Hólmfríður: Væri ekki með mikinn metnað ef ég vildi ekki byrja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2015 13:00 Hólmfríður leikur væntanlega sinn 99. landsleik í kvöld. vísir/getty Hólmfríður Magnúsdóttir kom sterk inn í vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu á fimmtudaginn í síðustu viku. Hólmfríður kom inn á sem varamaður í hálfleik og strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks kom hún Íslandi í 2-0. Hún gulltryggði svo 4-1 sigur Íslands með afar sérstöku marki á 76. mínútu. Hólmfríður er nú kominn með 36 mörk í 98 landsleikjum en hún hefur sjaldan verið í jafn góðu formi og nú. „Tilfinningin er mjög góð og við erum búnar að fá góðan tíma saman og höfum nýtt hann vel,“ sagði Hólmfríður um leikinn mikilvæga gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld. „Við erum allar klárar í leikinn og erum búnar að fara yfir styrk- og veikleika þeirra á myndbandsfundum. En við ætlum aðallega að einbeita okkur að okkur sjálfum og okkar leik,“ bætti Hólmfríður við en hvað vita íslensku stelpurnar um lið Hvít-Rússa? „Þær eru skipulagðar og við þurfum að sýna þolinmæði. Ef við klárum okkar vinnu á vellinum býst ég við að fá þrjú stig. Við þurfum að halda halda háu tempói og vera fljótar að færa boltann milli kanta.“ Hólmfríður var nokkuð sátt við leikinn gegn Slóvakíu þótt ýmsir vankantar hafi verið á leik íslenska liðsins. „Við vorum ekki búnar að spila landsleik svolítið lengi og við þurftum á þessum leik að halda til að hrista okkur saman. Við erum búnar að fara yfir það sem var jákvætt og neikvætt í leiknum en það var fleira jákvætt en neikvætt,“ sagði Hólmfríður sem vonast að sjálfsögðu eftir því að byrja leikinn í kvöld. „Já, ég væri ekki með mikinn metnað ef ég vonaðist ekki til að byrja í leiknum.“ Hólmfríður hefur sjaldan spilað betur en í ár en hún hefur skorað sjö mörk í 15 deildarleikjum fyrir Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni. „Ég hef spilað mjög vel úti í Noregi í ár og búin að vera heppin með meiðsli. Ég hef spilað hverju einustu mínútu, verið að skora og leggja upp og er með mikið sjálfstraust og vona að ég geti fært það inn í landsleikinn á morgun (í dag),“ sagði Hólmfríður sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Avaldsnes sem er í 2. sæti norsku deildarinnar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00 Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir kom sterk inn í vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu á fimmtudaginn í síðustu viku. Hólmfríður kom inn á sem varamaður í hálfleik og strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks kom hún Íslandi í 2-0. Hún gulltryggði svo 4-1 sigur Íslands með afar sérstöku marki á 76. mínútu. Hólmfríður er nú kominn með 36 mörk í 98 landsleikjum en hún hefur sjaldan verið í jafn góðu formi og nú. „Tilfinningin er mjög góð og við erum búnar að fá góðan tíma saman og höfum nýtt hann vel,“ sagði Hólmfríður um leikinn mikilvæga gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld. „Við erum allar klárar í leikinn og erum búnar að fara yfir styrk- og veikleika þeirra á myndbandsfundum. En við ætlum aðallega að einbeita okkur að okkur sjálfum og okkar leik,“ bætti Hólmfríður við en hvað vita íslensku stelpurnar um lið Hvít-Rússa? „Þær eru skipulagðar og við þurfum að sýna þolinmæði. Ef við klárum okkar vinnu á vellinum býst ég við að fá þrjú stig. Við þurfum að halda halda háu tempói og vera fljótar að færa boltann milli kanta.“ Hólmfríður var nokkuð sátt við leikinn gegn Slóvakíu þótt ýmsir vankantar hafi verið á leik íslenska liðsins. „Við vorum ekki búnar að spila landsleik svolítið lengi og við þurftum á þessum leik að halda til að hrista okkur saman. Við erum búnar að fara yfir það sem var jákvætt og neikvætt í leiknum en það var fleira jákvætt en neikvætt,“ sagði Hólmfríður sem vonast að sjálfsögðu eftir því að byrja leikinn í kvöld. „Já, ég væri ekki með mikinn metnað ef ég vonaðist ekki til að byrja í leiknum.“ Hólmfríður hefur sjaldan spilað betur en í ár en hún hefur skorað sjö mörk í 15 deildarleikjum fyrir Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni. „Ég hef spilað mjög vel úti í Noregi í ár og búin að vera heppin með meiðsli. Ég hef spilað hverju einustu mínútu, verið að skora og leggja upp og er með mikið sjálfstraust og vona að ég geti fært það inn í landsleikinn á morgun (í dag),“ sagði Hólmfríður sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Avaldsnes sem er í 2. sæti norsku deildarinnar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00 Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00
Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30