Erlent

Finnst í lagi að njósna um makann

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tæpur helmingur ástralskra ungmenna telja í lagi að njósna um maka sinn, upp að einhverju marki.
Tæpur helmingur ástralskra ungmenna telja í lagi að njósna um maka sinn, upp að einhverju marki. Vísir/Getty Images
Tæpur helmingur ástralskra ungmenna telja í lagi að fylgjast með ferðum og samskiptum maka sinna með því að fylgjast með símum þeirra eða tölvum, og jafnvel koma fyrir njósnabúnaði í tækjunum.

Þetta er niðurstaða könnunnar sem gerð var á meðal 1.923 ungmenna í landinu á aldrinum 16-24 ára. 84 prósent ungmenna töldu alvarlegt að njósna um maka sína í gegnum þessi tæki, en 46 prósent sögðu það þó í lagi upp að einhverju marki. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×