Birkir Kristinsson og félagar fyrir Hæstarétt í nóvember Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2015 10:24 Birkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, starfaði sem viðskiptastjóri einkabankaþjónustu Glitnis. vísir Mál sérstaks saksóknara gegn Birki Kristinssyni, Jóhannesi Baldurssyni, Elmari Svavarssyni og Magnúsi Arnari Arngrímssyni verður flutt í Hæstarétti þann 6. nóvember næstkomandi.Dómur gekk í héraði í málinu í júní í fyrra en fjórmenningarnir eru allir fyrrverandi starfsmenn Glitnis. Þeir hlutu þunga fangelsisdóma fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik og brot á lögum um ársreikninga. Birkir, sem er fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Það snerist um 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007 en félagið var í eigu Birkis sem var viðskiptastjóri einkabankaþjónustu Glitnis. Jóhannes og Elmar voru einnig dæmdir í fimm ára fangelsi og Magnús Arnar hlaut fjögurra ára dóm. Ákæran á hendur fjórmenningunum var í sex liðum. Í fyrsta lagi voru Jóhannes, Magnús og Elmar ákærðir fyrir umboðssvik með því að veita BK-44 lánið til að kaupa bréf í bankanum. Bréfin voru keypt aftur af Birki sumarið 2008 á yfirverði, samkvæmt ákæru, og var tjónið af því metið á 1,9 milljarða. Í öðru lagi voru Elmar og Jóhannes ákærðir fyrir umboðssvik með því að gera „munnlegan samning við ákærða Birki um skaðleysi félags hans“ – að hann gæti ekki tapað á viðskiptunum vegna þess að bréfin yrðu keypt aftur seinna á gamla verðinu óháð markaðsvirði.Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar SvavarssonvísirSamkvæmt ákærunni fékk Birkir raunar meira en það sem hann hafði fengið að láni til baka og græddi 86 milljónir á viðskiptunum. Í þriðja lið var Elmar ákærður fyrir umboðssvik með því að standa þannig að uppgjöri samningsins. Í fjórða lið var Birkir ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikunum, en til vara hylmingu og peningaþvætti, „með því að hafa lagt á ráðin með meðákærðu“ um fléttuna. Honum hafi hlotið, sem starfsmanni bankans, að vera ljóst að viðskiptin væru óeðlileg og brytu í bága við reglur bankans. Í fimmta ákærulið var Jóhannesi, Elmari og Birki gefin að sök markaðsmisnotkun, þar sem viðskiptin hafi byggst á „blekkingum og sýndarmennsku“ og verið líkleg til að gefa markaðnum villandi hugmynd um eftirspurn bréfa í bankanum. Í síðasta liðnum var Birkir ákærður fyrir „meiriháttar brot gegn ársreikningalögum“ með því að greina ekki að nokkru leyti frá láninu í ársreikningi BK-44 fyrir árið 2007.Uppfært 18. október: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að málið yrði tekið fyrir í Hæstarétti þann 6. desember. Var það samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara en málið er nú komið á dagskrá Hæstaréttar þann 6. nóvember næstkomandi. Tengdar fréttir Áfrýjun á leiðinni til ríkissaksóknara Lögmaður Birkis Kristinssonar segir að skjólstæðingur sinn hafi ekki átt von á öðru en að málinu yrði vísað frá eða hann yrði sýknaður. 23. júní 2014 15:54 Fjórir ákærðir fyrir lán til Birkis Kristinssonar Sérstakur saksóknari hefur ákært Birki Kristinsson og þrjá aðra fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og fleira. Ástæðan er 3,8 milljarða lán til félags í eigu Birkis til kaupa á bréfum í bankanum. 3. júlí 2013 07:00 Birkir samdi við slitastjórn Glitnis Birkir Kristinsson samdi við slitastjórn Glitnis um að endurgreiða tugmilljóna hagnað sinn af hlutabréfaeign í bankanum, sem saksóknari telur ólögmætan. Honum hefur því ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum. 3. júlí 2013 11:30 Þrír af fjórum neituðu sök í Glitnismáli Birkir Kristins tók ekki afstöðu til sakarefnis við þingfestingu 4. september 2013 16:45 Birkir dæmdur í fimm ára fangelsi Birkir Kristinsson, Jóhannes Baldursson og Elmari Svavarssyni voru dæmdir í fimm ára fangelsi og Magnús Arnar Arngrímsson í fjögurra ára fangelsi. 23. júní 2014 14:01 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Mál sérstaks saksóknara gegn Birki Kristinssyni, Jóhannesi Baldurssyni, Elmari Svavarssyni og Magnúsi Arnari Arngrímssyni verður flutt í Hæstarétti þann 6. nóvember næstkomandi.Dómur gekk í héraði í málinu í júní í fyrra en fjórmenningarnir eru allir fyrrverandi starfsmenn Glitnis. Þeir hlutu þunga fangelsisdóma fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik og brot á lögum um ársreikninga. Birkir, sem er fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Það snerist um 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007 en félagið var í eigu Birkis sem var viðskiptastjóri einkabankaþjónustu Glitnis. Jóhannes og Elmar voru einnig dæmdir í fimm ára fangelsi og Magnús Arnar hlaut fjögurra ára dóm. Ákæran á hendur fjórmenningunum var í sex liðum. Í fyrsta lagi voru Jóhannes, Magnús og Elmar ákærðir fyrir umboðssvik með því að veita BK-44 lánið til að kaupa bréf í bankanum. Bréfin voru keypt aftur af Birki sumarið 2008 á yfirverði, samkvæmt ákæru, og var tjónið af því metið á 1,9 milljarða. Í öðru lagi voru Elmar og Jóhannes ákærðir fyrir umboðssvik með því að gera „munnlegan samning við ákærða Birki um skaðleysi félags hans“ – að hann gæti ekki tapað á viðskiptunum vegna þess að bréfin yrðu keypt aftur seinna á gamla verðinu óháð markaðsvirði.Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar SvavarssonvísirSamkvæmt ákærunni fékk Birkir raunar meira en það sem hann hafði fengið að láni til baka og græddi 86 milljónir á viðskiptunum. Í þriðja lið var Elmar ákærður fyrir umboðssvik með því að standa þannig að uppgjöri samningsins. Í fjórða lið var Birkir ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikunum, en til vara hylmingu og peningaþvætti, „með því að hafa lagt á ráðin með meðákærðu“ um fléttuna. Honum hafi hlotið, sem starfsmanni bankans, að vera ljóst að viðskiptin væru óeðlileg og brytu í bága við reglur bankans. Í fimmta ákærulið var Jóhannesi, Elmari og Birki gefin að sök markaðsmisnotkun, þar sem viðskiptin hafi byggst á „blekkingum og sýndarmennsku“ og verið líkleg til að gefa markaðnum villandi hugmynd um eftirspurn bréfa í bankanum. Í síðasta liðnum var Birkir ákærður fyrir „meiriháttar brot gegn ársreikningalögum“ með því að greina ekki að nokkru leyti frá láninu í ársreikningi BK-44 fyrir árið 2007.Uppfært 18. október: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að málið yrði tekið fyrir í Hæstarétti þann 6. desember. Var það samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara en málið er nú komið á dagskrá Hæstaréttar þann 6. nóvember næstkomandi.
Tengdar fréttir Áfrýjun á leiðinni til ríkissaksóknara Lögmaður Birkis Kristinssonar segir að skjólstæðingur sinn hafi ekki átt von á öðru en að málinu yrði vísað frá eða hann yrði sýknaður. 23. júní 2014 15:54 Fjórir ákærðir fyrir lán til Birkis Kristinssonar Sérstakur saksóknari hefur ákært Birki Kristinsson og þrjá aðra fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og fleira. Ástæðan er 3,8 milljarða lán til félags í eigu Birkis til kaupa á bréfum í bankanum. 3. júlí 2013 07:00 Birkir samdi við slitastjórn Glitnis Birkir Kristinsson samdi við slitastjórn Glitnis um að endurgreiða tugmilljóna hagnað sinn af hlutabréfaeign í bankanum, sem saksóknari telur ólögmætan. Honum hefur því ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum. 3. júlí 2013 11:30 Þrír af fjórum neituðu sök í Glitnismáli Birkir Kristins tók ekki afstöðu til sakarefnis við þingfestingu 4. september 2013 16:45 Birkir dæmdur í fimm ára fangelsi Birkir Kristinsson, Jóhannes Baldursson og Elmari Svavarssyni voru dæmdir í fimm ára fangelsi og Magnús Arnar Arngrímsson í fjögurra ára fangelsi. 23. júní 2014 14:01 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Áfrýjun á leiðinni til ríkissaksóknara Lögmaður Birkis Kristinssonar segir að skjólstæðingur sinn hafi ekki átt von á öðru en að málinu yrði vísað frá eða hann yrði sýknaður. 23. júní 2014 15:54
Fjórir ákærðir fyrir lán til Birkis Kristinssonar Sérstakur saksóknari hefur ákært Birki Kristinsson og þrjá aðra fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og fleira. Ástæðan er 3,8 milljarða lán til félags í eigu Birkis til kaupa á bréfum í bankanum. 3. júlí 2013 07:00
Birkir samdi við slitastjórn Glitnis Birkir Kristinsson samdi við slitastjórn Glitnis um að endurgreiða tugmilljóna hagnað sinn af hlutabréfaeign í bankanum, sem saksóknari telur ólögmætan. Honum hefur því ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum. 3. júlí 2013 11:30
Þrír af fjórum neituðu sök í Glitnismáli Birkir Kristins tók ekki afstöðu til sakarefnis við þingfestingu 4. september 2013 16:45
Birkir dæmdur í fimm ára fangelsi Birkir Kristinsson, Jóhannes Baldursson og Elmari Svavarssyni voru dæmdir í fimm ára fangelsi og Magnús Arnar Arngrímsson í fjögurra ára fangelsi. 23. júní 2014 14:01