Innlent

Hollenska dýpkunarskipið hefur ítrekað þurft frá að hverfa í Landeyjarhöfn

Gissur Sigurðsson skrifar
Dýpkunarskipið Perla hóf árið 2010 að dæla sandi upp úr Landeyjahöfn.
Dýpkunarskipið Perla hóf árið 2010 að dæla sandi upp úr Landeyjahöfn. vísir/óskar p. friðriksson
Stóra hollenska  dýpkunarskipið  sem kom nýverið til landsins til að dýpka innsiglinguna til Landeyjahafnar hefur ítrekað orðið frá að hverfa vegna ölduhæðar.

Það virðist ekki getað athafnað sig í umtalsvert meiri ölduhæð en litlu skipin sem notuð hafa verið til þessa. Þá er það svo langt, eða 90 metrar, að það getur ekki athafnað sig inni í sjálfri höfninni heldur aðeins dælt fyrir utan hana.

Vonir höfðu verið bundnar við að 
skipið  gæti haldið höfninni opinni lengur en verið hefur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×