Innlent

Lengra fæðingarorlof grefur undan konum

Sveinn Arnarsson skrifar
Feðrum sem taka fæðingarorlof fækkar.
Feðrum sem taka fæðingarorlof fækkar. nordicphotos/getty
Enn fækkar feðrum sem fara í fæðingarorlof. Tæp 80 prósent feðra barna fæddra árið 2014 hafa tekið fæðingarorlof. Þróunin hefur verið samfelld frá 2008.

„Við viljum hafa þetta sem jafnast og þegar best lét tóku yfir 90 prósent feðra orlof. Nú eru tímarnir breyttir,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. „Við erum komin talsvert niður frá hruni. Um leið og farið var að grípa til lagabreytinga og lækka greiðslur þá gerist þetta, skýr tenging er þar á milli.“

Leó Örn segir mikilvægara að hækka hámarksgreiðslurnar en að lengja orlofið. Nú sé svo komið að feður nýti ekki sína þrjá mánuði og því einsýnt að lenging fæðingarorlofs skili sér ekki. „Ef feður nýta ekki mánuðina sína í núverandi ástandi eru þeir ekki að fara að nýta fleiri mánuði í lengdu fæðingarorlofi. Þá fer maður að horfa á hvaða áhrif það kann að hafa á stöðu kynjanna á vinnumarkaðnum. Slæmt yrði ef mæður tækju allt sitt fæðingarorlof en feður yrðu enn þá meiri eftirbátar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×