Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 17-28 | Öruggt hjá Íslandsmeisturunum Ólafur Haukur Tómasson skrifar 24. september 2015 21:00 Elías Már var markahæstur í liði Hauka í kvöld. Vísir/Stefán Haukar unnu stórsigur, 17-28, á stigalausu liði Akureyrar í KA-heimilinu í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af leiknum áður en Haukar settu í fluggírinn og stungu af. Fyrri hálfleikurinn var spilaður af hraða og krafti hjá báðum liðum sem skilaði sér í nokkuð skemmtilegan handboltaleik. Jafnræði var með liðunum framan af leiknum en Haukar nær allan tíman skrefi á undan Akureyri. Heimamönnum tókst að jafna metin um miðjan hálfleikinn en klúðruðu tækifæri til að komast yfir í eina skiptið í leiknum og eftir það tókst gestunum að sigla framúr þökk sé góðri markvörslu frá Giedrius Morkunas í markinu og fínum sóknarleik. Í upphafi seinni hálfleiks hristu Haukar heimamenn af sér á fyrstu mínútunum og voru skyndilega komnir með tíu marka forystu sem fór aldrei neðar en í átta eða níu mörk eftir það. Um miðjan síðari hálfleik leyfðu gestirnir sér að skipta mörgum af sínum helstu lykilmönnum útaf en ekki tókst Akureyri að nýta sér það. Giedrius Morkunas var í miklum ham og varði sautján bolta, þar af tvö af tveimur vítaskotum sem hann þurfti að mæta. Elías Már var atkvæðamestur í sóknarleik Hauka með átta mörk en Brynjar Hólm og Kristján Orri voru atkvæðamestir hjá Akureyri með þrjú mörk hvor. Haukar unnu sanngjarnan stórsigur á liði Akureyrar og líta bara nokkuð vel út en sama er ekki hægt að segja um kollega þeirra að norðan sem bíða enn eftir fyrstu stigum sínum í vetur.Gunnar: Tapleikurinn kveikti í okkur Haukamenn kaffærðu Akureyri í kvöld í leik þar sem þeir voru yfirburða liðið í öllum þáttum handboltans. Þjálfari þeirra, Gunnar Magnússon var að vonum mjög sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Ég er hrikalega ánægður með strákana. Þeir mættu bara grimmir til leiks og byrjuðu þetta af krafti. Liðsheildin var frábær og vörnin, breiddin í sókninni, hraðaupphlaupin og allt það var í standi,” sagði Gunnar Magnússon. Haukar töpuðu nokkuð óvænt á heimavelli gegn ÍBV í síðustu umferð en svöruðu því vel í kvöld. Gunnar var hæst ánægður með viðbrögð sinna manna. „Það kveikti í okkur og við mættum enn grimmari til leiks núna, staðráðnir í að bæta fyrir þetta. Þetta er langhlaup og mikilvægt að læra af tapleikjunum sem maður lendir í,” Það virtist allt ganga upp hjá Haukunum í dag. Sóknarleikurinn var hraður og beinskeyttur en Gunnar telur vörn og markvörslu vera lykilþátt í sigrinum. „Ég verð að segja að vörn og markvarsla var frábær í dag. Að halda þeim í bara sautján mörkum er stórkostlegt,” sagði Gunnar.Hreiðar Levý: Skrítið ef maður væri ekki örvæntingafullur „Hvar á ég að byrja? Ég fann mig ekki í byrjun þegar mér fannst við gera ágætishluti fyrstu fimmtán mínúturnar og vorum að hanga í þeim. Vörnin var að gera fínt og við unnum nokkra bolta en svo gerist eitthvað. „Við förum að fá á okkur hraðaupphlaup. Þeir voru nokkrum mörkum yfir í hálfleik sem er svo sem enginn dauðadómur en svo klárast þetta eftir eina og hálfa mínútu í seinni hálfleiknum þegar þeir skora einhver þrjú eða fjögur mörk á þeim tíma og þá var leikurinn bara búinn,” sagði Hreiðar Levý, markvörður Akureyrar, í leikslok. Sóknarleikur Akureyrar hefur verið að valda þeim höfuðverk í upphafi móts og er liðið að skora lítið af mörkum og heilt yfir að skjóta nokkuð illa á markið. Hreiðar Levý telur þetta töluvert vandamál en finnst sóknarmenn liðsins reyna að nálgast leikinn á réttan hátt. „Það er áhyggjuefni hvað við skorum lítið. Við höfum verið að missa boltann oft ódýrt og fáum mörg hraðaupphlaup á okkur sem kostar okkur mikið. Ef við skorum ekki meira en tuttugu mörk í leik þá er mjög erfitt að ætla að vinna leiki yfir höfuð. „Við reynum ekki að hægja a boltanum og spila einhvern göngubolta þar sem við skorum bara sautján mörk, við reynum að spila hratt og að skora svo fá mörk úr því er ekki ásættanlegt,” Akureyri er enn stigalaust eftir fjórar umferðir og viðurkennir Hreiðar að það er komin töluverð örvænting í herbúðir Akureyringa í leit að stigum. „Það væri skrítið ef maður væri ekki smá örvæntingafullur í að fá stig eftir fjóra tapleiki í röð. Maður hefur miklar áhyggjur af því að tapa fyrstu fjórum leikjunum og þetta er erfitt en verkefni sem við þurfum að tækla með því að sýna karakter,” sagði Hreiðar. Olís-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Haukar unnu stórsigur, 17-28, á stigalausu liði Akureyrar í KA-heimilinu í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af leiknum áður en Haukar settu í fluggírinn og stungu af. Fyrri hálfleikurinn var spilaður af hraða og krafti hjá báðum liðum sem skilaði sér í nokkuð skemmtilegan handboltaleik. Jafnræði var með liðunum framan af leiknum en Haukar nær allan tíman skrefi á undan Akureyri. Heimamönnum tókst að jafna metin um miðjan hálfleikinn en klúðruðu tækifæri til að komast yfir í eina skiptið í leiknum og eftir það tókst gestunum að sigla framúr þökk sé góðri markvörslu frá Giedrius Morkunas í markinu og fínum sóknarleik. Í upphafi seinni hálfleiks hristu Haukar heimamenn af sér á fyrstu mínútunum og voru skyndilega komnir með tíu marka forystu sem fór aldrei neðar en í átta eða níu mörk eftir það. Um miðjan síðari hálfleik leyfðu gestirnir sér að skipta mörgum af sínum helstu lykilmönnum útaf en ekki tókst Akureyri að nýta sér það. Giedrius Morkunas var í miklum ham og varði sautján bolta, þar af tvö af tveimur vítaskotum sem hann þurfti að mæta. Elías Már var atkvæðamestur í sóknarleik Hauka með átta mörk en Brynjar Hólm og Kristján Orri voru atkvæðamestir hjá Akureyri með þrjú mörk hvor. Haukar unnu sanngjarnan stórsigur á liði Akureyrar og líta bara nokkuð vel út en sama er ekki hægt að segja um kollega þeirra að norðan sem bíða enn eftir fyrstu stigum sínum í vetur.Gunnar: Tapleikurinn kveikti í okkur Haukamenn kaffærðu Akureyri í kvöld í leik þar sem þeir voru yfirburða liðið í öllum þáttum handboltans. Þjálfari þeirra, Gunnar Magnússon var að vonum mjög sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Ég er hrikalega ánægður með strákana. Þeir mættu bara grimmir til leiks og byrjuðu þetta af krafti. Liðsheildin var frábær og vörnin, breiddin í sókninni, hraðaupphlaupin og allt það var í standi,” sagði Gunnar Magnússon. Haukar töpuðu nokkuð óvænt á heimavelli gegn ÍBV í síðustu umferð en svöruðu því vel í kvöld. Gunnar var hæst ánægður með viðbrögð sinna manna. „Það kveikti í okkur og við mættum enn grimmari til leiks núna, staðráðnir í að bæta fyrir þetta. Þetta er langhlaup og mikilvægt að læra af tapleikjunum sem maður lendir í,” Það virtist allt ganga upp hjá Haukunum í dag. Sóknarleikurinn var hraður og beinskeyttur en Gunnar telur vörn og markvörslu vera lykilþátt í sigrinum. „Ég verð að segja að vörn og markvarsla var frábær í dag. Að halda þeim í bara sautján mörkum er stórkostlegt,” sagði Gunnar.Hreiðar Levý: Skrítið ef maður væri ekki örvæntingafullur „Hvar á ég að byrja? Ég fann mig ekki í byrjun þegar mér fannst við gera ágætishluti fyrstu fimmtán mínúturnar og vorum að hanga í þeim. Vörnin var að gera fínt og við unnum nokkra bolta en svo gerist eitthvað. „Við förum að fá á okkur hraðaupphlaup. Þeir voru nokkrum mörkum yfir í hálfleik sem er svo sem enginn dauðadómur en svo klárast þetta eftir eina og hálfa mínútu í seinni hálfleiknum þegar þeir skora einhver þrjú eða fjögur mörk á þeim tíma og þá var leikurinn bara búinn,” sagði Hreiðar Levý, markvörður Akureyrar, í leikslok. Sóknarleikur Akureyrar hefur verið að valda þeim höfuðverk í upphafi móts og er liðið að skora lítið af mörkum og heilt yfir að skjóta nokkuð illa á markið. Hreiðar Levý telur þetta töluvert vandamál en finnst sóknarmenn liðsins reyna að nálgast leikinn á réttan hátt. „Það er áhyggjuefni hvað við skorum lítið. Við höfum verið að missa boltann oft ódýrt og fáum mörg hraðaupphlaup á okkur sem kostar okkur mikið. Ef við skorum ekki meira en tuttugu mörk í leik þá er mjög erfitt að ætla að vinna leiki yfir höfuð. „Við reynum ekki að hægja a boltanum og spila einhvern göngubolta þar sem við skorum bara sautján mörk, við reynum að spila hratt og að skora svo fá mörk úr því er ekki ásættanlegt,” Akureyri er enn stigalaust eftir fjórar umferðir og viðurkennir Hreiðar að það er komin töluverð örvænting í herbúðir Akureyringa í leit að stigum. „Það væri skrítið ef maður væri ekki smá örvæntingafullur í að fá stig eftir fjóra tapleiki í röð. Maður hefur miklar áhyggjur af því að tapa fyrstu fjórum leikjunum og þetta er erfitt en verkefni sem við þurfum að tækla með því að sýna karakter,” sagði Hreiðar.
Olís-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira