Uppbótartíminn: FH-ingar í sjöunda himni | Myndbönd 27. september 2015 15:54 FH-ingar eru vel að Íslandsmeistaratitlinum komnir. vísir/þórdís Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fór fram í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. FH tryggði sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil með 2-1 sigri á Fjölni. KR staðfesti Evrópusætið og sendi Leikni í leiðinni niður um deild. Blikar geirnegldu annað sætið með sigri á Eyjamönnum sem eru hólpnir. Hermann Hreiðarsson lét reka sig út af í annað sinn á tímabilinu þegar Fylkir og Víkingur gerðu markalaust jafntefli og Skagamenn héldu hreinu í fjórða leiknum í röð þegar þeir unnu 1-0 sigur á Val. Og Stjörnumenn niðurlægðu Keflvíkinga á Samsung-vellinum.Umfjöllun og viðtöl úr leikjum umferðarinnar:FH 2-1 FjölnirLeiknir 0-2 KRStjarnan 7-0 KeflavíkBreiðablik 1-0 ÍBVVíkingur 0-0 FylkirÍA 1-0 ValurÁrmann Smári og félagar í vörn ÍA hafa haldið hreinu í fjórum leikjum í röð.vísir/vilhelmGóð umferð fyrir ...... FH-inga Auðvelt val. Fimleikafélagið er Íslandsmeistari í sjöunda sinn en allir þessir sjö titlar hafa unnist á síðustu 12 árum. Það var mikil pressa á FH-ingum fyrir mót og þeir þurftu að hafa mikið fyrir því að landa þessum titli en það tókst á endanum. Eftir 1-3 tapið fyrir KR í 12. umferð hafa FH-ingar verið óstöðvandi og unnið átta af síðustu níu leikjum sínum. Þeir eru vel að þessum titli komnir.... vörn ÍA Skagamenn héldu hreinu í fjórða leiknum í röð þegar þeir unnu 1-0 sigur á Val í miklum rokleik á Skaganum. Akurnesingar hafa verið vaxandi í allt sumar og geta vel við unað enda búnir að tryggja sér áframhaldandi sæti í efstu deild. Ármann Smári Björnsson hefur átt sitt besta tímabil í langan tíma og bundið Skagavörnina saman og fyrir aftan hana hefur Árni Snær Ólafsson átt gott sumar.... Guðjón Baldvinsson Guðjón skoraði sína aðra þrennu í efstu deild þegar Stjörnumenn kjöldrógu fallna Keflvíkinga á Samsung-vellinum. Guðjón var lengi í gang eftir að hann kom frá Nordsjælland um mitt sumar en hefur verið að hitna að undanförnu og er kominn með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum Stjörnunnar sem hefur fengið 10 stig úr þessum fjórum leikjum og haldið þrisvar sinnum hreinu í röð. Sumarið er vonbrigði en Stjörnumenn geta farið nokkuð brattir inn í undirbúningstímabilið eftir góðan endasprett.Keflvíkingar hafa fengið á sig 59 mörk í sumar.vísir/antonVond umferð ...... vörn og markmann Keflavíkur Keflavík fékk á sig sjö mörk gegn Stjörnunni og jafnaði um leið vafasamt met Víkinga frá 1993 en engin lið hafa fengið á sig fleiri mörk á einu tímabili en þau, eða 59 mörk. Keflavík hefur aldrei haldið hreinu í sumar og tvívegis fengið á sig sjö mörk í leik. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann B. Guðmundsson ákváðu að setja Sigmar Inga Sigurðarson í markið gegn Stjörnunni en sú ákvörðun var gagnrýnd í Pepsi-mörkunum í gær. Sigmari var vorkunn að standa fyrir aftan þessa vörn en hann leit samt sem áður illa út í nokkrum mörkum Stjörnunnar, þá sérstaklega fimmta markinu.... Leiknismenn Stuttri dvöl Leiknismanna í deild þeirra bestu er lokið. Breiðhyltingum hefur verið hrósað fyrir baráttugleði og samstöðu en þegar upp var staðið vantaði meiri gæði í liðið, sérstaklega fram á við. Leiknir hefur aðeins skorað 18 mörk í 21 deildarleik og mennirnir sem voru fengnir til að skora mörkin, Elvar Páll Sigurðsson, Kolbeinn Kárason og Danny Schreurs, hafa aðeins skilað einu marki samtals í sumar. Varnarleikurinn var lengst af fínn en hann hefur lekið í síðustu leikjum.... Hermann Hreiðarsson Eyjamaðurinn er búinn að stýra Fylki í 10 leikjum en í þeim hefur hann tvisvar verið rekinn af velli. Framkoma hans í leiknum gegn Val fyrir nokkrum vikum var til skammar og hann missti aftur stjórn skapi sínu í Víkinni í gær. Hermann fékk orð í eyra frá sérfræðingum Pepsi-markanna og það er ljóst að hann þarf að hafa meiri stjórn á skapi sínu. Óvíst er hvort Hermann verður þjálfari liðsins á næsta tímabili en ef svo verður, þá hefur Árbæjarliðið ekki efni á hafa hann reglulega uppi í stúku.Guðjón er kominn með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum Stjörnunnar.vísir/antonSkemmtilegir punktar af Boltavaktinni: Árni Jóhannson á Samsung-vellinum: Já, Stjarnan er komin með 2 mörk í forskot. Guðjón Baldvinsson fékk boltann í teig Keflvíkinga af varnarmanni og smellti honum í hornið anni að markvörðurinn náði ekki til. Hversu mörg verð mörkin í dag? Ég þori ekki að spá um það en þau verða líklega öll Stjörnumegin.Guðmundur Marinó Ingvarsson á Leiknisvelli: Aðstæður hér á Leiknisvellinum eru áhugaverðar. Byrjum á því jákvæða. Sólin er að glenna sig og grasið lítur afskaplega vel út. Þá hið neikvæða. Grasið er á floti vegna slagveðursrigningar og það er hávaðarok.Tryggvi Páll Tryggvason á Víkingsvelli: Hermann Hreiðarsson er alveg vitlaus hérna á hliðarlínunni og lætur aðstoðardómarann heyra það.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Guðjón Baldvinsson, Stjarnan - 9 Sigmar Ingi Sigurðarson, Keflavík - 2Umræðan #pepsi365Gaman í Birkiberginu, virkilega skemmtilegt að fa að lita inn! Cc @jonjonssonmusic#pepsi365pic.twitter.com/7uTq0IxRGB — Sveinn Arnarsson (@Sveinn_A) September 26, 2015Það getur ekki talist eðlilegt að hver einasta markspyrna skagamanna taki 20 sekúndur #fotbolti#pepsi365 — Ómar Ingi (@OmarIngiGud) September 26, 2015Besti leikmaður Leiknis í sumar! Má ekki detta í liðamelluna og fara eitthvað annað #Fotboltinet#Pepsi365pic.twitter.com/6KrZVzMroE — Maggi Peran (@maggiperan) September 26, 2015LeiknisLjón kvetja eins og þeim sé borgað fyrir það! Eru þeir búinir að finna sér nýtt lið í #Pepsi365 fyrir næsta tímabil? Velkomnir í FH! — Bjarki Gunn (@bjarci) September 26, 2015Þetta er eins og kosningasjónvarp #pepsi365 — Katrín Atladóttir (@katrinat) September 26, 2015Mark 21. umferðar Atvik 21. umferðar Markasyrpa 21. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu fór fram í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. FH tryggði sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil með 2-1 sigri á Fjölni. KR staðfesti Evrópusætið og sendi Leikni í leiðinni niður um deild. Blikar geirnegldu annað sætið með sigri á Eyjamönnum sem eru hólpnir. Hermann Hreiðarsson lét reka sig út af í annað sinn á tímabilinu þegar Fylkir og Víkingur gerðu markalaust jafntefli og Skagamenn héldu hreinu í fjórða leiknum í röð þegar þeir unnu 1-0 sigur á Val. Og Stjörnumenn niðurlægðu Keflvíkinga á Samsung-vellinum.Umfjöllun og viðtöl úr leikjum umferðarinnar:FH 2-1 FjölnirLeiknir 0-2 KRStjarnan 7-0 KeflavíkBreiðablik 1-0 ÍBVVíkingur 0-0 FylkirÍA 1-0 ValurÁrmann Smári og félagar í vörn ÍA hafa haldið hreinu í fjórum leikjum í röð.vísir/vilhelmGóð umferð fyrir ...... FH-inga Auðvelt val. Fimleikafélagið er Íslandsmeistari í sjöunda sinn en allir þessir sjö titlar hafa unnist á síðustu 12 árum. Það var mikil pressa á FH-ingum fyrir mót og þeir þurftu að hafa mikið fyrir því að landa þessum titli en það tókst á endanum. Eftir 1-3 tapið fyrir KR í 12. umferð hafa FH-ingar verið óstöðvandi og unnið átta af síðustu níu leikjum sínum. Þeir eru vel að þessum titli komnir.... vörn ÍA Skagamenn héldu hreinu í fjórða leiknum í röð þegar þeir unnu 1-0 sigur á Val í miklum rokleik á Skaganum. Akurnesingar hafa verið vaxandi í allt sumar og geta vel við unað enda búnir að tryggja sér áframhaldandi sæti í efstu deild. Ármann Smári Björnsson hefur átt sitt besta tímabil í langan tíma og bundið Skagavörnina saman og fyrir aftan hana hefur Árni Snær Ólafsson átt gott sumar.... Guðjón Baldvinsson Guðjón skoraði sína aðra þrennu í efstu deild þegar Stjörnumenn kjöldrógu fallna Keflvíkinga á Samsung-vellinum. Guðjón var lengi í gang eftir að hann kom frá Nordsjælland um mitt sumar en hefur verið að hitna að undanförnu og er kominn með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum Stjörnunnar sem hefur fengið 10 stig úr þessum fjórum leikjum og haldið þrisvar sinnum hreinu í röð. Sumarið er vonbrigði en Stjörnumenn geta farið nokkuð brattir inn í undirbúningstímabilið eftir góðan endasprett.Keflvíkingar hafa fengið á sig 59 mörk í sumar.vísir/antonVond umferð ...... vörn og markmann Keflavíkur Keflavík fékk á sig sjö mörk gegn Stjörnunni og jafnaði um leið vafasamt met Víkinga frá 1993 en engin lið hafa fengið á sig fleiri mörk á einu tímabili en þau, eða 59 mörk. Keflavík hefur aldrei haldið hreinu í sumar og tvívegis fengið á sig sjö mörk í leik. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann B. Guðmundsson ákváðu að setja Sigmar Inga Sigurðarson í markið gegn Stjörnunni en sú ákvörðun var gagnrýnd í Pepsi-mörkunum í gær. Sigmari var vorkunn að standa fyrir aftan þessa vörn en hann leit samt sem áður illa út í nokkrum mörkum Stjörnunnar, þá sérstaklega fimmta markinu.... Leiknismenn Stuttri dvöl Leiknismanna í deild þeirra bestu er lokið. Breiðhyltingum hefur verið hrósað fyrir baráttugleði og samstöðu en þegar upp var staðið vantaði meiri gæði í liðið, sérstaklega fram á við. Leiknir hefur aðeins skorað 18 mörk í 21 deildarleik og mennirnir sem voru fengnir til að skora mörkin, Elvar Páll Sigurðsson, Kolbeinn Kárason og Danny Schreurs, hafa aðeins skilað einu marki samtals í sumar. Varnarleikurinn var lengst af fínn en hann hefur lekið í síðustu leikjum.... Hermann Hreiðarsson Eyjamaðurinn er búinn að stýra Fylki í 10 leikjum en í þeim hefur hann tvisvar verið rekinn af velli. Framkoma hans í leiknum gegn Val fyrir nokkrum vikum var til skammar og hann missti aftur stjórn skapi sínu í Víkinni í gær. Hermann fékk orð í eyra frá sérfræðingum Pepsi-markanna og það er ljóst að hann þarf að hafa meiri stjórn á skapi sínu. Óvíst er hvort Hermann verður þjálfari liðsins á næsta tímabili en ef svo verður, þá hefur Árbæjarliðið ekki efni á hafa hann reglulega uppi í stúku.Guðjón er kominn með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum Stjörnunnar.vísir/antonSkemmtilegir punktar af Boltavaktinni: Árni Jóhannson á Samsung-vellinum: Já, Stjarnan er komin með 2 mörk í forskot. Guðjón Baldvinsson fékk boltann í teig Keflvíkinga af varnarmanni og smellti honum í hornið anni að markvörðurinn náði ekki til. Hversu mörg verð mörkin í dag? Ég þori ekki að spá um það en þau verða líklega öll Stjörnumegin.Guðmundur Marinó Ingvarsson á Leiknisvelli: Aðstæður hér á Leiknisvellinum eru áhugaverðar. Byrjum á því jákvæða. Sólin er að glenna sig og grasið lítur afskaplega vel út. Þá hið neikvæða. Grasið er á floti vegna slagveðursrigningar og það er hávaðarok.Tryggvi Páll Tryggvason á Víkingsvelli: Hermann Hreiðarsson er alveg vitlaus hérna á hliðarlínunni og lætur aðstoðardómarann heyra það.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Guðjón Baldvinsson, Stjarnan - 9 Sigmar Ingi Sigurðarson, Keflavík - 2Umræðan #pepsi365Gaman í Birkiberginu, virkilega skemmtilegt að fa að lita inn! Cc @jonjonssonmusic#pepsi365pic.twitter.com/7uTq0IxRGB — Sveinn Arnarsson (@Sveinn_A) September 26, 2015Það getur ekki talist eðlilegt að hver einasta markspyrna skagamanna taki 20 sekúndur #fotbolti#pepsi365 — Ómar Ingi (@OmarIngiGud) September 26, 2015Besti leikmaður Leiknis í sumar! Má ekki detta í liðamelluna og fara eitthvað annað #Fotboltinet#Pepsi365pic.twitter.com/6KrZVzMroE — Maggi Peran (@maggiperan) September 26, 2015LeiknisLjón kvetja eins og þeim sé borgað fyrir það! Eru þeir búinir að finna sér nýtt lið í #Pepsi365 fyrir næsta tímabil? Velkomnir í FH! — Bjarki Gunn (@bjarci) September 26, 2015Þetta er eins og kosningasjónvarp #pepsi365 — Katrín Atladóttir (@katrinat) September 26, 2015Mark 21. umferðar Atvik 21. umferðar Markasyrpa 21. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira