Telja mikinn efnahagslegan ávinning af flóttamönnum Sæunn Gísladóttir skrifar 23. september 2015 15:16 Framleiðslugeta evrusvæðisins gæti aukist verulega með innflæði flóttamanna. Vísir/NordicPhotos/AFP Credit Suisse segir flóttamenn mjög góða til lengri og styttri tíma fyrir hagkerfi evrusvæðisins. Á mánudaginn sögðu þau Christel Aranda-Hassel, Peter Foley, og Sonali Punhani hjá Credit Suisse í skýrslu að innflæði flóttamanna og innflytjenda væri jákvætt fyrir hagspá Evrópu til lengri og styttri tíma litið.Í skýrslunni segir að til skamms tíma muni innflæðið ýta undir hagvöxt. Kostnaður af húsnæði, mat og öðrum nauðsynjum sem stjórnvöld munu standa undir hafa margfeldisáhrif á hagkerfið. Þessi útgjöld gætu leitt til 0,2-0,3% hagvaxtaraukningu innan evrusvæðisins á næsta ári. „Allur peningur sem fer í nauðsynjar mun líklega finna leið aftur inn í hagkerfið,“ segir í skýrslunni. Stærri viðbót er hins vegar langtíma áhrifin á vinnumarkaði. Íbúar Evrópu eru að eldast, sér í lagi í Þýskalandi og á Ítalíu, ellilífeyrisþegum fer því fjölgandi. Þar sem skatttekjur vinnandi fólks greiða að hluta til ellilífeyrinn mun aukning af ungu fólki á vinnumarkaðsaldri hafa jákvæð áhrif. Þrír fjórðu innflytjenda eru á vinnumarkðsaldri og gætu því haft töluverð áhrif. Samkvæmt útreikningum Credit Suisse gæti aukningin í fjöldanum á vinnumarkaði tvöfaldað framlag vinnuafls til vaxtar framleiðslugetu úr 0,2% í 0,4% árlega frá 2015 til 2023. Með því gæti framleiðslugeta aukist úr 1,1% aukningu á ári í 1,3% aukningu. Frétt Business Insider um málið. Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Credit Suisse segir flóttamenn mjög góða til lengri og styttri tíma fyrir hagkerfi evrusvæðisins. Á mánudaginn sögðu þau Christel Aranda-Hassel, Peter Foley, og Sonali Punhani hjá Credit Suisse í skýrslu að innflæði flóttamanna og innflytjenda væri jákvætt fyrir hagspá Evrópu til lengri og styttri tíma litið.Í skýrslunni segir að til skamms tíma muni innflæðið ýta undir hagvöxt. Kostnaður af húsnæði, mat og öðrum nauðsynjum sem stjórnvöld munu standa undir hafa margfeldisáhrif á hagkerfið. Þessi útgjöld gætu leitt til 0,2-0,3% hagvaxtaraukningu innan evrusvæðisins á næsta ári. „Allur peningur sem fer í nauðsynjar mun líklega finna leið aftur inn í hagkerfið,“ segir í skýrslunni. Stærri viðbót er hins vegar langtíma áhrifin á vinnumarkaði. Íbúar Evrópu eru að eldast, sér í lagi í Þýskalandi og á Ítalíu, ellilífeyrisþegum fer því fjölgandi. Þar sem skatttekjur vinnandi fólks greiða að hluta til ellilífeyrinn mun aukning af ungu fólki á vinnumarkaðsaldri hafa jákvæð áhrif. Þrír fjórðu innflytjenda eru á vinnumarkðsaldri og gætu því haft töluverð áhrif. Samkvæmt útreikningum Credit Suisse gæti aukningin í fjöldanum á vinnumarkaði tvöfaldað framlag vinnuafls til vaxtar framleiðslugetu úr 0,2% í 0,4% árlega frá 2015 til 2023. Með því gæti framleiðslugeta aukist úr 1,1% aukningu á ári í 1,3% aukningu. Frétt Business Insider um málið.
Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira