Vann fyrir tvö ráðuneyti í einu Sveinn Arnarsson skrifar 28. september 2015 07:45 Skemmtiferðaskip á Ísafirði LC ráðgjöf ehf, sem vann verkefni vegna læsis skólabarna fyrir Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra, ráðlagði á sama tíma Ragnheiði Elínu Árnadóttur ferðamálaráðherra um nýja ferðamálastefnu. Eigandi fyrirtækisins og annar starfsmaður er fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/pjétur Fyrirtækið LC Ráðgjöf ehf., í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem vann að læsisverkefni mennta- og menningarmálaráðherra fyrir tæpar tólf milljónir króna, vann á sama tíma verkefni fyrir atvinnuvegaráðuneytið um stefnumótun í ferðaþjónustu. Hefur fyrirtækið fengið greiddar 17,2 milljónir króna fyrir að vinna að ferðamálastefnu Íslands.Ragnheiður Elín Árnadóttir, Atvinnuvega og nýsköpunarráðherraFréttablaðið greindi frá því á föstudag að fyrirtækið hefði gert tvo aðskilda samninga við mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna verkefnis um læsi, annars vegar í september 2014 og hins vegar í febrúar. Í þeim samningum, sem hljóða upp á samtals 11,6 milljónir, var talað um vinnu frá september til loka desember 2014 annars vegar, og frá febrúar til júlí árið 2015 hins vegar. Sú vinna skarast við vinnu fyrirtækisins um ferðamálastefnu fyrir atvinnuvegaráðuneytið. Þar var hlutverk fyrirtækisins að vinna að stefnumótun og greiningu á stöðu ferðamála á Íslandi. Greiddi atvinnuvegaráðuneytið 1,7 milljónir til fyrirtækisins í hverjum mánuði, alls átta greiðslur, en einnig fékk fyrirtækið eina milljón króna við undirritun.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræðiGreitt var fyrsta hvers mánaðar, frá september til apríl. Eins og í samningum við menntamálaráðuneytið er skrifað undir samninginn löngu eftir að vinna er hafin við verkið, eða í þessu tilfelli þriðja nóvember. Því hefur fyrirtækið starfað fyrir tvö ráðuneyti síðasta árið hið minnsta og fengið greitt fyrir það 28,8 milljónir króna. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnvöldum sé skylt að gera kaup á þjónustu yfir 150 þúsund krónum opinber. Birgitta Jónsdóttir fagnar slíku frumvarpi sem myndi þýða að svona samningar yrðu gerðir opinberir. „Það skiptir miklu máli að allir landsmenn sjái hvernig málum er háttað og ég tel eðlilegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þessa samninga“.Guðfinna Bjarnadóttir, eigandi LC ráðgjafarGrétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir tengsl Guðfinnu við Sjálfstæðisflokkinn óneitanlega gera þetta tortryggilegt. „Það getur vel verið að þetta sé innan allra reglna en það er svolítið pólitískt svell að semja svona við fyrrverandi liðsfélaga án þess að leita tilboða. Menn ættu í ríkara mæli að leita tilboða við sem flestum verkum,“ segir Grétar Þór. Guðfinna Bjarnadóttir hefur rekið ráðgjafarfyrirtæki frá árinu 1986. Hún var rektor Háskólans í Reykjavík þar til hún settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 og sat þar í tvö ár. Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Fyrirtækið LC Ráðgjöf ehf., í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem vann að læsisverkefni mennta- og menningarmálaráðherra fyrir tæpar tólf milljónir króna, vann á sama tíma verkefni fyrir atvinnuvegaráðuneytið um stefnumótun í ferðaþjónustu. Hefur fyrirtækið fengið greiddar 17,2 milljónir króna fyrir að vinna að ferðamálastefnu Íslands.Ragnheiður Elín Árnadóttir, Atvinnuvega og nýsköpunarráðherraFréttablaðið greindi frá því á föstudag að fyrirtækið hefði gert tvo aðskilda samninga við mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna verkefnis um læsi, annars vegar í september 2014 og hins vegar í febrúar. Í þeim samningum, sem hljóða upp á samtals 11,6 milljónir, var talað um vinnu frá september til loka desember 2014 annars vegar, og frá febrúar til júlí árið 2015 hins vegar. Sú vinna skarast við vinnu fyrirtækisins um ferðamálastefnu fyrir atvinnuvegaráðuneytið. Þar var hlutverk fyrirtækisins að vinna að stefnumótun og greiningu á stöðu ferðamála á Íslandi. Greiddi atvinnuvegaráðuneytið 1,7 milljónir til fyrirtækisins í hverjum mánuði, alls átta greiðslur, en einnig fékk fyrirtækið eina milljón króna við undirritun.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræðiGreitt var fyrsta hvers mánaðar, frá september til apríl. Eins og í samningum við menntamálaráðuneytið er skrifað undir samninginn löngu eftir að vinna er hafin við verkið, eða í þessu tilfelli þriðja nóvember. Því hefur fyrirtækið starfað fyrir tvö ráðuneyti síðasta árið hið minnsta og fengið greitt fyrir það 28,8 milljónir króna. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnvöldum sé skylt að gera kaup á þjónustu yfir 150 þúsund krónum opinber. Birgitta Jónsdóttir fagnar slíku frumvarpi sem myndi þýða að svona samningar yrðu gerðir opinberir. „Það skiptir miklu máli að allir landsmenn sjái hvernig málum er háttað og ég tel eðlilegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þessa samninga“.Guðfinna Bjarnadóttir, eigandi LC ráðgjafarGrétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir tengsl Guðfinnu við Sjálfstæðisflokkinn óneitanlega gera þetta tortryggilegt. „Það getur vel verið að þetta sé innan allra reglna en það er svolítið pólitískt svell að semja svona við fyrrverandi liðsfélaga án þess að leita tilboða. Menn ættu í ríkara mæli að leita tilboða við sem flestum verkum,“ segir Grétar Þór. Guðfinna Bjarnadóttir hefur rekið ráðgjafarfyrirtæki frá árinu 1986. Hún var rektor Háskólans í Reykjavík þar til hún settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 og sat þar í tvö ár.
Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Guðfinna Bjarnadóttir var fengin án auglýsingar til að stýra verkefni um eflingu læsis barna fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ráðuneytið greiddi fyrirtæki í eigu hennar og eiginmanns hennar 11,6 milljónir króna. 25. september 2015 07:00