Erlent

Réttað yfir mönnum sem drápu pandabjörn

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að færri en tvö þúsund villtir pandabirnir séu til í heiminum.
Talið er að færri en tvö þúsund villtir pandabirnir séu til í heiminum. Vísir/Getty
Þrír kínverskir menn hafa verið ákærðir fyrir að selja kjöt úr pandabirni sem þeir skutu. Veiði slíkra bjarna er einkar sjaldgæf í Kína þar sem Kínverjar líta á björninn sem þjóðargersemi. Áætlað er að færri en tvö þúsund villtir birnir séu til í heiminum.

Samkvæmt lögum í Kína eiga mennirnir yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm. Hins vegar er einnig hægt að dæma mennina til dauða eða í lífstíðarfangelsi.

Bræðurnir Wang Wenlin og Wang Wencai eru sakaðir um að hafa skotið björninn. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa selt kjöt og fætur dýrsins til annars manns, Li Kequan, sem áframseldi kjötið til sex einstaklinga.

Samkvæmt BBC hefur málið vakið mikinn óhug á kínverskum samfélagsmiðlum. Bræðurnir eru einnig sagðir hafa borðað hluta af kjötinu sem þeir skáru af dýrinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×