Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“

Una Sighvatsdóttir skrifar
Samkynhneigður maður sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi.

Maðurinn, Eduard Sakash, flýði Rússland fyrir tveimur árum eftir ítrekaðar líkamsárásir sem hann lítur á sem banatilræði. Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur en var jafnframt virkur þátttakandi bæði í stjórnarandstöðuhreyfingu gegn Vladimír Pútín, og í réttindabaráttu samkynhneigðra.

Beiðni hans um hæli á Íslandi var hafnað en hann hyggst fara með málið fyrir dóm og fer nú huldu höfði á meðan, af ótta við að vera sendur úr landi áður en endanleg niðurstaða fæst.

Rætt er við Eduard Sakash í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×