Erlent

Athöfnin í Mekka heldur áfram

Samúel Karl Ólason skrifar
Flestir þeir sem tóku þátt í athöfninni í Mekka voru ferðamenn í Sádi-Arabíu og komu sérstaklega vegna athafnarinnar.
Flestir þeir sem tóku þátt í athöfninni í Mekka voru ferðamenn í Sádi-Arabíu og komu sérstaklega vegna athafnarinnar. Vísir/EPA
Yfirvöld í Íran hafa gagnrýnt Sádi-Arabíu harðlega eftir að minnst 717 pílagrímar létu lífið í troðningi í Mecca í gær. Minnst 863 slösuðust við Jamarat súlurnar. Pílagrímar kasta steinum í súlurnar sem tákna djöfulinn, en talið er að þar hafi djöfullinn freistað spámanninum Abraham.

Um tvær milljónir pílagríma frá rúmlega 180 löndum tóku þátt í athöfninni, sem er nú byrjuð aftur. Þó taka mun færri þátt í athöfninni.

Troðningurinn varð þegar tvær stórar fylkingar mættust við Mekka.Vísir/GraphicNews
131 Írani lét lífið og hafa yfirvöld þar brugðist reiðilega við. Sádar segja pílagríma ekki hafa fylgt fyrirmælum og Salman, konungur Sádi-Arabíu hefur farið fram á að öryggisgæslan verði rannsökuð.

Fyrir níu árum létu 364 lífið vegna troðnings við athöfnina, en síðan þá hefur miklu fjármagni verið varið í að bæta svæðið. Árið 1990 létu 1.426 manns lífið í troðningi.

AFP fréttaveitan ræddi við Aminu Abubakar, frá Nígeríu, sem tók þátt í athöfninni. Hann segir að pílagrímarnir hafi ekki haft pláss til að forðast troðninginn.

Abubakar segir einnig frá því að börn hafi verið troðin undir og að foreldrar hafi reynt að kasta börnum upp á þök tjalda og húsa.


Tengdar fréttir

453 pílagrímar látnir í Mekka

Talsmenn sádi-arabískra yfirvalda hafa staðfest að 453 hafi látist eftir að hafa troðist undir fyrir utan Mekka.

Konungurinn fer fram á öryggisúttekt

Konungur Sádí Arabíu hefur farið fram á að gerð verði öryggisúttekt á Hajj, trúarhátíð múslima í Mekka, þar sem að minnsta kosti 717 pílagrímar létu lífið í troðningi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×