Viðskipti innlent

Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans

Birgir Olgeirsson skrifar
Björgólfur Guðmundsson er fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans.
Björgólfur Guðmundsson er fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans. Vísir/Vilhelm
Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður bankans í Lúxemborg, eru meðal þeirra níu einstaklinga sem eru ákærðir af rannsóknardómara í Frakklandi í tengslum við rannsókn á lánum sem bankinn veitti í Lúxemborg fyrir hrun.

Fréttastofa RÚV greinir frá ákærunni nú í kvöld. Greint var frá því síðasta haust að franskur rannsóknardómari, Renaud van Ruymbeke, hefði lánin til rannsóknar og að nímenningarnir væru grunaðir um fjársvik og samningsbrot.

Rannsóknin tók fimm mánuði. Að því er RÚV greinir frá, hófst rannsóknin eftir að fjöldi viðskiptavina Landsbankans í Lúxemborg leitaði réttar síns vegna lána sem tekin voru hjá bankanum fyrir hrun. Þeir sögðu farir sínar ekki sléttar af innheimtu lánanna eftir hrun.

Meðal annarra sem eru ákærðir í málinu eru þrír fyrrverandi yfirmenn Landsbankans í Lúxemborg, Daninn Torben Bjerregaard Jensen, Svíinn Olle Lindfors og Belginn Failly Vincent, sem allir voru ákærðir fyrir fjársvik af sama dómara í byrjun síðasta árs. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×