Fótbolti

Flautað verður til leiks á HM í Katar 21. nóvember 2022 | Úrslitaleikurinn í desember

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Emírinn í Katar með Blatter þegar valið var tilkynnt árið 2010.
Emírinn í Katar með Blatter þegar valið var tilkynnt árið 2010. Vísir/getty
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að flautað yrði til leiks þann 21. nóvember 2022 á HM í Katar og að mótið myndi standa yfir í tæpar fjórar vikur.

Mikið hefur verið rætt um ákvörðun FIFA að úthluta Katar heiðrinum að halda HM í knattspyrnu árið 2022 en talið er að Katar hafi keypt atkvæði stjórnarmeðlima knattspyrnusambandsins dýrum dómum til þess að tryggja það að mótið færi fram í ríkinu.

Átti mótið upphaflega að fara fram í júní og átti að byggja leikvanga sem væru með sérstakri tækni til þess að kæla leikmenn og áhorfendur enda lífshættulegt að spila fótboltaleik í Katar í júní.

Eftir því sem tíminn leið kom hinsvegar í ljós að slíkar hugmyndir væru óraunhæfar og var þá farið að rannsaka möguleikann á að færa mótið yfir á vetrartímann. Kom aðeins þessi tími til g

Hefur nú verið staðfest að mótið hefst í nóvember 2022 og lýkur í desember en gera má ráð fyrir að þetta eigi eftir að hafa mikil áhrif á knattspyrnuheiminn þegar að því kemur.

Hefst mótið á mánudegi og lýkur á sunnudeginum 18. desember 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×