Erlent

Hjálparsamtökum vísað frá Lúhansk

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Biðraðir hafa myndast þar sem íbúar hafa þurft að nálgast mat og önnur hjálpargögn.
Biðraðir hafa myndast þar sem íbúar hafa þurft að nálgast mat og önnur hjálpargögn. Vísir/EPA
Úkraínskir uppreisnarmenn hafa vísað fulltrúum Sameinuðu þjóðanna út af landsvæðum sem þeir hafa yfirráð yfir í Lúhansk í  austur Úkraínu . Þá hefur öðrum alþjóðlegum samtökum einnig verið vísað af svæðinu, þar á meðal Lækna án landamæra. 

Stephen   O ' Brien , yfirmaður hjálparstarfs á vegum Sameinuðu þjóðanna, hefur biðlað til uppreisnarmannanna um að endurskoða ákvörðunina og bendir á að án mannúðaraðstoðar séu spítalar á svæðinu óstarfhæfir og 150 þúsund manns fái ekki mánaðarlega mataraðstoð, eins og þeir hafa gert hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×