Áhuginn á Alzheimer svo mikill að Kári Stefánsson komst ekki að og yfirgaf svæðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2015 10:28 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/GVA Um 300 manns mættu á árlega málfstofu FAAS, félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma, á Grand hóteli í gær. Í þetta skiptið var heilinn í brennidepli en málstofan var undir yfirskriftinni „Hvað er að frétta af heilanum?“ „Við höfum alltaf málstofu um efni sem er heitt á hverjum tíma,“ segir Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri FAAS. Aðsóknin í ár hafi verið svo rosaleg að málstofan hafi farið fram í stærsta fyrirlestrarsalnum á Grand hótel sem þó dugði ekki til. „Það var fullt og fólk þurfti að sitja frammi á gangi,“ segir Svava um áhugann á málstofu gærdagsins. „Þetta sýnir hve mikil þörfin er fyrir fræðslu og upplýsingar.“ Meðal þeirra sem taka áttu til máls var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Það kom hins vegar mörgum í opna skjöldu þegar Kári yfirgaf salinn að lokinni ræðu Steinunnar Þórðardóttur, öldrunarlæknis sem fjallaði um snemmgreiningu Alzheimersjúkdómsins. Þá hafði Kári ekki tekið til máls eins og til stóð.Svava Aradóttir.Eiga Kára bara inni „Það var svo mikill fjöldi af fólki að það tók tíma að koma þeim fyrir. Svo var einhver smá misskilningur varðandi tæknilega atriði. Kári mátti ekki vera að því að bíða. Við eigum hann bara inni,“ segir Svava sem þótti mikið til fyrirlesturs Steinunnar koma. Hún fjallaði um mikilvægi þess að Alzheimer greinist eins fljótt og kostur er. Um mannréttindamál er að ræða svo fólk geti skipulagt í tíma það sem eftir lifir lífsins að sögn Svövu. „Hún er að snúa heim eftir sérnám erlendis,“ segir Svava full tilhlökkunar að fá menntaða íslenska sérfræðinga til landsins. Auk umræða um sjúkdóminn mætti Ari Eldjárn og fór með gamanmál. „Umræðuefnið er afskaplega þungt og alvarlegt þannig að við höfum alltaf lokið málstofunni á léttari nótum. Ari fór algjörlega á kostum eins og hans er von og vísa.“ Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Um 300 manns mættu á árlega málfstofu FAAS, félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma, á Grand hóteli í gær. Í þetta skiptið var heilinn í brennidepli en málstofan var undir yfirskriftinni „Hvað er að frétta af heilanum?“ „Við höfum alltaf málstofu um efni sem er heitt á hverjum tíma,“ segir Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri FAAS. Aðsóknin í ár hafi verið svo rosaleg að málstofan hafi farið fram í stærsta fyrirlestrarsalnum á Grand hótel sem þó dugði ekki til. „Það var fullt og fólk þurfti að sitja frammi á gangi,“ segir Svava um áhugann á málstofu gærdagsins. „Þetta sýnir hve mikil þörfin er fyrir fræðslu og upplýsingar.“ Meðal þeirra sem taka áttu til máls var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Það kom hins vegar mörgum í opna skjöldu þegar Kári yfirgaf salinn að lokinni ræðu Steinunnar Þórðardóttur, öldrunarlæknis sem fjallaði um snemmgreiningu Alzheimersjúkdómsins. Þá hafði Kári ekki tekið til máls eins og til stóð.Svava Aradóttir.Eiga Kára bara inni „Það var svo mikill fjöldi af fólki að það tók tíma að koma þeim fyrir. Svo var einhver smá misskilningur varðandi tæknilega atriði. Kári mátti ekki vera að því að bíða. Við eigum hann bara inni,“ segir Svava sem þótti mikið til fyrirlesturs Steinunnar koma. Hún fjallaði um mikilvægi þess að Alzheimer greinist eins fljótt og kostur er. Um mannréttindamál er að ræða svo fólk geti skipulagt í tíma það sem eftir lifir lífsins að sögn Svövu. „Hún er að snúa heim eftir sérnám erlendis,“ segir Svava full tilhlökkunar að fá menntaða íslenska sérfræðinga til landsins. Auk umræða um sjúkdóminn mætti Ari Eldjárn og fór með gamanmál. „Umræðuefnið er afskaplega þungt og alvarlegt þannig að við höfum alltaf lokið málstofunni á léttari nótum. Ari fór algjörlega á kostum eins og hans er von og vísa.“
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira