Erlent

Tók á móti flóttamönnum í Ku Klux Klan búningi í Finnlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sagði á Twitter í morgun að hótanir og ofbeldi gegn flóttafólki yrði að fordæma.
Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sagði á Twitter í morgun að hótanir og ofbeldi gegn flóttafólki yrði að fordæma. Vísir/AFP
Flugeldasprengjum og steinum var kastað á hópferðabíl sem flutti um fjörutíu flóttamenn til finnsku borgarinnar Lahti í gærkvöldi. Mótmælendur hrópuðu einnig ókvæðisorðum að flóttafólkinu og var einn mótmælenda klæddur í Ku Klux Klan búning.

Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sagði á Twitter í morgun að hótanir og ofbeldi gegn flóttafólki yrði að fordæma.

Í frétt YLE segir að tíu fjölskyldur hafi verið í hópferðabílnum, þar á meðal fjöldi ungbarna, en flóttamennirnir voru fluttir að heimili fyrir hælisleitendur í hverfinu Hennala í Lahti.

Ari Saarinen, talsmaður Rauða krossins í Finnlandi, segir að mótmælendum hafi verið verulega brugðið. Lögregla handtók tvo mótmælendur og var að minnsta kosti einn þeirra sektaður fyrir athæfi sitt.

Búist er við þremur hópferðabílum með flóttafólki til viðbótar til Lahti í dag, en þeir eru fluttir frá landamærabænum Tornio á landamærum Svíþjóðar og Finnlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×