Haukur Helgi til Þýskalands Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. september 2015 13:09 Haukur Helgi Pálsson tekur slaginn í Þýskalandi næstu vikurnar. vísir/valli Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, er búinn að finna sér lið, en hann er að ganga frá sex vikna samningi við þýska 1. deildar liðið Mitteldeutscher BC. Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, spilaði með MBC í fyrra og fyrir tveimur árum, en yfirgaf þýska félagið og spilar nú í Grikklandi. „Ég fékk tilboð í morgun um að fara út í sex vikur sem geta orðið átta vikur og svo er möguleiki á að klára tímabilið ef ég stend mig vel,“ segir Haukur Helgi í samtali við Vísi. MBC varð fyrir því áfalli að missa lykilmann í meiðsli og á Haukur Helgi að fylla hans skarð næstu vikurnar. Hann verður hjá MBC í 6-8 vikur en gæti svo klárað tímabilið ef þýska félagið vill halda honum. „Ég fer bara út í nótt og svo er fyrsti leikur á laugardaginn. Þarna fæ ég allavega að æfa með góðu liði og keppa á móti góðum liðum. Það eru allavega meiri möguleikar fyrir mig að skrifa undir hjá liði úti með því að spila þarna heldur en að vera hérna heima og gera ekki neitt,“ segir Haukur Helgi sem hefur tröllatrú á að hann geti heillað menn hjá MBC. „Ég fer bara þarna út og læt eins og ég sé bestur. Það er eina leiðin,“ segir hann. Haukur Helgi var á leið í viðræður við nokkur íslensk félög áður en tilboðið kom í morgun. „Ég var á leið á fund með nokkrum liðum hér heima í dag en svo kom þetta tilboð bara klukkan sjö í morgun. Ég hringdi í öll liðin og þau óskuðu mér góðs gengis. Þau vildu helst að ég færi út,“ segir Haukur Helgi Pálsson. Haukur Helgi spilað með LF Basket í Svíþjóð á síðustu leiktíð þar sem hann stóð sig vel, en hann var svo einn af bestu mönnum Íslands á EM í Berlín sem kláraðist fyrr í þessum mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, er búinn að finna sér lið, en hann er að ganga frá sex vikna samningi við þýska 1. deildar liðið Mitteldeutscher BC. Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, spilaði með MBC í fyrra og fyrir tveimur árum, en yfirgaf þýska félagið og spilar nú í Grikklandi. „Ég fékk tilboð í morgun um að fara út í sex vikur sem geta orðið átta vikur og svo er möguleiki á að klára tímabilið ef ég stend mig vel,“ segir Haukur Helgi í samtali við Vísi. MBC varð fyrir því áfalli að missa lykilmann í meiðsli og á Haukur Helgi að fylla hans skarð næstu vikurnar. Hann verður hjá MBC í 6-8 vikur en gæti svo klárað tímabilið ef þýska félagið vill halda honum. „Ég fer bara út í nótt og svo er fyrsti leikur á laugardaginn. Þarna fæ ég allavega að æfa með góðu liði og keppa á móti góðum liðum. Það eru allavega meiri möguleikar fyrir mig að skrifa undir hjá liði úti með því að spila þarna heldur en að vera hérna heima og gera ekki neitt,“ segir Haukur Helgi sem hefur tröllatrú á að hann geti heillað menn hjá MBC. „Ég fer bara þarna út og læt eins og ég sé bestur. Það er eina leiðin,“ segir hann. Haukur Helgi var á leið í viðræður við nokkur íslensk félög áður en tilboðið kom í morgun. „Ég var á leið á fund með nokkrum liðum hér heima í dag en svo kom þetta tilboð bara klukkan sjö í morgun. Ég hringdi í öll liðin og þau óskuðu mér góðs gengis. Þau vildu helst að ég færi út,“ segir Haukur Helgi Pálsson. Haukur Helgi spilað með LF Basket í Svíþjóð á síðustu leiktíð þar sem hann stóð sig vel, en hann var svo einn af bestu mönnum Íslands á EM í Berlín sem kláraðist fyrr í þessum mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira