Erlent

Ræða áætlun undir hatti AGS

Christine Lagarde
Christine Lagarde mynd/epa
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), fundaði um helgina með Alexander Lúkasjenkó, forseta Hvíta-Rússlands. Þau fóru yfir efnahagsástandið í landinu og ræddu möguleikana á að koma á fót umbótaáætlun með stuðningi AGS.

Talsmaður sjóðsins segir að La­garde fagni áföngum sem náðst hafi nýlega við að styrkja umgjörð stefnumótunar í Hvíta-Rússlandi, en leggi áherslu á að víðtækari endurskipulagningar sé þörf, með stuðningi á æðstu stöðum, til þess að endurheimta stöðugleika og sjálfbæran hagvöxt í landinu. Í þeim efnum skipti máli tilmæli í nýlegri heimsókn sendinefndar sjóðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×