Ráðherra vildi lögfesta frelsi presta til að synja samkynja pörum um giftingu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 25. september 2015 07:00 Ólöf Nordal innanríkisráðherra Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi festa það í lög að prestum yrði aldrei skylt að framkvæma hjónavígslu gegn trúarlegri sannfæringu sinni. Hún og Birgir Ármannsson lögðu fram breytingatillögu á hjúskaparlögum í minnihluta í allsherjarnefnd 2009-2010. Í nefndaráliti Ólafar og Birgis kom eftirfarandi fram: „Til þess að taka af öll tvímæli í þessum efnum og undirstrika að engum vígslumönnum trúfélaga verði gert skylt að framkvæma athafnir sem brjóta í bága við trúarsannfæringu þeirra leggur minnihlutinn til að 22. gr. hjúskaparlaga verði breytt þannig að ótvírætt komi fram að prestum og öðrum vígslumönnum trúfélaga sé ávallt heimilt en aldrei skylt að framkvæma hjónavígslu ef það stríðir gegn trúarlegri sannfæringu þeirra.“ Ólöf svaraði í gær fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur þingmanni VG um þjónustu presta og mismunun á grundvelli kynhneigðar.Björg Valgeirsdóttir hjá DIKA lögmönnum, lögmaður Samtakanna '78Steinunn Þóra segir að breytingartillaga Ólafar frá 2010 komi heim og saman við svör ráðuneytisins. Í svörum ráðherra kemur skýrt fram að sem opinberir starfsmenn megi prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. „Sem opinberir starfsmenn mega prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar.“ Þrátt fyrir þetta bendir ráðuneytið á lagaheimild til að útlista hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær ekki og ætlar að kalla eftir tillögum um það hvenær prestar mega mismuna. „Hins vegar telur ráðuneytið að tilefni sé til að kalla eftir tillögum frá biskupi um það hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær þeim sé það heimilt.“ „Það er í anda þess sem kemur fram í svari ráðherra þar sem virðist eiga að koma samviskufrelsi presta í orð með útfærslu frá biskup.“ Svar ráðherra við fyrirspurn Steinunnar beri það með sér að ráðherra ætli að eftirláta Biskupsstofu útfærslu á málinu. „Ég myndi vilja að frumkvæðið kæmi frá ráðherra til að tryggja jafna stöðu allra,“ segir hún. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru engar reglur í gildi innan þjóðkirkjunnar um svokallað samviskufrelsi presta sem heimili þeim að neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar. Björg Valgeirsdóttir hjá DIKA lögmönnum, lögmaður Samtakanna '78, segir svar innanríkisráðherra innihalda nokkrar þversagnir. Í svari innanríkisráðherra sé í fyrsta lagi vísað til frelsis þjóðkirkjunnar til að stjórna eigin innviðum lögum samkvæmt og samkvæmt því hafi kirkjunni verið eftirlátið að móta eigin stefnu. Eftir sem áður standi óhögguð sú staðreynd að það sé óheimilt að mismuna einstaklingum á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar þeirra samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Gildi þá einu hvort um ræðir presta, lækna eða aðra starfsmenn hins opinbera. Björg gerir einnig athugasemd við skilgreiningu ráðherra á rétthæð réttarheimilda, þar sem vísað er til hjúskaparlaga sem sérlaga gagnvart lögum um opinbera starfsmenn. „Það er alvarlegt að unnt sé með slíkri lagatúlkun að gera að engu blátt bann laga um opinbera starfsmenn við mismunun gagnvart almenningi.“ Hún spyr einnig hvort ráðherra gleymi að taka inn í myndina að hjúskaparlög eru almenn lög sem víkja skuli fyrir stjórnarskrá ef þau samræmast henni ekki. „Ég tel ákvæði hjúskaparlaga sem bjóða upp á þann kost að prestar synji því að framkvæma hjónavígslu sökum trúarsannfæringar ekki standast nánari skoðun þar sem þau brjóta í bága við jafnréttisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu.“ Tengdar fréttir Samviskufrelsi presta bull, trúarbrögð ekki æðri mannréttindum Séra Hildur Eir Bolladóttir segir samviskufrelsi presta bull. Í Fréttablaðinu í dag segir vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup, Kristján Valur Ingólfsson, að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda. 24. september 2015 11:59 Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10 Samtökin 78 vilja fara í mál vegna kirkjunnar Ekkert kemur í veg fyrir að samkynja pörum sé mismunað innan kirkjunnar. Samtökin '78 og Þjóðkirkjan leggja ekki sama skilning í samviskufrelsi presta. 24. september 2015 07:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi festa það í lög að prestum yrði aldrei skylt að framkvæma hjónavígslu gegn trúarlegri sannfæringu sinni. Hún og Birgir Ármannsson lögðu fram breytingatillögu á hjúskaparlögum í minnihluta í allsherjarnefnd 2009-2010. Í nefndaráliti Ólafar og Birgis kom eftirfarandi fram: „Til þess að taka af öll tvímæli í þessum efnum og undirstrika að engum vígslumönnum trúfélaga verði gert skylt að framkvæma athafnir sem brjóta í bága við trúarsannfæringu þeirra leggur minnihlutinn til að 22. gr. hjúskaparlaga verði breytt þannig að ótvírætt komi fram að prestum og öðrum vígslumönnum trúfélaga sé ávallt heimilt en aldrei skylt að framkvæma hjónavígslu ef það stríðir gegn trúarlegri sannfæringu þeirra.“ Ólöf svaraði í gær fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur þingmanni VG um þjónustu presta og mismunun á grundvelli kynhneigðar.Björg Valgeirsdóttir hjá DIKA lögmönnum, lögmaður Samtakanna '78Steinunn Þóra segir að breytingartillaga Ólafar frá 2010 komi heim og saman við svör ráðuneytisins. Í svörum ráðherra kemur skýrt fram að sem opinberir starfsmenn megi prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. „Sem opinberir starfsmenn mega prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar.“ Þrátt fyrir þetta bendir ráðuneytið á lagaheimild til að útlista hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær ekki og ætlar að kalla eftir tillögum um það hvenær prestar mega mismuna. „Hins vegar telur ráðuneytið að tilefni sé til að kalla eftir tillögum frá biskupi um það hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær þeim sé það heimilt.“ „Það er í anda þess sem kemur fram í svari ráðherra þar sem virðist eiga að koma samviskufrelsi presta í orð með útfærslu frá biskup.“ Svar ráðherra við fyrirspurn Steinunnar beri það með sér að ráðherra ætli að eftirláta Biskupsstofu útfærslu á málinu. „Ég myndi vilja að frumkvæðið kæmi frá ráðherra til að tryggja jafna stöðu allra,“ segir hún. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru engar reglur í gildi innan þjóðkirkjunnar um svokallað samviskufrelsi presta sem heimili þeim að neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar. Björg Valgeirsdóttir hjá DIKA lögmönnum, lögmaður Samtakanna '78, segir svar innanríkisráðherra innihalda nokkrar þversagnir. Í svari innanríkisráðherra sé í fyrsta lagi vísað til frelsis þjóðkirkjunnar til að stjórna eigin innviðum lögum samkvæmt og samkvæmt því hafi kirkjunni verið eftirlátið að móta eigin stefnu. Eftir sem áður standi óhögguð sú staðreynd að það sé óheimilt að mismuna einstaklingum á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar þeirra samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Gildi þá einu hvort um ræðir presta, lækna eða aðra starfsmenn hins opinbera. Björg gerir einnig athugasemd við skilgreiningu ráðherra á rétthæð réttarheimilda, þar sem vísað er til hjúskaparlaga sem sérlaga gagnvart lögum um opinbera starfsmenn. „Það er alvarlegt að unnt sé með slíkri lagatúlkun að gera að engu blátt bann laga um opinbera starfsmenn við mismunun gagnvart almenningi.“ Hún spyr einnig hvort ráðherra gleymi að taka inn í myndina að hjúskaparlög eru almenn lög sem víkja skuli fyrir stjórnarskrá ef þau samræmast henni ekki. „Ég tel ákvæði hjúskaparlaga sem bjóða upp á þann kost að prestar synji því að framkvæma hjónavígslu sökum trúarsannfæringar ekki standast nánari skoðun þar sem þau brjóta í bága við jafnréttisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu.“
Tengdar fréttir Samviskufrelsi presta bull, trúarbrögð ekki æðri mannréttindum Séra Hildur Eir Bolladóttir segir samviskufrelsi presta bull. Í Fréttablaðinu í dag segir vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup, Kristján Valur Ingólfsson, að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda. 24. september 2015 11:59 Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10 Samtökin 78 vilja fara í mál vegna kirkjunnar Ekkert kemur í veg fyrir að samkynja pörum sé mismunað innan kirkjunnar. Samtökin '78 og Þjóðkirkjan leggja ekki sama skilning í samviskufrelsi presta. 24. september 2015 07:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Samviskufrelsi presta bull, trúarbrögð ekki æðri mannréttindum Séra Hildur Eir Bolladóttir segir samviskufrelsi presta bull. Í Fréttablaðinu í dag segir vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup, Kristján Valur Ingólfsson, að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda. 24. september 2015 11:59
Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10
Samtökin 78 vilja fara í mál vegna kirkjunnar Ekkert kemur í veg fyrir að samkynja pörum sé mismunað innan kirkjunnar. Samtökin '78 og Þjóðkirkjan leggja ekki sama skilning í samviskufrelsi presta. 24. september 2015 07:00