Aldraðir vilja ekki vera byrði Guðrún Ágústsdóttir skrifar 26. september 2015 07:00 Stór hluti aldraðra nú, 67 ára og eldri, er fullfrískur og vinnufær og það er ekki gáfulegt að kasta vinnuframlagi hans fyrir róða. Það er verðmætasóun fólgin í því að nýta ekki starfskrafta fólks með því að líta á alla aldraða sem óvinnufæra og gagnslausa. Afskráður ónýtur var sagt um bíla þegar ég var að vinna hjá Sjóvá áður en þeir fóru á haugana. Afstaðan til gamals fólks minnir stundum á þetta. Það heyrir til undantekninga að talað sé við gamalt fólk í fjölmiðlum (nema þá til að tala um gamla daga, helst í sveitinni) og það þótti til skamms tíma ekki taka því að hafa fólk yfir sextugu með í skoðanakönnunum. Það er ekki skynsamlegt að loka fólk inni í hólfum – þvert á móti á að opna samfélagið fyrir öllum burtséð frá því á hvaða aldri þau eru. Aldraðir, þ.e. fólk á aldrinum 67 til 85 eða 100 ára, er ekki einsleitur hópur, ekki frekar en fólk milli 47 og 70 ára eða 27 og 50 ára. Við eigum það eitt sameiginlegt að við höfum náð ákveðnum aldri sem er skilgreint í lögum sem öldrun. Annað er það ekki. Hópurinn er margbreytilegur hvað varðar afkomu (sumt efnaðasta fólk landsins er í þessum hópi), heilbrigði: andlegt og líkamlegt og félagslegt.Vinnuframlagið sést ekki Vinnuframlag eldra fólks sést ekki sem heild eftir að það hefur yfirgefið vinnumarkaðinn. Hvað ætli standi í hagtölum um aldraða sem eru að þeytast um með barnabörnin sín í tónlistartíma og íþróttir, að passa á kvöldin eða um helgar, eða þegar þau eru veik? Þetta vinnuframlag er oft forsenda þess að yngra fólk geti skilað vinnuframlagi sínu. Vinnuframlag yngra fólksins er metið á hagtölum samfélagsins, vinnuframlag eldra fólksins er hvergi metið á heildarskalana sem allir eru alltaf að horfa á – en börnin meta vissulega störf okkar að ekki sé minnst á barnabörnin. Hópur aldraðra er líka mismunandi eftir búsetu. Hvernig er búið að öldruðum utan höfuðborgarsvæðisins? Hvernig líður einstæðu fólki, konum og körlum? Allt þetta þarf að skoða og rannsaka og ekki að afgreiða aldraða eins og þeir séu einhver óskiljanlegur klumpur sem er baggi á samfélaginu. Við höfum oft tekið málin í okkar hendur. Við erum virk í samfélaginu, þótt við séum ekki endilega eftirsótt á vinnumarkaði, margir eldri borgarar hreyfa sig markvisst, vitandi að það hefur jákvæð áhrif á heilsuna, öll námskeið eru yfirfull af gráhærðu fólki í endurmenntun. Og gamalt fólk er menningarneytendur á háu stigi, það sést svo ekki verður um villst á tónleikum og leikhúsum – já, og myndlistarsýningum. Við viljum bæta lífi við árin, ekki bara árum við lífið. Það er sagt að annað hvert barn sem fæðist á þessari öld geti búist við því að verða 100 ára! Þessi viðbótarár viljum við nota með því að vera með í samfélaginu með virkri þátttöku og ábyrgð á okkur og umhverfi okkar. Eins og aðrir. Aldraðir vilja ekki vera byrði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Stór hluti aldraðra nú, 67 ára og eldri, er fullfrískur og vinnufær og það er ekki gáfulegt að kasta vinnuframlagi hans fyrir róða. Það er verðmætasóun fólgin í því að nýta ekki starfskrafta fólks með því að líta á alla aldraða sem óvinnufæra og gagnslausa. Afskráður ónýtur var sagt um bíla þegar ég var að vinna hjá Sjóvá áður en þeir fóru á haugana. Afstaðan til gamals fólks minnir stundum á þetta. Það heyrir til undantekninga að talað sé við gamalt fólk í fjölmiðlum (nema þá til að tala um gamla daga, helst í sveitinni) og það þótti til skamms tíma ekki taka því að hafa fólk yfir sextugu með í skoðanakönnunum. Það er ekki skynsamlegt að loka fólk inni í hólfum – þvert á móti á að opna samfélagið fyrir öllum burtséð frá því á hvaða aldri þau eru. Aldraðir, þ.e. fólk á aldrinum 67 til 85 eða 100 ára, er ekki einsleitur hópur, ekki frekar en fólk milli 47 og 70 ára eða 27 og 50 ára. Við eigum það eitt sameiginlegt að við höfum náð ákveðnum aldri sem er skilgreint í lögum sem öldrun. Annað er það ekki. Hópurinn er margbreytilegur hvað varðar afkomu (sumt efnaðasta fólk landsins er í þessum hópi), heilbrigði: andlegt og líkamlegt og félagslegt.Vinnuframlagið sést ekki Vinnuframlag eldra fólks sést ekki sem heild eftir að það hefur yfirgefið vinnumarkaðinn. Hvað ætli standi í hagtölum um aldraða sem eru að þeytast um með barnabörnin sín í tónlistartíma og íþróttir, að passa á kvöldin eða um helgar, eða þegar þau eru veik? Þetta vinnuframlag er oft forsenda þess að yngra fólk geti skilað vinnuframlagi sínu. Vinnuframlag yngra fólksins er metið á hagtölum samfélagsins, vinnuframlag eldra fólksins er hvergi metið á heildarskalana sem allir eru alltaf að horfa á – en börnin meta vissulega störf okkar að ekki sé minnst á barnabörnin. Hópur aldraðra er líka mismunandi eftir búsetu. Hvernig er búið að öldruðum utan höfuðborgarsvæðisins? Hvernig líður einstæðu fólki, konum og körlum? Allt þetta þarf að skoða og rannsaka og ekki að afgreiða aldraða eins og þeir séu einhver óskiljanlegur klumpur sem er baggi á samfélaginu. Við höfum oft tekið málin í okkar hendur. Við erum virk í samfélaginu, þótt við séum ekki endilega eftirsótt á vinnumarkaði, margir eldri borgarar hreyfa sig markvisst, vitandi að það hefur jákvæð áhrif á heilsuna, öll námskeið eru yfirfull af gráhærðu fólki í endurmenntun. Og gamalt fólk er menningarneytendur á háu stigi, það sést svo ekki verður um villst á tónleikum og leikhúsum – já, og myndlistarsýningum. Við viljum bæta lífi við árin, ekki bara árum við lífið. Það er sagt að annað hvert barn sem fæðist á þessari öld geti búist við því að verða 100 ára! Þessi viðbótarár viljum við nota með því að vera með í samfélaginu með virkri þátttöku og ábyrgð á okkur og umhverfi okkar. Eins og aðrir. Aldraðir vilja ekki vera byrði.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun