Lögreglan á Suðurnesjum var um helgina kölluð út vegna skemmda sem unnar höfðu verið innanborðs á flugvél Icelandair.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að vélin var að koma frá Portland.
„Búið var að krota, að líkindum með tússpenna, á innréttingar salerna í vélinni. Voru sjáanlegar skemmdir á skápum á þremur salernum sem staðsett eru fyrir miðu vélarinnar.“
Lögreglan rannsakar málið.
Innlent