giant – Andrew Cividino CANSumarfríið verður heldur líflegra þegar táningurinn Adam vingast við frændurna Riley og Nate sem sukka og stökkva fram af klettum. Þegar upp kemst um sársaukafullt leyndarmál reynir mjög á vinskapinn og drengirnir verða aldrei samir. Valin besta myndin eftir upprennandi leikstjóra á kvikmyndahátíðinni í München.Slow West - John McClean GBR/NZLJay er ungur Skoti sem ferðast þvert yfir Bandaríkin í leit að Rose, konunni sem hann elskar. Á ferð sinni kynnist hann útlaganum Silas sem slæst í för með honum sem leiðsögumaður. Jay veit ekki að Rose er eftirlýst og fé sett til höfuðs henni, lífs eða liðinni. Myndin vann dómnefndarverðlaunin á Sundance kvikmyndahátíðinni 2015.Þrestir – Rúnar Rúnarsson ICE/DEN/CROÞrestir er dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Síðasta mynd Rúnars, Eldfjall, vann til 18 stórverðlauna um heim allan og þar á meðal hlaut hún Gullna lundann á RIFF árið 2011.The Here After / Efterskalv - Magnus von Horn SWE/POLJohn snýr aftur á heimili föður síns eftir dvöl í fangelsi fyrir ástríðuglæp sem hann framdi sem bráðlátur unglingur. Nú vill hann snúa baki við fortíðinni og reyna að aðlagast að nýju samfélaginu sem hann kvaddi með svo afdrifaríkum hætti nokkrum árum fyrr. En það eru ekki allir jafn tilbúnir til að fyrirgefa. We Monsters / Wir Monster - Sebastian Ko GERSkömmu eftir að Paul og Christine skilja gera þau sér grein fyrir áhrifunum á unglingsdóttur þeirra Söruh. Hún verður óstýrilát og vís til alls, meðal annars að myrða bestu vinkonu sína. Þau reyna að vernda dóttur sína með því að hylma yfir glæp hennar. Þannig sameinast fjölskyldan á ný en sektarkennd, lygar og launráð varða veg þeirra til glötunar. Wednesday May 9 / Chaharshanbeh, 19 Ordibehesht - Vahid Jalilvand IRA Óvenjuleg auglýsing í dagblaði í Tehran stefnir saman aragrúa fólks sem telur að auglýsingin sé lausn vandamála sinna. Lögreglan tekur við að dreifa mannfjöldanum og ná stjórn á stöðunni. En tvær konur í hópnum ætla ekki að gefast upp.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira