Rammaáætlun um nýtingu virkjunarkosta aftur á dagskrá Svavar Hávarðsson skrifar 24. september 2015 07:00 Talað var um að sprengju hefði verið varpað inn í þingið í fyrravetur þegar meirihluti atvinnuveganefndar lagði til að færa virkjanir í neðri hluta Þjórsár og Skrokköldu úr biðflokki í nýtingu. Deilur stóðu vikum saman, án niðurstöðu. Atvinnuveganefnd Alþingis hefur kallað til fundar við sig nú í morgunsárið fulltrúa orkufyrirtækja, formann verkefnisstjórnar Rammaáætlunar og ráðuneytisstjóra viðkomandi fagráðuneyta. Tekin verða fyrir nokkur stór ágreiningsmál sem borin voru upp við nefndina á því tímabili sem breytingartillaga meirihluta nefndarinnar um rammaáætlun var til meðferðar á Alþingi í vor. Þá lagði umhverfisráðherra fram þingsályktunartillögu um að Hvammsvirkjun í Þjórsá yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Atvinnuveganefnd lagði til að fjórir kostir til viðbótar yrðu færðir úr bið í nýtingarflokk sem olli hörðum deilum. Málið var ekki leitt til lykta á þinginu, en umræðum um rammaáætlun frestað.Jón GunnarssonJón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sem sagði við atkvæðagreiðslu í byrjun júlí að aðeins væri um hálfleik að ræða, segir að það sem verði rætt á fundinum sé vinnulag við rammaáætlun, og þær athugasemdir sem bornar hafi verið upp við nefndina á vormánuðum. „Það sem við viljum leiða fram er sá djúpstæði ágreiningur sem er um það hvernig vinna á rammaáætlun." Jón segir ekkert ákveðið um næstu skref, spurður hvort breytingartillagan verði endurvakin með einhverjum hætti. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur gefið út að það muni hún ekki gera – niðurstaða þingsins hefði verið að senda einn kost í nýtingarflokk – en bætti því við að þingmenn geti gert tillögu um að Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði skoðaðar. Jón segir að niðurstaða fundarins í dag verði í framhaldinu tekin upp við umhverfisráðuneytið og umhverfisráðherra „sem gæti brugðist við með einhverjum hætti. Ef ráðuneytið fær upplýsingar um að ekki sé unnið eftir lögunum þá geri ég ráð fyrir því að það verði brugðist við slíku“. Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Atvinnuveganefnd Alþingis hefur kallað til fundar við sig nú í morgunsárið fulltrúa orkufyrirtækja, formann verkefnisstjórnar Rammaáætlunar og ráðuneytisstjóra viðkomandi fagráðuneyta. Tekin verða fyrir nokkur stór ágreiningsmál sem borin voru upp við nefndina á því tímabili sem breytingartillaga meirihluta nefndarinnar um rammaáætlun var til meðferðar á Alþingi í vor. Þá lagði umhverfisráðherra fram þingsályktunartillögu um að Hvammsvirkjun í Þjórsá yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Atvinnuveganefnd lagði til að fjórir kostir til viðbótar yrðu færðir úr bið í nýtingarflokk sem olli hörðum deilum. Málið var ekki leitt til lykta á þinginu, en umræðum um rammaáætlun frestað.Jón GunnarssonJón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sem sagði við atkvæðagreiðslu í byrjun júlí að aðeins væri um hálfleik að ræða, segir að það sem verði rætt á fundinum sé vinnulag við rammaáætlun, og þær athugasemdir sem bornar hafi verið upp við nefndina á vormánuðum. „Það sem við viljum leiða fram er sá djúpstæði ágreiningur sem er um það hvernig vinna á rammaáætlun." Jón segir ekkert ákveðið um næstu skref, spurður hvort breytingartillagan verði endurvakin með einhverjum hætti. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur gefið út að það muni hún ekki gera – niðurstaða þingsins hefði verið að senda einn kost í nýtingarflokk – en bætti því við að þingmenn geti gert tillögu um að Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði skoðaðar. Jón segir að niðurstaða fundarins í dag verði í framhaldinu tekin upp við umhverfisráðuneytið og umhverfisráðherra „sem gæti brugðist við með einhverjum hætti. Ef ráðuneytið fær upplýsingar um að ekki sé unnið eftir lögunum þá geri ég ráð fyrir því að það verði brugðist við slíku“.
Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira