Erlent

Kona stökk úr bíl á ferð eftir að hún fann könguló á öxl sinni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Bíllinn er ansi illa farinn.
Bíllinn er ansi illa farinn. mynd/Kosciusko County Sheriff's Department
Kona sem stökk úr bíl á ferð, eftir að hún sá könguló á öxl sinni, verður ekki ákærð fyrir athæfið. Bíllinn endaði framan á skólarútu og er töluvert illa farinn. Níu ára sonur konunnar varð eftir í bílnum og slasaðist í árekstrinum. Þetta kemur fram hjá AP.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var konan, Angela Kipp, að bakka bíl sínum úr innkeyrslunni heima hjá sér í Sýrakúsu, Indiana, er slysið varð. Hún sá köngulóna á öxl sinni og stökk í kjölfarið úr bílnum.

Bíllinn var enn í gír og brá sonur hennar á það ráð að fara í ökumannssætið og reyna að stöðva bílinn. Hann steig hins vegar á bensíngjöf bílsins en ekki bremsuna með fyrrgreindum afleiðingum. Hann var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka á höfði.

Líkt og áður segir þykir ekki ástæða til þess að ákæra konuna fyrir háttalag hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×