Erlent

Birti myndband af lögreglu í Bandaríkjunum skjóta vopnaðan mann í hjólastól til bana

Atli Ísleifsson skrifar
Sjónarvottur tók upp myndbandið og birti á YouTube en á því má sjá samskiptin sem áttu sér stað síðdegis á miðvikudaginn á Tulip Street í Wilmington.
Sjónarvottur tók upp myndbandið og birti á YouTube en á því má sjá samskiptin sem áttu sér stað síðdegis á miðvikudaginn á Tulip Street í Wilmington.
Myndband hefur verið birt af samskiptum lögreglumanna og vopnaðs manns í hjólastól í Wilmington í Delaware sem lauk með því að maðurinn var drepinn af lögreglu.

Í frétt NBC kemur fram að lögreglumenn segi hinn 28 ára Jeremy McDowell hafa verið í sjálfsvígshugleiðingum og ekki hlýtt fyrirmælum.

Sjónarvottur tók upp myndbandið og birti á YouTube en á því má sjá samskiptin sem áttu sér stað síðdegis á miðvikudaginn á Tulip Street í Wilmington. Heyra má fjölda skothljóða á myndbandinu.

Talsmaður lögreglu segir að lögregla hafi verið að sinna útkalli eftir að tilkynning barst um að vopnaður maður hafði skotið sjálfan sig. Þegar lögregla mætti á vettvang komu þeir að vopnuðum manninum sem var lamaður fyrir neðan mitti.

Lögreglumennirnir sem sinntu útkallinu hafa verið sendir í leyfi á meðan málið er til rannsóknar.

Talsmaður lögreglu segir að McDowell hafi neitað að fara að fyrirmælum lögreglu og hafi lögregla skotið þegar hann gerði sig líklegan að grípa í skotvopnið sem hann bar með sér.

Rétt er að vara við myndskeiðinu að neðan.


Tengdar fréttir

Segir Freddie Gray hafa veitt sér áverkana sjálfur

Fátt bendir til þess að Freddie Gray hafi slasast alvarlega er hann var handtekinn í Baltimore í Bandaríkjunum fyrir um tveimur vikum síðar, ef marka má skýrslu lögreglu sem Washington Post birti í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×