Fær leiðréttingu þrátt fyrir að hafa aldrei átt fasteignina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. september 2015 12:48 Frá fundinum í Hörpu er forsætisráðherra og fjármálaráðherra tilkynntu um leiðréttinguna. Þeir tengjast fréttinni ekki að öðru leiti en því að hafa komið leiðréttingunni á fót. vísir/gva Fyrrverandi eiginkona manns á rétt á helmingi leiðréttingar vegna húseignar sem var alfarið í eigu fyrrverandi eiginmanns hennar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Áður en þau gengu í hjúskap skrifuðu þau undir kaupmála þar sem fram kom að maðurinn væri alfarið húseigandi fasteignarinnar og sá hann alfarið um afborganir lánanna sem á eigninni hvíldu. Til hjónabandsins var stofnað í janúar 2008 en leiðir skildu í apríl 2014. Eigandi fasteignarinnar kvartaði í mars þessa árs er hann sá að helmningur leiðréttingarinnar rann til fyrrverandi eiginkonu sinnar. Framvísaði hann bæði kaupmálanum og skilnaðarsamningnum sem sýndi fram á að eignin væri alfarið hans. Taldi hann að það væri tilgangur leiðréttingarinnar að húseigandi og skuldari fengi leiðréttinguna en ekki manneskja sem hafi aldrei tekið við nokkrum af þeim skuldbindingunum sem nú á að leiðrétta. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er vísað til athugasemda við frumvarp það er varð að lögum nr. 35/2014. Þar kemur fram að tilkall til leiðréttingar vegna lána til öflunar húsnæðis til sameiginlegs heimilishalds eigi jafnt við um hjón og einstaklinga sem höfðu sambærilega fjárhagslega samstöðu vegna sambúðar óháð því hvort viðkomandi var formlega skráður fyrir lánum á því tímabili sem leiðréttingu er ætlað að taka til. Orðrétt segir í úrskurðinum að „fjárhæð leiðréttingar og hámark hennar tekur mið af hjúskapar- og heimilisstöðu leiðréttingartímabilsins, óháð því hvor aðili var skráður fyrir leiðréttum lánum á tímabilinu og óháð því hvor er nú ábyrgur fyrir skuldum ef sambýlisfólk uppfyllir skilyrði samsköttunar. Kaupmáli breytir engu í þessu sambandi.“ Af því leiðir að fyrrverandi eiginkona mannsins átti sjálfstæðan rétt á hluta leiðréttingarinnar á meðan þau nutu samsköttunar. Tilkall hennar nemur helmingi leiðréttingar þeirra eða 840.209 krónum. Kröfu mannsins var því hafnað. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Tengdar fréttir Fékk rúma milljón í leiðréttingu en greiddi aldrei af láni Maðurinn fékk helming þeirrar leiðréttingarupphæðar sem féll til vegna láns þáverandi sambýliskonu hans. 9. júlí 2015 14:16 Krefjast frekari svara um Leiðréttinguna Formaður Vinstri-grænna segir brýnt að sem mest gegnsæi ríki um lækkun verðtryggðra húsnæðislána. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Fyrrverandi eiginkona manns á rétt á helmingi leiðréttingar vegna húseignar sem var alfarið í eigu fyrrverandi eiginmanns hennar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Áður en þau gengu í hjúskap skrifuðu þau undir kaupmála þar sem fram kom að maðurinn væri alfarið húseigandi fasteignarinnar og sá hann alfarið um afborganir lánanna sem á eigninni hvíldu. Til hjónabandsins var stofnað í janúar 2008 en leiðir skildu í apríl 2014. Eigandi fasteignarinnar kvartaði í mars þessa árs er hann sá að helmningur leiðréttingarinnar rann til fyrrverandi eiginkonu sinnar. Framvísaði hann bæði kaupmálanum og skilnaðarsamningnum sem sýndi fram á að eignin væri alfarið hans. Taldi hann að það væri tilgangur leiðréttingarinnar að húseigandi og skuldari fengi leiðréttinguna en ekki manneskja sem hafi aldrei tekið við nokkrum af þeim skuldbindingunum sem nú á að leiðrétta. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er vísað til athugasemda við frumvarp það er varð að lögum nr. 35/2014. Þar kemur fram að tilkall til leiðréttingar vegna lána til öflunar húsnæðis til sameiginlegs heimilishalds eigi jafnt við um hjón og einstaklinga sem höfðu sambærilega fjárhagslega samstöðu vegna sambúðar óháð því hvort viðkomandi var formlega skráður fyrir lánum á því tímabili sem leiðréttingu er ætlað að taka til. Orðrétt segir í úrskurðinum að „fjárhæð leiðréttingar og hámark hennar tekur mið af hjúskapar- og heimilisstöðu leiðréttingartímabilsins, óháð því hvor aðili var skráður fyrir leiðréttum lánum á tímabilinu og óháð því hvor er nú ábyrgur fyrir skuldum ef sambýlisfólk uppfyllir skilyrði samsköttunar. Kaupmáli breytir engu í þessu sambandi.“ Af því leiðir að fyrrverandi eiginkona mannsins átti sjálfstæðan rétt á hluta leiðréttingarinnar á meðan þau nutu samsköttunar. Tilkall hennar nemur helmingi leiðréttingar þeirra eða 840.209 krónum. Kröfu mannsins var því hafnað.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Tengdar fréttir Fékk rúma milljón í leiðréttingu en greiddi aldrei af láni Maðurinn fékk helming þeirrar leiðréttingarupphæðar sem féll til vegna láns þáverandi sambýliskonu hans. 9. júlí 2015 14:16 Krefjast frekari svara um Leiðréttinguna Formaður Vinstri-grænna segir brýnt að sem mest gegnsæi ríki um lækkun verðtryggðra húsnæðislána. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Fékk rúma milljón í leiðréttingu en greiddi aldrei af láni Maðurinn fékk helming þeirrar leiðréttingarupphæðar sem féll til vegna láns þáverandi sambýliskonu hans. 9. júlí 2015 14:16
Krefjast frekari svara um Leiðréttinguna Formaður Vinstri-grænna segir brýnt að sem mest gegnsæi ríki um lækkun verðtryggðra húsnæðislána. 4. júlí 2015 07:00