Morkunas enn með allt lokað og læst í markinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2015 10:30 Giedrius Morkunas er besti markvörður Olís-deildarinnar í dag. vísir/stefán Haukar pökkuðu Akureyri saman, 28-17, í Olís-deild karla í handbolta í gær þegar fjórða umferðin hófst, en ekki einu sinni töfrar KA-heimilisins gátu bjargað norðanmönnum í leiknum í gærkvöldi. Ein stærsta ástæðan fyrir sigri Hauka var frammistaða litháíska markvarðarins Giedrius Morkunas sem varaði 16 skot í gær, þar af tvö vítaköst og var með 59 prósent hlutfallsmarkvörslu. Það þykir mjög gott að verja 40 prósent þeirra skota sem þú færð á þig í handboltaleik, en Morkunas, sem hefur verið besti markvörður Íslandsmótsins um nokkurra mánaða skeið, gerði gott betur í gær.„Ég sé bara um markið.“vísir/vilhelmFrammistaðan í gær var bara framhald á því sem Morkunas hefur gert undanfarna mánuði í deildinni, en hann var magnaður á síðustu leiktíð og sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem Haukar unnu átta leiki í röð og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Morkunas heldur áfram þar sem frá var horfið á síðustu leiktíð, en hann er búinn að verja 47 prósent allra skota sem hann hefur fengið á sig í deildinni til þessa í fyrstu fjórum umferðunum. Það er ekki síst honum, og sterkum varnarleik liðsins, að þakka að liðið er með sex stig eftir fjórar umferðir. ÍBV er eina liðið sem er búið að sækja gull í greipar Haukanna, en Morkunas varði engu að síður 45 prósent skotanna í tapleiknum gegn ÍBV í þriðju umferðinni. Það dugði bara ekki til þá. Morkunas í ham gegn Stjörnunni í fyrra: Litháinn byrjaði rólega og varði „aðeins“ 35 prósent skotanna sem hann fékk á sig gegn nýliðum Víkings í 28-19 útisigri, en var svo kominn í kunnuglegar tölur (49 prósent hlutfallsmarkvarsla) þegar Haukar unnu Val, 26-19, í annarri umferðinni. ÍBV er eina liðið sem er búið að skora fleiri en 20 mörk á Haukanna, en þeir hafa fengið fæst mörk á sig í deildinni (76) af þeim liðum sem eru búin að spila fjóra leiki. Næst kemur Afturelding sem er búið að fá á sig 82 mörk. Næsta lið sem fær að spreyta sig gegn Morkunas og Haukavörninni er Fram, en liðin mætast í Schenker-höllinni á mánudagskvöldið.Fyrstu fjórir leikir Morkunas:Víkingur - Haukar 19-28 9 varin skot, 35 prósent hlutfallsmarkvarslaValur - Haukar 19-26 17 varin skot (1 víti), 49 prósent hlutfallsmarkvarslaHaukar - ÍBV 19-21 17 varin skot, 45 prósent hlutfallsmarkvarslaAkureyri - Haukar 17-28 16 varin skot (2 víti), 59 prósent hlutfallsmarkvarsla Olís-deild karla Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira
Haukar pökkuðu Akureyri saman, 28-17, í Olís-deild karla í handbolta í gær þegar fjórða umferðin hófst, en ekki einu sinni töfrar KA-heimilisins gátu bjargað norðanmönnum í leiknum í gærkvöldi. Ein stærsta ástæðan fyrir sigri Hauka var frammistaða litháíska markvarðarins Giedrius Morkunas sem varaði 16 skot í gær, þar af tvö vítaköst og var með 59 prósent hlutfallsmarkvörslu. Það þykir mjög gott að verja 40 prósent þeirra skota sem þú færð á þig í handboltaleik, en Morkunas, sem hefur verið besti markvörður Íslandsmótsins um nokkurra mánaða skeið, gerði gott betur í gær.„Ég sé bara um markið.“vísir/vilhelmFrammistaðan í gær var bara framhald á því sem Morkunas hefur gert undanfarna mánuði í deildinni, en hann var magnaður á síðustu leiktíð og sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem Haukar unnu átta leiki í röð og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Morkunas heldur áfram þar sem frá var horfið á síðustu leiktíð, en hann er búinn að verja 47 prósent allra skota sem hann hefur fengið á sig í deildinni til þessa í fyrstu fjórum umferðunum. Það er ekki síst honum, og sterkum varnarleik liðsins, að þakka að liðið er með sex stig eftir fjórar umferðir. ÍBV er eina liðið sem er búið að sækja gull í greipar Haukanna, en Morkunas varði engu að síður 45 prósent skotanna í tapleiknum gegn ÍBV í þriðju umferðinni. Það dugði bara ekki til þá. Morkunas í ham gegn Stjörnunni í fyrra: Litháinn byrjaði rólega og varði „aðeins“ 35 prósent skotanna sem hann fékk á sig gegn nýliðum Víkings í 28-19 útisigri, en var svo kominn í kunnuglegar tölur (49 prósent hlutfallsmarkvarsla) þegar Haukar unnu Val, 26-19, í annarri umferðinni. ÍBV er eina liðið sem er búið að skora fleiri en 20 mörk á Haukanna, en þeir hafa fengið fæst mörk á sig í deildinni (76) af þeim liðum sem eru búin að spila fjóra leiki. Næst kemur Afturelding sem er búið að fá á sig 82 mörk. Næsta lið sem fær að spreyta sig gegn Morkunas og Haukavörninni er Fram, en liðin mætast í Schenker-höllinni á mánudagskvöldið.Fyrstu fjórir leikir Morkunas:Víkingur - Haukar 19-28 9 varin skot, 35 prósent hlutfallsmarkvarslaValur - Haukar 19-26 17 varin skot (1 víti), 49 prósent hlutfallsmarkvarslaHaukar - ÍBV 19-21 17 varin skot, 45 prósent hlutfallsmarkvarslaAkureyri - Haukar 17-28 16 varin skot (2 víti), 59 prósent hlutfallsmarkvarsla
Olís-deild karla Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira