Segir konur sem gerast staðgöngumæður í velgjörðarskyni vera að bjóðast til að missa barn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2015 20:32 Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir. vísir/valli Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, leikkona, hvetur konur til að hugsa sig tvisvar um áður en þær ákveða að gerast staðgöngumæður í velgjörðarskyni. Guðlaug sagði sögu sína í tilfinningaþrungnu viðtali í Kastljósi í kvöld en hún fæddi stúlkubarn fyrir fjórum árum sem hún gekk með fyrir frænda sinn og eiginmann hans. Guðlaug hefur hins vegar ekki séð barnið í tvö ár. Hún hafði séð fyrir sér að samskiptin við barnið yrðu mikil þar sem samskipti hennar við feðurna höfðu alltaf verið mikil. Úr því varð hins vegar ekki. „Ég gekk út frá því að hún ætti heima hjá þeim og að þeir yrðu hennar foreldrar. Svo sá ég fyrir mér að hún ætti mömmu annars staðar,“ segir Guðlaug. Eftir að stúlkan kom í heiminn var Guðlaug með hana á brjósti í þrjá mánuði og bjó heima hjá frænda sínum og eiginmanni hans. Hún fór síðan daglega heim til þeirra til að gefa stúlkunni brjóst. Hún segir að þetta hafi verið gríðarlega erfitt og hún hafi beðið um að fá að hafa stúlkuna hjá sér aðra hvora helgi, að minnsta kosti til að byrja með, til „að milda höggið“, eins og hún orðar það.Ekki á sömu blaðsíðunni Sú beiðni hrinti af stað atburðarás sem Guðlaugu óraði ekki fyrir. Feðurnir reyndu að mæta óskum hennar til að byrja með en drógu svo smám saman úr samskiptum við hana og lokuðu að endingu alveg á Guðlaugu. Mennirnir tveir sögðu ástæðuna meðal annars vera þá að Guðlaug glímdi greinilega við geðræn vandamál og væri ekki treystandi fyrir barninu. Hún hafnar því en viðurkennir þó að fyrstu mánuðirnir eftir fæðingu barnsins hafi verið sveiflukenndir. Ferlið allt hafi verið mjög erfitt. „Ég held að við höfum ekki verið á sömu blaðsíðunni. Þeir litu klárt og kvitt á mig sem staðgöngumóður en ég var að fara eignast barn með þeim. Þannig upplifði ég líka skilninginn innan fjölskyldunnar,“ segir Guðlaug.„Ég get ekki einu sinni átt draum um að fá hana“ Hún segir að þær konur sem gerist staðgöngumæður í velgjörðarskyni séu í rauninni að bjóðast til að missa barn. „Það er kona sem gengur með barn og svo missir hún barnið, þetta er bara svona einfalt. Hún [stúlkan sem Guðlaug fæddi] er bara barn foreldra út í bæ, ég get ekki einu sinni átt draum um að fá hana. En ég viðurkenni það alveg að þegar ég verð ofsalega reið og sár, sem gerist stundum, þá langar mig oft að taka hana.“ Guðlaug segir að það hafi alls ekki verið einföld ákvörðun að stíga fram og segja sögu sína en henni finnst skitpa máli að fólk viti af því að allir geti brugðist á einhvern þann hátt sem engan óraði fyrir. „Einkum og sér í lagi þegar við erum að tala um svona stórar tilfinningar sem fara í gang þegar það fæðist barn. Þetta er bara stormur sem enginn ræður við og þú getur ekki undirbúið þig.“ Feður stúlkunnar báðust undan viðtali við Kastljós en sögðust í yfirlýsingu hafa tekið allar ákvarðanir í samstarfi við fagaðila og með heilsu og öryggi dóttur sinnar að leiðarljósi. Viðtalið við Guðlaugu má sjá í heild sinni hér á vef á RÚV. Tengdar fréttir Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30 Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. 30. apríl 2015 20:00 Mest lesið Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Erlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Erlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Næsta lægð skellur á landið og von asahláku og hvassvirði Veður Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Innlent Fleiri fréttir Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Sjá meira
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, leikkona, hvetur konur til að hugsa sig tvisvar um áður en þær ákveða að gerast staðgöngumæður í velgjörðarskyni. Guðlaug sagði sögu sína í tilfinningaþrungnu viðtali í Kastljósi í kvöld en hún fæddi stúlkubarn fyrir fjórum árum sem hún gekk með fyrir frænda sinn og eiginmann hans. Guðlaug hefur hins vegar ekki séð barnið í tvö ár. Hún hafði séð fyrir sér að samskiptin við barnið yrðu mikil þar sem samskipti hennar við feðurna höfðu alltaf verið mikil. Úr því varð hins vegar ekki. „Ég gekk út frá því að hún ætti heima hjá þeim og að þeir yrðu hennar foreldrar. Svo sá ég fyrir mér að hún ætti mömmu annars staðar,“ segir Guðlaug. Eftir að stúlkan kom í heiminn var Guðlaug með hana á brjósti í þrjá mánuði og bjó heima hjá frænda sínum og eiginmanni hans. Hún fór síðan daglega heim til þeirra til að gefa stúlkunni brjóst. Hún segir að þetta hafi verið gríðarlega erfitt og hún hafi beðið um að fá að hafa stúlkuna hjá sér aðra hvora helgi, að minnsta kosti til að byrja með, til „að milda höggið“, eins og hún orðar það.Ekki á sömu blaðsíðunni Sú beiðni hrinti af stað atburðarás sem Guðlaugu óraði ekki fyrir. Feðurnir reyndu að mæta óskum hennar til að byrja með en drógu svo smám saman úr samskiptum við hana og lokuðu að endingu alveg á Guðlaugu. Mennirnir tveir sögðu ástæðuna meðal annars vera þá að Guðlaug glímdi greinilega við geðræn vandamál og væri ekki treystandi fyrir barninu. Hún hafnar því en viðurkennir þó að fyrstu mánuðirnir eftir fæðingu barnsins hafi verið sveiflukenndir. Ferlið allt hafi verið mjög erfitt. „Ég held að við höfum ekki verið á sömu blaðsíðunni. Þeir litu klárt og kvitt á mig sem staðgöngumóður en ég var að fara eignast barn með þeim. Þannig upplifði ég líka skilninginn innan fjölskyldunnar,“ segir Guðlaug.„Ég get ekki einu sinni átt draum um að fá hana“ Hún segir að þær konur sem gerist staðgöngumæður í velgjörðarskyni séu í rauninni að bjóðast til að missa barn. „Það er kona sem gengur með barn og svo missir hún barnið, þetta er bara svona einfalt. Hún [stúlkan sem Guðlaug fæddi] er bara barn foreldra út í bæ, ég get ekki einu sinni átt draum um að fá hana. En ég viðurkenni það alveg að þegar ég verð ofsalega reið og sár, sem gerist stundum, þá langar mig oft að taka hana.“ Guðlaug segir að það hafi alls ekki verið einföld ákvörðun að stíga fram og segja sögu sína en henni finnst skitpa máli að fólk viti af því að allir geti brugðist á einhvern þann hátt sem engan óraði fyrir. „Einkum og sér í lagi þegar við erum að tala um svona stórar tilfinningar sem fara í gang þegar það fæðist barn. Þetta er bara stormur sem enginn ræður við og þú getur ekki undirbúið þig.“ Feður stúlkunnar báðust undan viðtali við Kastljós en sögðust í yfirlýsingu hafa tekið allar ákvarðanir í samstarfi við fagaðila og með heilsu og öryggi dóttur sinnar að leiðarljósi. Viðtalið við Guðlaugu má sjá í heild sinni hér á vef á RÚV.
Tengdar fréttir Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30 Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. 30. apríl 2015 20:00 Mest lesið Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Erlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Erlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Næsta lægð skellur á landið og von asahláku og hvassvirði Veður Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Innlent Fleiri fréttir Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Sjá meira
Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00
„Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30
Eignuðust son með hjálp staðgöngumóður: Grunaðir um lögbrot Í nóvember síðastliðnum kom lítill drengur í heiminn með óhefðbundnari og flóknari leið en gengur og gerist. 30. apríl 2015 20:00