Fljúga til Egilsstaða ef Íslendingar borga með Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2015 09:16 Áætlað er að flogið verði til Egilsstaða tvisvar í viku. Samkomulag er um það bil að nást við ferðaskrifstofuna Discover the World um beint flug á milli Egilsstaða og Gatwick-flugvallar næsta sumar. Fiona Reece, talsmaður Discover the World, segir þó að samkomulagið sé háð því að stjórnvöld séu reiðubúin til þess að styðja við flugið með opinberum framlögum. „Það er von okkar að við munum fá styrk frá íslenskum stjórnvöldum til þess að markaðssetja flugið í Bretlandi. Þetta er mjög eðlilegt innan ferðaþjónustunnar og Discover the World mun sjá um rekstur flugvélarinnar sjálfrar,“ segir Reece og bætir því við að vonast sé til að unnt verði að gefa út fréttatilkynningu um tilhögun flugsins von bráðar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þess vænst að flogið verði tvisvar í viku og að flugið hefjist í maí. Í mars síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að skipa starfshóp undir forystu Matthíasar Imsland, sem fékk það verkefni að kanna hvernig koma mætti á reglulegu millilandaflugi um flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Samkvæmt tillögunni átti starfshópurinn að vera skipaður til þriggja mánaða og skila af sér tillögum í formi aðgerða- og kostnaðaráætlunar. Nefndin mun skila tillögum í næstu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þar kveðið á um þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að samningar við Discover the World náist. Matthías Imsland vildi ekkert tjá sig þegar Fréttablaðið bar málið undir hann. En samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður grunnhugmyndafræðin sú að á upphafstíma flugsins fari visst hlutfall af tekjum ríkisins á hvern ferðamann sem kemur með fluginu í greiðslur á markaðssetningu flugsins. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef flugið yrði að veruleika þá myndi það sannarlega auka enn á dreifingu ferðamanna og styðja mjög við ferðaþjónustuna á Austurlandi. „Við þurfum bæði að horfa til dreifingar um landið allan ársins hring og líka dreifingar innan minni svæða,“ segir Helga. Það þurfi að skipuleggja ferðaþjónustuna þannig að horft verði á landsvæðin sem eina heild. Þetta sé einn liður í því. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samkomulag er um það bil að nást við ferðaskrifstofuna Discover the World um beint flug á milli Egilsstaða og Gatwick-flugvallar næsta sumar. Fiona Reece, talsmaður Discover the World, segir þó að samkomulagið sé háð því að stjórnvöld séu reiðubúin til þess að styðja við flugið með opinberum framlögum. „Það er von okkar að við munum fá styrk frá íslenskum stjórnvöldum til þess að markaðssetja flugið í Bretlandi. Þetta er mjög eðlilegt innan ferðaþjónustunnar og Discover the World mun sjá um rekstur flugvélarinnar sjálfrar,“ segir Reece og bætir því við að vonast sé til að unnt verði að gefa út fréttatilkynningu um tilhögun flugsins von bráðar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þess vænst að flogið verði tvisvar í viku og að flugið hefjist í maí. Í mars síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að skipa starfshóp undir forystu Matthíasar Imsland, sem fékk það verkefni að kanna hvernig koma mætti á reglulegu millilandaflugi um flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Samkvæmt tillögunni átti starfshópurinn að vera skipaður til þriggja mánaða og skila af sér tillögum í formi aðgerða- og kostnaðaráætlunar. Nefndin mun skila tillögum í næstu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þar kveðið á um þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að samningar við Discover the World náist. Matthías Imsland vildi ekkert tjá sig þegar Fréttablaðið bar málið undir hann. En samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður grunnhugmyndafræðin sú að á upphafstíma flugsins fari visst hlutfall af tekjum ríkisins á hvern ferðamann sem kemur með fluginu í greiðslur á markaðssetningu flugsins. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef flugið yrði að veruleika þá myndi það sannarlega auka enn á dreifingu ferðamanna og styðja mjög við ferðaþjónustuna á Austurlandi. „Við þurfum bæði að horfa til dreifingar um landið allan ársins hring og líka dreifingar innan minni svæða,“ segir Helga. Það þurfi að skipuleggja ferðaþjónustuna þannig að horft verði á landsvæðin sem eina heild. Þetta sé einn liður í því.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira