Erlent

Hundrað fangar náðaðir í Egyptalandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Abdel Fatta al-Sisi, forseti Egyptalands.
Abdel Fatta al-Sisi, forseti Egyptalands. Vísir/EPA
Abdel Fatta al-Sisi, forseti Egyptalands, hefur náðað hundrað fagna þar í landi. Meðal þeirra eru kanadíski blaðamaðurinn Mohamed Fahmy. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi, ásamt þremur öðrum blaðamönnum, fyrir að vinna án leyfis og að birta efni sem væri skaðlegt ríkinu. Allir unnu þeir fyrir Al-Jazeera.

Bahmer Mohammed var einnig náðaður auk annars manns sem hefur ekki verið nafngreindur.

Við endurupptöku dómsmáls fjórmenninganna sagði dómarinn að þeir hefðu komið með upptökubúnað til Egyptalands í leyfisleysi, þeir hefðu starfað án leyfis að þeir hefðu flutt falsar fréttir.

Samkvæmt AP fréttaveitunni eru góðgerðarstarfsmennirnir Sanaa Seif og Yara Sallam á meðal þeirra sem hafa fengið náðun. Föngunum verður sleppt á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×