Skipverjarnir allir heilir á húfi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. september 2015 18:57 Hér má sjá sigmann þyrlu Landhelgisgæslunnar síga um borð í Sóleyju Sigurjóns. Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns í hádeginu í dag og er báturinn nú í togi á leið til hafnar á Akureyri. Áætlað er að hann verði kominn til hafnar um klukkan fjögur í nótt. Skipverjum tókst sjálfum að slökkva eldinn með því að loka vélarrýminu og setja slökkvikerfi þess í gang.Þessi mynd er tekin úr eftirlitskerfi TF-SIFJAR, flugvél Landhelgisgæslunnar, en á henni sést hvernig unnt var að greina hita umhverfis útblástursrör vélarrýmisins.mynd/lhg„Skipverjar eru allir heilir á húfi og voru þannig lagað séð ekki í hættu. Þeir höfðu aðstæður undir stjórn en það getur alltaf leitt til frekari hættu þegar eldur er um borð í skipum úti á sjó, því skipverjar komast ekki langt,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar. Kallaðar voru út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og með annarri þeirra voru sendir reykkafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði og Skagaströnd jafnframt kölluð út sem og flugvél Landhelgisgæslunnar, en hún var í eftlirlitsflugi út af Austfjörðum. Hér má sjá sigmann þyrlu Landhelgisgæslunnar og reykkafara þar sem þeir eru komnir um borð í Sóleyju Sigurjóns. Myndin er tekin úr TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar.mynd/lhgAuk þess var ákveðið að senda varðskipið Þór áleiðis á vettvang en skipið var statt við Snæfellsnes. Haft var samband við nærliggjandi skip og báta og var afráðið að Tómas Þorvaldsson sem statt var í innan við klukkustundar fjarlægð frá Sóleyju Sigurjóns héldi á staðinn. „Skemmdirnar voru það miklar að þeir komu aðalvél skipsins ekki í gang og ófært var að sigla af svæðinu, þannig að það var afráðið að Tómas Þorvaldsson dragi Sóleyju inn til Akureyrar, en aðrar björgunareiningar hafa verið afþakkaðar og eru farnar af svæðinu,“ segir Ásgrímur.Sóley Sigurjóns og TF-LIF.mynd/lhg Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns í hádeginu í dag og er báturinn nú í togi á leið til hafnar á Akureyri. Áætlað er að hann verði kominn til hafnar um klukkan fjögur í nótt. Skipverjum tókst sjálfum að slökkva eldinn með því að loka vélarrýminu og setja slökkvikerfi þess í gang.Þessi mynd er tekin úr eftirlitskerfi TF-SIFJAR, flugvél Landhelgisgæslunnar, en á henni sést hvernig unnt var að greina hita umhverfis útblástursrör vélarrýmisins.mynd/lhg„Skipverjar eru allir heilir á húfi og voru þannig lagað séð ekki í hættu. Þeir höfðu aðstæður undir stjórn en það getur alltaf leitt til frekari hættu þegar eldur er um borð í skipum úti á sjó, því skipverjar komast ekki langt,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar. Kallaðar voru út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og með annarri þeirra voru sendir reykkafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði og Skagaströnd jafnframt kölluð út sem og flugvél Landhelgisgæslunnar, en hún var í eftlirlitsflugi út af Austfjörðum. Hér má sjá sigmann þyrlu Landhelgisgæslunnar og reykkafara þar sem þeir eru komnir um borð í Sóleyju Sigurjóns. Myndin er tekin úr TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar.mynd/lhgAuk þess var ákveðið að senda varðskipið Þór áleiðis á vettvang en skipið var statt við Snæfellsnes. Haft var samband við nærliggjandi skip og báta og var afráðið að Tómas Þorvaldsson sem statt var í innan við klukkustundar fjarlægð frá Sóleyju Sigurjóns héldi á staðinn. „Skemmdirnar voru það miklar að þeir komu aðalvél skipsins ekki í gang og ófært var að sigla af svæðinu, þannig að það var afráðið að Tómas Þorvaldsson dragi Sóleyju inn til Akureyrar, en aðrar björgunareiningar hafa verið afþakkaðar og eru farnar af svæðinu,“ segir Ásgrímur.Sóley Sigurjóns og TF-LIF.mynd/lhg
Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira